Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 28
pv ()()(líl rí ''►?*! lí' pp'/jn ' r U- )' ) ' (] ■ ÍTÍ-/ T ' TVf
28 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Lágvöruverðsverslanir keppast um að bjóða lægsta verðið
Avextir og
grænmeti á
krónu kflóið
ÞAÐ VAR handagangur í öskjunni í
þeim verslunum sem heimsóttar
voru í gær. Viðskiptavinir Krónunn-
ar og Bónuss fylltu körfur sínar af
ávöxtum og grænmeti sem kostaði
frá 1 krónu upp í 9 krónur kílóið. Þá
var hægt að kaupa grænar Ora-
baunir á 1 krónu, Ritz kexpakka á
krónu og tvo lítra af Egils appelsíni á
um 70 krónur. Gevalía kaffípakki
kostaði 139 krónur og Egils maltöl
hækkaði og lækkaði til skiptis í verði,
kostaði frá 39 krónum og upp í 77
krónur þennan tíma sem staldrað
var við. Starfsmenn gengu um og
festu nýja miða á hillur, verðið
breyttist jafnvel á nokkurra mínútna
fresti.
Að sögn Guðmundar Marteinsson-
ar framkvæmdastjóra Bónuss hófst
þessi verðsamkeppni fyrir alvöru í
byrjun vikunnar og verð hefur verið
lækkað á ótal vöruliðum. Hann segir
óvíst hversu lengi þessi verðsam-
keppni standi, það verði að koma í
ljós. „Við stöndum við það sem við
höfum alltaf sagt, að Bónus bjóði
lægsta verðið. Við erum með tvo
starfsmenn í fullu starfi við að kanna
verð á markaðnum. Við göngum ekki
á bak orða okkar.“
Bónus hefur sett upp skilti á veggi
þar sem verslunin mælist til að fólk
kaupi ekki meira í einu en eitt kfló af
hverri tegund grænmetis og ávaxta.
„Það er gert til að koma í veg fyrir að
eigendur veitingahúsa séu að koma
og kaupa upp lagerana hjá okkur
eins og hefur verið áberandi síðustu
daga. Við viljum að allir okkar við-
skiptavinir geti notið hagstæðs verðs
á meðan það varir.“
Sigurjón Bjamason framkvæmda-
stjóri Krónunnar segir greinilegt að
búðin hafi hreyft við öðrum lágvöru-
verðsverslunum á markaðnum.
„Við ætlum að vera lágvöruverðs-
verslun og munum gera það sem
þarf til að svo sé.“ Þegar Sigurjón er
spurður hversu lengi hann telji að
þessi verðsamkeppni standi segist
hann í raun ekki hafa hugmynd um
það, tíminn verði að leiða það í ljós.
Elías Þoi’varðarson verslunar-
stjóri hjá Nettó segir að verslunin
taki þátt í verðstríðinu nema þeir
geti ekki leyft sér að bjóða kíló af
ávöxtum og grænmeti á krónu.
„Við höfum einfaldlega ekki efni á
að bjóða vöru eins og grænmeti og
ávexti hluta úr degi eins og gert er á
hinum stöðunum. Þar klárast birgð-
irnar á nokkrum klukkutímum. Við
tökum á hinn bóginn fullan þátt í því
að lækka verð á öðrum vörum.“
Elías segist ekki vita hversu lengi
verðstríðið standi en honum h'st bara
vel á þessa þróun.
„Þetta er að vísu harðari sam-
keppni en áður en hún er bara af
hinu góða.“
Hefur þessi samkeppni i matvöru-
verði ekki tekið athyghna frá bók-
unum?
„Jú, en við ætlum um næstu helgi
að trompa bókatilboðin sem við höf-
um verið með fram til þessa og fá líf í
bóksöluna."
Morgunblaðið/Ásdís
Ágúst Ragnarsson var búinn að kaupa töluvert á tilboði, nokkra
kassa af Ora-baunum á krónu stykkið og úrval af græiuneti og
ávöxtum. „Ég var við nám í Danmörku og lærði þar að kaupa á
tilboðum. Þegar Krónan var opnuð keypti ég egg og kartöflur og
núna var hægt að kaupa þar grænmeti, baunir og ýmislegt fleira
á hagstæðu verði. Þetta eru góð kaup og baunirnar hafa t.d.
geymsluþol fram til ársins 2003.“ Ágúst segist yfirleitt kaupaþar
sem það er ódýrast hverju sinni. En hvað á svo að hafa í kvöld-
matinn? „Salat, ekki spurning.“
Jens Svansson var að vonum
ánægður með verðið á grænmeti og
ávöxtum í Bónus, sem kostaði frá
einni krónu kflóið, en sagði að sama
skapi væri úrvalið ekki mjög fjöl-
breytt.
Snezana Zivojinovíc og Snezana
Milutinovic voru að kaupa tómata og
aðrar gi-ænmetistegundir. Þær
sögðust gera innkaupin þar sem
verðið væri lægst. Að þessu sinni
sögðust þær ætla að matreiða ým-
islegt úr grænmetinu og sjóða til
dæmis tómatana í súpur og pottrétti.
Systurnar Lilja og Sandra Jónas-
ardætur voru að kaupa gos, kaffi,
ávexti eins og vínber og ýmsar
grænmetistegundir á tilboði. Þær
sögðust af tilviljun hafa rekið inn
nefið í Krónuna daginn áður og
undrast hvað það var mikill
hamagangur í kringum grænmet-
isborðið.
Þær sögðust yfirleitt kaupa inn
í Bónus en sögðu að ef verðið yrði
sambærilegt í Krónunni kæmu
þær til með að gera innkaupin
þar líka.
Lilja og Sandra sögðu að lík-
lega yrðu pasta og grænmeti á
borðum þeirra næstu daga og vín-
ber og ostar einnig.