Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 42

Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hausar, brons, 1999. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Brons og riss MYNDLIST Vinnuslofa Lindargiitu 46 BRONSSTYTTUR/ TEIKNINGAR HELGI GÍSLASON Opið alla daga frá kl. 12-18. Til 17. desember. Aðgangur ókeypis. VINNUSTOFUSYNINGAR rnyndlistarmanria eru ekki algengt fyrirbæri á landi hér, í öllu falli ekki þeirra sem mjög framarlega standa. Raunar ei heldur ytra og teljast því fágætur viðburður sem hvarvetna er tekið eftir og mikla athygli vekur. Hins vegar er algengara og sums staðar venja, að hafa sérstakan vinnu- stofudag og getur fólk þá gengið í hús listamanna og skoðað verk þeirra og vinnulag. Þetta er til að mynda fóst venja í Kaupmannahöfn og er þá mik- ið um að vera, eitthyað svipað menn- ingamótt sem þeir hafa líka í borginni við sundið, en þó að sjálfsögðu í af- markaðra formi. En svo finnast auðvitað hvarvetna listamenn sem taka ekki í mál að hleypa ókunnugum á þessa vísu ná- lægt sér, hvað þá leiða þá í mesta helgidóm sinn og eru íslenzkir ofar- lega á blaði, en hér verða menn að ráða sér sjálfir og er ekki tilefni að- finnslu af neinu tagi. Aðstreymi að slíkum uppákomum segir okkur að fólki finnst forvitnilegt og spennandi að fá frjálsan aðgang að vinnustofum listamanna og vafalítið er það í mörgum tilvikum hagur beggja. Þá þykir mikilsvert að geta skoðað hús genginna listamanna, eins og þau voru er þeir hurfu af vettvangi og um leið drjúgur lærdómur, einkum fyrir hið sérstaka andrúm innan veggja þeirra sem þeir mótuðu sjálfir og var ekki svo lítill hluti af þeim. Að þessu er vikið vegna sýningar hins velþekkta myndhöggvara Helga Gíslasonar í vinnustofu hans í Lind- argötuportinu, hliðarbyggingu til vinstri þar sem ríkið var í gamla daga. Hann er fluttur frá Vogaseli þar sem hann og fleiri listamenn byggðu sér vegleg hús fyrir tuttugu árum eða svo, húsið orðið of stórt en vinnustof- an of lítil, að auki vildi hann burt úr svefhholtinu og vera meira innan um fólk og bi'úsandi líf. Helgi hefur komið sér vel fyrir á jarðhæð þar sem hann hefur hin ákjósanlegustu skilyrði til að vinna hin stærri verk. En þau sem hann leyfir gestum og gangandi að skoða að þessu sinni eru þó fæst yfrið stór, en fleiri lítil. Mikið ber á höfuðform- um þeim sem við höfum áður kynnst í list Helga og hann mun hafa gert á síðasta ári og að auki eru þar nokkrar teikningar á veggjunum. Þetta er upplagt tækifæri til að kynnast hluta af sköpunarferli myndhöggvarans og mjög þakkarvert framtak, sem ber að vekja sérstaka athygli á. Hins vegar hefur listamaðurinn formað vinnu- stofuna eins og sýningarsal í stað þess að íýma dálítið til í henni og lofa fólki að sjá tól og tæki ásamt svolitlu af líf- rænum og heilbrigðum skít og hér er ég ekki alveg með á nótunum. Það skiptir þó minna máli í ljósi hins, sem hefúr stórum meira vægi. Bragi Asgeirsson Tónleikagestir fengu jólastemmingu í nesti TOMLIST S e 11 j a r n a r n e s k i r k j a SELKÓRINN Johann Sebastian Bach: Lobet den Herrn, alle Heiden, mótetta BWV 230. Antonio Vivaldi: Gloria í D-dúr RV 589. Wolfgang Amadeus Moz- art: Laudate Dominum úr Vesperae solennes de confessore KV. 339. Ýmis jólalög og brot úr verkum sem tengjast jólahátíðinni. Ein- söngur: Hulda Guðrún Geirsdóttir (sópran), Þuríður G. Sigurðardóttir (sópran) og Sigrún Jónsdóttir (mezzósópran). Kórsöngur: Selkór- inn, Seltjarnarnesi. Fylgirödd: Mar- teinn Hunger Friðriksson (orgel) og Lovísa