Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 39 BÆKUR Ævisaga STEINN STEINARR - LEIT AÐ ÆVI SKÁLDS eftir Gylfa Gröndal. JPV forlag 2000 - 379 bls. Tímabær saga öndvegisskálds STEINN Steinarr er öndvegis- skáld 20. aldarinnar, einn fárra. En svo var ekki alltaf. Framan af ævi mátti vart á milli sjá hvort þótti lítilmótlegra, maðurinn eða skáldskapurinn. A síðustu árum hans tók viðhorfíð að breytast. Viðurkenningin, sem lengi var bundin vinum hans og takmörk- uðum hópi fagurkera, varð al- menn. Ungu skáldin vissu að Steinn hafði átt stóran þátt í því að breyta ljóðagerðinni. Hann skipti síst máli sem pólitískt skáld, mest voru áhrif hans til nýbreytni skáldamálsins og í framsetningu nýrra hugmynda. Firring og tóm- hyggja í anda ljóðagerðar Steins var ekki til umræðu hér á landi fyrr en löngu síðar. Hæst reis upp- reisn Steins gegn hefðinni í einni hárbeittri yfirlýsingu: „Nú er hið hefðbundna ljóðform loksins dautt!“ Pessari fullyrðingu þurftu ekki að fylgja rök af neinu tagi. Hún stóð fyrir sjálfri sér. Og nú er uppreisn Steins orðin að hvers- dagslegum veruleika sem fáir hugsa um. En allir vita: Steinn breytti ljóðinu og það veldur ekki lengur undrun. Samt er þar margt ósagt. Maðurinn Steinn hefur lengi vakið forvitni, ekki síður en skáld- skapur hans. Fæddur í harðbýlli sveit, inn í brotna fjölskyldu og barnungur fluttur hreppaflutningi. Byrjunin ekki gæfuleg en þeim mun áhugaverðari. Uppreisnar- girni gegn umhverfinu og óborg- aralegt hátterni er stofn í góða sögu, hvort sem er slúðursögu, skáldsögu eða ævisögu. En einn hængur hefur verið talinn á sögugerð byggðri á ævi Steins: skáldið skrifaði fátt í óbundnu máli. Þótt ekki væri nema í þessu ljósi verður ritverk Gylfa Gröndal, Steinn Stein- arr, Leit að ævi skálds, að teljast harla merkilegt. Verkið þenur sig yfir hátt í 400 blaðsíður og byggir á efnismiklum heimildum, bæði munnlegum og rituð- um. Ritheimildir eru hátt í 180, munnlegar um 30 og óprentaðar 25 talsins. Vandi ævisagnaritara Steins felst í því hve fátt skáldið segir um sig sjálft, öndvert við skáld 19. aldar sem mörg leggja með sér drjúgt bréfasafn sem byggja má á. Ritaðar heimildir um skáld koma aldrei í staðinn fyrir persónulegar heimildir éins og sendibréf. Fjöl- margt ritaðra heimilda um Stein vegur merkilega mikið upp þessa þurrð. Nefna má sem dæmi efni eftir Halldór Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Jón Óskar, Magnús Á. Árnason, Matthías Johannessen o.fl. o.fl. Þennan heimildasjóð hef- ur Gylfi notað af mikilli smekkvísi. Hann hefur unnið úr því sem sann- reynandi er en látið annað liggja kyrrt. Hvernig hefur svo tekist til með þessa fyrstu heilsteyptu ævisögu Steins? Betur en ætla mætti. Raunar mun betur. Og er þá með þessum orðum fyrst og fremst átt við hve vel höfundur hefur unnið úr heimildum sem hann komst yf- ir. Þær eru nefnilega að mörgu leyti brotakenndar og sumar mis- vísandi. Gylfi heldur flestu til haga sem máli kann að skipta, vegur það og metur og túlkar af varfærni og rökfestu. Fyrir vikið stendur hvorki eftir saga utangarðsmanns og drykkjusjúklings né saga mis- skilins snillings sem fáir kunnu að meta. Miklu frekar smáskýrist myndin af skáldinu sem var margt í senn: veikur og sterkur, fjand- samlegur og nærgætinn, eftirbátur og leiðtogi. Gylfa tekst mæta vel að sigla fram hjá skerjum helg- unar og afhelgunar. Honum