Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR n «M#;, Tónleikahald 1999: Flokkað eftir tequi l ' jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. id,« Sam- tals írstíma og landshlutum Höfuðb.-Suður- Vestur- Vest- Norður-Austur- Suður- svæðið nes land firðir land land land Kórtónleikar 11 7 42 91 84 16 15 9 8 18 27 61 389 199 14 36 7 59 15 59 Nemendatónleikar 3 85 22 15 100 0 1 0 0 7 2 57 292 127 11 20 10 102 16 5 Söng/óperutónleikar 8 2 15 12 19 14 17 26 25 27 19 16 200 120 4 11 3 38 16 10 Djasstónleikar 3 3 13 1 10 7 23 11 11 12 9 13 116 93 3 0 0 12 4 4 Dægurtónleikar 5 4 6 3 19 9 17 12 4 14 11 4 108 74 2 4 1 13 12 1 Blandaóir tónleikar 15 2 7 13 5 7 11 9 2 2 1 10 84 49 1 8 4 13 0 10 Einleikstónleikar 3 3 11 8 0 3 6 6 10 7 6 2 65 26 0 4 3 19 8 5 Orgeltónleikar 0 0 0 0 0 2 17 9 24 2 3 2 59 49 0 0 0 5 1 4 Kammertónleikar 10 2 0 3 3 2 3 6 5 5 7 10 56 44 0 1 1 4 0 6 Duotónleikar 1 7 1 11 2 4 9 7 2 6 1 3 54 18 1 5 3 7 10 10 Sinfóníutónleikar 5 4 6 3 3 5 0 0 5 9 3 5 48 35 0 1 0 8 1 3 Tríótónleikar 1 4 6 2 3 3 5 1 0 3 6 0 34 14 1 7 0 5 1 6 Blásaratónleikar 1 1 6 5 3 3 1 0 0 2 5 3 30 25 0 0 1 2 0 1 Kvartetttónleikar 1 2 0 0 0 0 1 1 0 0 0 0 5 4 0 0 0 0 1 0 Kvintetttónleikar 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 Samtals tónleikar 1999 68 126 135 167 251 75 126 97 96 114 100 186 1.541 878 37 97 33 287 85 124 Samtals tónleikar 1995 55 63 95 116 153 112 132 80 96 127 136 220 1.385 Rúmlega fernir tónleikar á dag allan ársins hring ✓ Haldnir voru 1.541 tónleikar á Islandi árið 1999, að því er fram kemur í skýrslu Tónlist- arráðs Islands. 4,2 á dag. Það er um 11% aukn- ing frá árinu 1995, þegar síðasta skráning fór fram. Qrri Páll Ormarsson rýndi í skýrsluna og ræddi við Margréti Bóasdóttur, forseta Tónlistarráðs, og Sigríði Sveinsdóttur sem safnaði upplýsingunum. TILGANGURINN með skráning- unni er að gefa einhverja hugmynd um það magn tónleika og þann fjölda tónlistarmanna sem fram koma á tónleikum á íslandi. Sigríður Sveins- dóttir, fyrrverandi varaforseti Tón- listarráðs íslands, sem safnaði upp- lýsingunum og vann skýrsluna, segir skráningu af þessu tagi þó seint geta orðið tæmandi. Ekki náðist í alla fjöl- miðla eða útgefin rit sem auglýstu tónleika. Má þar af leiðandi gera því skóna að fjöldi tónleika á landinu hafi jafnvel verið ennþá meiri. Skráðir voru auglýstir tónleikar samkvæmt upplýsingum úr dagblöð- um eða öðrum fjölmiðlum. Félag ís- lenskra hljómlistarmanna lánaði hefti sem Fjölmiðlavaktin - Miðlun ehf. safnaði saman. í heftunum er að finna það sem skrifað er um tónlist í fjölmiðlum. Brautryðjandastarf Tónlistarráð skráði tónleikahald ársins 1995 að beiðni Samtaka um tónlistarhús og segja Sigríður og Margrét Bóasdóttir, forseti Tónlist- arráðs, þá skráningu hafa verið eitt meginatriðið til grundvallar ákvörð- un um byggingu tónlistarhúss. Sú skráning leiddi í ljós að haldnir voru 1.385 tónleikar hér á landi það ár. „Þetta var kortlagning á menning- arstarfsemi sem áður hafði ekki ver- ið náð utan um. Brautryðjandastarf. Menn höfðu í raun enga hugmynd um fjölda tónleika sem haldnir voru á ári hverju. Skráningin skipti því verulegu máli,“ segir Margrét. Stöllurnar segja mörgum hafa brugðið í brún þegar tölurnar fyrir árið 1995 voru gerðar heyrinkunnar. Fólk hafi upp til hópa ekki trúað því að tónleikahald væri í slíkum blóma. „1.385 tónleikar er mjög há tala og 1.541 tónleikar árið 1999 þýðir að efnt var til rúmlega fernra tónleika á dag á ársgrundvelli. Það er með ólík- indum,“ segir Margrét. Þegar er hafin vinna við skráningu tónleika árið 2000 og segja Margrét og Sigríður að spennandi verði að bera þær tölur saman við árið 1999. Reykjavík er ein af menningarborg- um Evrópu í ár og fyrir vikið hefur menningar- og liststarfsemi vaxið að umfangi. „Það má fastlega gera ráð fyrir því að tónleikar verði fleiri í ár en í fyrra enda hefur gróskan verið mikil,“ segir Margrét. Margrét og Sigríður segja skýrsl- una vel til þess fallna að benda á hið geysimikla frjálsa framtak tónlistar- starfseminnar í landinu. „íþrótta- hreyfingin hefur löngum verið dug- leg að halda utan um sínar aðsóknartölur, svo dæmi sé tekið, en tónlistarmenn hafa ekki hirt eins vel um þetta. Það er slæmt,“ segir Sig- ríður og Margrét bætir við að Hag- stofa íslands hafi fagnað framtaki Tónlistarráðs. „Þar var okkur sagt beint út að án talna værum við ekki neitt. Án þeirra væri þessi starfsemi ekki til gagnvart Hagstofunni. Það er því stórt skref að vera komin með þessar tölur í hendurnar.