Fjeklsted (selló). Kamm- ersveit: Szymon Kuran, Zbigniew Dubik, Andrzej Kleina, Margrét Krisfjánsdóttir, Hjörleifur Valsson og Hjördís Birgisdóttir (fiðlur). Sarah Buckley og Þórunn Harð- ardóttir (víólur). Lovísa Fjeldsted (selló). Páll Hannesson (kontra- bassi). Peter Tompkins (óbó). Einar Jónsson (trompet). Konsertmeist- ari: Szymon Kuran. Stjórnandi: Jón Karl Einarsson. Sunnudaginn 10. desember 2000. ÞAÐ var vel til fundið hjá Einari Karli Jónssyni að hefja tónleikana sl. sunnudag með fjöldasöng sem kórinn leiddi. Tónleikagestir voru frekar tregir í taumi í upphafi enda plagar feimnin jafnan allsgáða Islendinga í fjöldasöng. En Selkórnum og stjórn- anda hans tókst samt með þessu móti að vekja upp góða stemmningu sem entist út tónleikana. Tónleikagestum kom þessi byrjun vafalaust á óvart og einnig það að fyrri hluti efnisskrár- innar skyldi samanstanda af stuttum verkum, aðallega velþekktum jólalög- um. Oftast enda menn jóiatónleika á slíku. Þar á meðal var lagið í dag er glatt í döprum hjörtum í frumgerð Mozarts eins og það kemur fyrir í Töfraflautunni. Reyndar var það ekki sungið af drengjaröddum eins og Mozart ætlaðist tii en var hér prýði- lega flutt af einsöngvaratríóinu. Laudate Dominum úr Vesper Moz- arts var afar fallega flutt af kórnum Undarleg samsuða KVIKMYJVDIR Rognbojrinn HÁLENDINGURINN 4 „HIGHLANDER: END- GAME“* Lcikstjórn: Dough Aarinokoski. Framleiðendur: Bill Panzer og Pet- er Davis. Aðalhlutverk: Christ- opher Lambert, Bruce Payne, Adri- an Paul, Sheila Gish. Miramax 2000. FYRSTA myndin um Hálend- inginn ódauðlega var kraftmikil og spennandi, naut vinsælda um allan heim og tókst að gera einskonar stjörnu úr franska leikaranum Christopher Lambert. Sean Conn- ery var þó senuþjófurinn en mynd- in var ein af þessum stílfærðu has- armyndum níunda áratugarins sem höfðu bein tengsl inn í auglýs- inga- og tónlistarmyndbandagerð- ina og var útlit hennar talsvert markað af því. I kjölfarið fylgdu þrjár framhaldsmyndir, nú síðast „Endgame", ruslmynd sem á ekk- ert skylt við fyrstu myndina nema hinn hryllilega skoska hreim Lam- berts. Hálendingurinn hefur marga ER VOLUSPA EFTIR EGIL? í bókinni Völuspá, Sonatorrek og 12 lausavísur Egils, setur Þráinn Löve ekki einungis fram nýjar skýringar, jafnvel á vísum sem hingað til hafa verið taldar óskýranlegar. Lesandinn mun líka velta því fyrir sér hvort Völuspá sé ef til vill eftir Egil. Sjá nánar: www.jolabok.is fjöruna sopið þegar hér er komið sögu og er orðinn alvarlega þung- lyndur enda talsvert á manninn lagt að þurfa að lifa í gegnum ald- irnar. Fóstbróðir Hálendingsins er frændi hans úr hálöndunum, leik- inn af Adrian Paul, en saman tak- ast þeir á við ódauðlegan munk aftur úr öldum og illþýði hans; munkurinn brenndi móður Há- lendingsins á báli fyrir nornagald- ur fyrir einhverjum fjögur hundr- uð árum og hefur verið að stríða honum á því síðan. Illþýði hans er vélhjólagengi með sérkennilegan höfuðbúnað og ninjastæla og minnir allt á Stökkbreyttu ninja- skjaidbökurnar. Handritið er undarleg samsuða úr fortíð og nútíð og illskiljanlegt á köflum. Leikstjórn Doug Aarino- koski, sem mun hafa starfað með Robert Rodriguez, hæfir lélegri B- myndasmíð eins og þessari og leik- urinn er alveg sérkapítuli fyrir þá sem vilja kynna sér ofleik. Sér- staklega er óþokkinn, sem Bruce Payne leikur, hlægilegur þar sem hann spígsporar um og flytur þrumuræður um eitthvað sem fer algerlega fyrir ofan garð og neðan. Því er lofað að hér sé um síðustu myndina um Hálendinginn