tekst einnig vel að nýta heimildirnar án þess að þær hafi óeðlileg áhrif á byggingu og efnismeðferð. Snilli Steins, eins og hún birtist í ljóðum hans, á ekki allt undir ein- um manni, sama hve góðum gáfum hann er gæddur. Steinn er vissu- lega óvenju næmt barn, unir sér frekar við bóklestur en líkamlega vinnu. Þegar Steinn kem- ur fram sem skáld í Lög- réttu Þorsteins Gísla- sonar 1932 hefur hann kynnst mörgum mannin- um og hefur mótast af margbreytilegum lífsvið- horfum. Jóhannes úr Kötlum, Stefán frá Hvíta- dal, Meulenberg biskup og Brynjólfur Bjarnason eru meðal þeirra sem hann umgekkst og lærði af. Steinn gerist kaþólsk- ur, yfirgefur kirkjuna til að verða kommúnisti en sú tilraun misheppnast og við tekur „heimatilbúin tómhyggja“ eins og nefnt hefur verið. Síðar verður Steinn eitt fyrsta og stærsta afstrakt- skáld okkar, kennt við atóm. And- ans mönnum, stefnum og áhrifum þeirra á skáldið, er greint ýtarlega frá i þessu verki Gylfa Gröndal. Steinn Steinarr, leit að ævi skálds, er eins og gefur að skilja fyrst og fremst ævisaga, merkileg þroskasaga einstaklings og á sem slík líkindi með ævisögum margra annarra. Höfundur er trúr þessum tilgangi. Fyrir vikið fer minna fyr- ir umfjöllun um skáldskapinn sjálf- an og þróun hans. Hér er líka um miklu erfiðara verkefni að ræða sem enn á eftir að rannsaka mun betur þótt vissulega margt hafi verið unnið. Skáldskapur Steins er sérstakur í íslenskri ljóðagerð. Upptök hans og þróun verður ekki eingöngu skýrð með snilligáfu einstaklings. Steinn var ekki tungumálamaður en hann sogaði í sig það sem aðrir gáfu. Áhrif Magnúsar Ásgeirsson- ar eru viðurkennd og greinir Gylfi frá þeim. En leita þarf skýringa á snilli Steins í nýjar áttir. Það er raunar með ólíkindum að lítt skól- aður einstaklingur skuli verða svo vitsmunalegur í ljóðagerð sinni. Það er raunar óhugsandi án ákveð- inna fyrirmynda. Bókarhöfundur rifjar upp dæmi um einstakar fyr- irmyndir að ljóðum Steins (t.d. Grass eftir Sandburg) og að sumir vændu hann þar um ritstuld. En Steinn var nógu stór til að soga í sig áhrif og vinna úr þeim eins og góðskáldum sæmir. Steinn las t.d. þýðingar erlendra skálda í íslensk- um tímaritum. Sumum áhrifum greinir bókarhöfundur frá en ætla hefði mátt meiri umfjöllunar að þessu leyti í svo viðamiklu ævi- verki um Stein. Nánari umfjöllun hefði krafist meiri frumrannsókna af hálfu höfundar en bókin al- mennt byggir á en þá hefði þessi tímabæra bók ekki komið út nú. Sögu skáldsins er greinilega ekki lokið með þessu verki. í bók- arlok er Steinn aðeins 37 ára. Við- urkenningarárin fram undan og áhrif hans á bókmenntirnar eiga eftir að koma í ljós. Eftir þvi sem nær dregur nútíðinni fjölgar eðli- lega heimildum um Stein og um leið aðgengilegra að vinna úr þeim sögu um síðari æviskeið skáldsins. Þótt bókarhöfundur segi ekkert um það liggur í loftinu loforð um framhald. Ætla má að þá gefist meira rúm til þess að virða betur fyrir sér og meta skáldskapinn en skáldið sjálft. Steinn Steinarr, leit að ævi skálds, er fyrsta heilsteypta ævi- saga íslensks öndvegisskálds 20. aldar en tæpast sú síðasta. í ald- anna rás má ætla að saga Steins verði æ til skoðunar og þá verður þetta verk Gylfa Gröndal kjölfest- an þar. Þess vegna er það gleðiefni að hér hefur tekist svo vel til sem raun ber vitni. Ingi Bogi Bogason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.