“ Fátæklegt. gagnasafn Stöllurnar vitna til yfirlits sem Ragnar Karlsson hjá Hagstofu Is- lands kynnti á aðalfundi Tónlistar- ráðs nýverið. Þar segir að gagnasafn Hagstof- unnar á sviði tónmennta og tónlistar- flutnings sé harla fátæklegt og smátt að vöxtum. „Það á ekki síst við í sam- anburði við gagnasöfn í ýmsum öðr- um greinum menningar og lista, s.s. leiklistar, að ekki sé talað um fjöl- miðla og fjölmiðlun. Um þetta geta menn sannfærst með því að líta í talnasafn sem Hagstofan gaf út á síð- asta ári og nefnist Fjölmiðlun og menning 1999. Af einum 295 síðum falla aðeins fimm síður undir tón- Morgunblaðið/Asdís Sigríður Sveinsdóttir og Margrét Bóasdóttir. leika og er engri grein menningar og lista gert jafn lágt undir höfði að frá- taldri myndlistinni sem er álíka „hógvær" á rýmið. Vitanlega er þetta í engu samræmi við umfang og þýðingu þessara greina úti í þjóð- félaginu, eins og margoft hefur kom- ið fram á öðrum vettvangi," segir í yfirliti Ragnars. Þar segir ennfremur að staða gagnasöfnunar Hagstofunnar um tónmenntir og tónlistarflutning sé sambærileg við það sem gerist á hin- um Norðurlöndunum, að því þó und- anskildu að stærðargráðurnar eru aðrar. „Hagstofur á hinum Norður- löndunum eru að glíma við sama vanda og Hagstofa íslands: talna- söfnunin nær aðeins yfir brot af tón- listarstarfseminni og einskorðast öðru framar við stofnanabundna starfsemi, s.s. sinfóníuhljómsveitir, starfsemi tónleikahúsa o.s.frv.“ Enginn til að annast skráningti Sigríður segir skýringuna á því að tölum um tónleikahald hefur ekki verið haldið til haga einfalda: Það var enginn til að annast verkið. „Fyrsta skráningin var gerð að beiðni Sam- taka um tónlistarhús 1995 og við það vaknaði áhugi á því að halda þessu starfi áfram. Tónlistarráð hefur samþykkt skráningu fyrir árin 1999 og 2000 en óvissa er með framhaldið. Gaman væri þó að halda áfram á næsta ári, þó ekki væri nema til að bera saman árin beggja vegna stóra aldamótaársins, 2000, sem er þar að auki menningarborgarár." Margrét staðfestir að áhugi Tón- listarráðs sé vissulega íyrir hendi. „Við höfum lýst yfir vilja til að halda skráningu áfram. Allt er þetta hins vegar spuming um peninga." Góður umræðuvettvangur Tónlistarráð íslands er regnhlíf- arsamtök aðila í tónlistarlífinu. Vett- vangur fyrir skoðanaskipti. „Tónlist- arráð er góður umræðuvettvangur en ég á mér samt draum um sameig- inlegt félag á sviði tónlistar með sér- hæfðu starfsfólki sem myndi vinna að sameiginlegum hagsmunamálum tónlistarfólks og miðla upplýsingum. Tónlistarráð er ekkert annað en félagsskapur fólks sem nýtir 25. tím- ann í sólarhringnum til að sinna þessum málum. Eg er ekki að kvarta undan skorti á almennri viðurkenn- ingu yfirvalda á nauðsyn tónlistar í daglega lífinu. Hún er til staðar. Það þarf bara að ná fram hagræðingu," segir Margrét. Helsta baráttumál Tónlistarráðs er bygging tónlistarhúss. „Það verð- ur stór dagur þegar það verður opn- að,“ segir Sigríður og Margrét bætir við: „Það verður stór dagur þegar fyrsta skóflustungan verður tekin.“ Hægt er að lesa meira um skrán- ingu á tónleikahaldi og aðra starf- semi á vegum Tónlistarráðs á heima- síðu ráðsins á Netinu, www.islandia.is/tonlistarrad. í Borgar Apóteki kl. 13-21 í dag og á morgun Therapeutica heilsukoddinn tryggir að efri hryggur, háls og hnakki fái réttar svefnstellingar. Therapeutica heilsukoddinn dregur úr hrotum og honum fylgir 5 ára ábyrgð. Therapeutica heilsukoddinn er eini heilsukoddinn á íslandi sem tryggingafélagið SJÓVÁ-AI_MENNAR auglýsir í forvarnarhandbók sinni og mælir með. Afslátturinn gildir einnig í Hringbrautarapóteki báða dagana. J. Guðmundsson HEILDVERSLUN Lágmúla 7 ■ Sími: 568 1900 organ oPí©’irit**» ■■■Kl. 24.00 öllkvöldw APÚTEK Alftamýri 1 Reykjavík, sími:5857700 HU SBÆNDUR OGHJÚ í bók sinni Myndir úr hugskoti segir Rannveig Löve frá uppeldi sínu og störfum, m.a. vinnukonustörfum f Reykjavík millistríðsáranna. Svipaða baráttu og Rannveig á elsta kynslóðin að baki, en i þessari bók lýsir alþýðustúlka lífinu ftá eigin sjónarhóli. Það gerir hún á raunsæjan hátt. Sjá nánar: www.jolabok.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.