að ræða. Guð láti gott á vita. Arnaldur Indriðason og Þuríði G. Sigurðardóttur og tii allr- ar Guðs lukku stýrði Einar Kari flytj- endum framhjá hálli braut tilfinn- ingaseminnar. Þessi kafli á það nefnilega til að verða ansi yfirdrifinn og væminn ef menn gæta ekki að sér. Fyrri hlutanum lauk svo með fjölda- söng í jólalaginu hugljúfa, Nóttin var sú ágæt ein, eftir Sigvalda Kaldalóns. Nú tóku tónleikagestir betur undir í samsöngnum því nú sveif jóla- stemmningin yfir vötnum. Framlag kórsins í þessum fyrri hluta tón- leikanna var ákveðið og fullt sjálfs- trausts enda greiniiega til þess ætlast af stjómandanum að „sungið væri út“. Þá var komið að fjögurra radda mótettunni Lobet den Herm, alle Heiden BWV 230 sem er sú eina af mótettum Bachs sem hefur fylgirödd. Þessi stutta mótetta Bachs (ef hún er þá eftir hann) er þannig gerð að hún fær bestu atvinnumannskóra til að svitna við tilhugsunina eina. Hvað þá kóra sem skipaðir eru áhugamönnum. En þegar kórstjórar vita hvert þeir ætla og söngmenn eru staðráðnir í því að komast á leiðarenda samtímis þá er víst að árangurinn lætur ekki á sér standa. Tónleikagestir heyrðu hér óvenju andríkan flutning á þessu flókna verki. Þrátt fyi'h' einstaka óhöpp, sem varla er orð á gerandi, þá var söngurinn svo lifandi að ómögu- legt var annað en að hrífast með. Hressilegt tempó og framúrskarandi styrk stjóm Jóns Karls Einarssonar tryggði ánægjulega hlustun og dansryþminn í lokakaflanum Alleluja var sérstaklega hrífandi. Fylgiröddin var leikin af Marteini Hunger Frið- rikssyni og Lovísu Fjeldsted sem skiluðu sínu með miklum ágætum. Lokaverk tónleikanna var Gloria Vivaldis. Það er alltaf varasamt fyiir áhugamannakóra að fást við tónsmíð- ar sem eru svo mörgum kunnar. Sam- anburðurinn getur þá orðið óhag- stæðari en ella. Og ekki var laust við í mér hafi verið nokkur kvíði fyrir því að ekki tækist að ná verkinu á flug. En þá gerðist það aftur. Selkómum hafði tekist að lyfta grettistaki með samstilltu átaki allra hlutaðeigandi. Hraðaval Jóns Karls Einarssonar var til alfrai' hamingju nokkuð frísklegt, því ekkert fer Vivaldi eins illa og sila- legt tempó. Dyggilegur stuðningur hóps ágætra hljóðfæraleikara, með pólska þungavigtarliðið úr Sinfómu- hljómsveitinni í fararbroddi, tryggði verkinu snarpan og hressilegan flutn- ing sem var hin besta skemmtun. Einnig er ástæða til að nefna ömggan trompetleik Einars Jónssonar og fal- legt óbóspil Peters Tompkins. Ein- söngvararnir stóðu sig að mestu leyti prýðilega og þá sérstaklega Þuríður G. Sigurðardóttir. Þessir tónleikar Selkórsins vom skólabókardæmi um það sem mestu máli skiptir í tónlistinni. Tónleikar þar sem allur tónlistarflutningur er tæknilega óaðfinnanlegur geta hæg- lega verið hrútleiðinlegir ef leik- og sönggleði vantar. En þegar saman fer gleðin í tónlistinni, áhugi og eldmóður þá er víst að árangurinn verður góð- ur. Og þá er gaman á tónleikum. Upplyftir tónleikagestir héldu heim ánægðir og glaðir í sinni - og fengu jólastemmninguna með sér í nesti. Valdemar Pálsson Metverð fyrir Rembrandt Reuters MÁLVERKIÐ á myndinni er eftir 17. aldar meistarann Rembrandt. Myndin, Portrett af 62 ára gam- alli konu, seldist nú í vikunni á uppboði hjá Christie’s í London fyrir 19,8 milljónir punda, eða um 2,5 milljarða króna. Er þetta met- verð fyrir verk listamannsins, en verkið var áður í eigu baróness- unnar Bathsheva de Rothschild og var íjöldi annarra verka í hennar eigu seldur á uppboðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.