Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ
A FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
....wmmmmmmmmmmmmmm
Vinsælu kremin frá
MARBERT
í gjafaöskjum
Profutura
Dag- og næturkrem fyrir
eðlilega/þurra húð.
Hrukkubaninn með A+E
vítamíni.
Tim effect
dag- og næturkrem fyrir
eðlilega/blandaða húð
stöðvar tímann.
Phyto-Active
Hydrosome
gott rakakrem fyrir alla
húðgerðir.
Rakakrem fyrir þyrsta
húð með E vítamíni.
Handáburöur
rakagefandi og nærandi.
Gengurvel inn í húðina og
smitar ekki.
Antistripes Nail
Treatment
nærandi og styrkjandi
naglalakk.
Marbert Man Too
Active Face Moisturizer,
nærandi rakakrem með góóri
vörn fyrir herra og frískandi
sturtusápa.
Gleðileg jól í næstu
MARBERT
verslun
Libia Göngugötu, Mjódd
Nana, Hólagarói
Snyrtivörudeildir Hagkaups,
Kringlunni, Skeifunn,
i, Smáranum og Spönginni
Snyrtistofa Marbert, Bæjarlind 1
Gallery förðun, Keflavík
Árnes Apótek
Apótek Vestmannaeyja
Húsavíkur Apótek
Hagkaup Akureyri
UMRÆÐAN
Þrælabörn á Ind-
landi, hvað er títt?
í SUMAR söfnuðust
30 milljónir króna
meðal landsmanna til
þess að leysa þræla-
börn á Indlandi úr
ánauð og koma þeim í
skóla. Verkefnið hafa
samstarfsaðilar Hjálp-
arstarfs kirkjunnar
með höndum, Social
Action Movement í
Tamil Nadu-fylki. Nú
liggur fyrir áætlun um
hvernig fénu skuli var-
ið, í þriggja mánaða
tímabilum. Söfnunar-
féð er varðveitt á Is- AnnaM.Þ.
landi en afhent eftir Ólafsdóttir
því sem verkinu vind-
ur fram.
Haft uppi á börnum
í vinnuþrælkun
A tímabilinu ágúst til október
störfuðu 11 umsjónarmenn að því
að hafa uppi á börnum í vinnu-
þrælkun og fá þau inn í verkefnið.
Umsjónarmenn heimsóttu 305
börn og fjölskyldur þeirra og 296
bættust í hóp þeirra sem skráð eru
í verkefnið. Starfsmennirnir
hlustuðu á sögu fjölskyldunnar og
ræddu við þau um vandamál þeirra
heima og á vinnustað. Farið var yf-
ir uppbyggingu verkefnisins og
hjálp sem börnum og foreldrum
stæði til boða.
Skuldir greiddar,
börn fara í skóla
236 börnum var
skipt á 9 nýja kvöld-
skóla samtakanna.
Þeir eru opnir frá kl.
19-21. Börnin koma á
svolítið mismunandi
tímum því sum vinna
fram eftir. Þar er
þeim sýnt fram á
nauðsyn þess að læra
og sagt frá hættum
samfara vinnunni.
Þau fræðast um
heilsuvernd, fá lestr-
ar- og stærðfræði-
kennslu og þau sem
eitt sinn voru í skóla fá kennslu til
þess að komast jafnfætis jafnöldr-
um sínum. Þau eru hvött til að
stefna á að komast aftur í almenna
skóla.
Skuldir 26 barna voru greiddar á
tímabilinu og þau skráð í almenna
skóla. Þessi börn voru valin úr
vegna þess að þau höfðu verið til-
tölulega stutt frá námi vegna vinnu
sinnar, þ.e. 1-3 ár. Skuldir barna í
þeim hópi námu 1.000-6.000 kr.
Umsjónarmennirnir fara reglulega
í skólana og fylgjast með ástundun
barnanna. Tengslin við skólana
hjálpa þeim líka til að búa börnin í
kvöldskólunum undir að þreyta
stöðupróf inn í almennan skóla.
Eldri börnum sem ekki hafa stund-
að nám í mörg ár er boðið upp á
iðnnám. 12 stúlkur voru á tíma-
bilinu skráðar í sauma- og klæð-
skeranám á vegum samtakanna og
22 drengir í silkiprentun. Saum-
anámið stendur í tvo tíma á dag í 6
mánuði. Silkiprentun er einnig
kennd í tvo tíma á dag en stendur í
þrjá mánuði. Stúlkur og drengir
geta aflað svolítilla tekna af því
sem þau vinna við í skólanum.
Mæðrafélag
Að tilstuðlan og með aðstoð
Social Action Movement samtak-
anna stofnuðu mæður barna sér-
stakan mæðrahóp. Konurnar fengu
þjálfun í ýmsu sem nýttist þeim til
Söfnun
Börnunum er hjálpað að
slaka á og fínna sig,
segir Anna M.Þ. Qlafs-
dóttir, í skólastarfinu
með leikjum og annarri
skemmtun.
að auka tekjur sínar, s.s. að sjóða
niður gúrkur, búa til sápur, sauma
út og sníða. Þannig hafa þær getað
orðið sér úti um örlítið meiri
tekjur og hafið sparnað. Hvort
tveggja stuðlar að því að börn
þeirra haldist frá vinnu. Konurnar
geta fengið lán úr sameiginlegum
sparisjóði. Auk þess eru haldnir
reglulegir foreldrafundir þar sem
þeir ræða sín á milli og fá leiðsögn
og ráðgjöf samtakanna.
Einn frídagur í mánuði
Mikið er lagt upp úr menningu
dalíta og á eina mánaðarlega frí-
degi barnanna skipuleggja samtök-
in dagskrá. Þá eru leikin leikrit,
sungið og spilað á hljóðfæri. Flest
snúast atriðin á einhvern hátt um
hlutskipti barnanna og leiðir til úr-
bóta. Einnig eru frjálsir leikir enda
fá tækifæri til slíks í daglegu
amstri. Rotary-klúbbur í Kanchip-
uram mun koma að einum slíkum
degi og kosta fría læknisþjónustu
þann dag.
Leikhópar fræða almenning
Myndaðir hafa verið tveir 10
barna leikhópar sem sýna leikrit
°g syngja gegn barnaþrælkun.
Hóparnir voru með fimm upp-
ákomur í september og október og
sóttu nálægt 5.000 manns sýning-
arnar. Þær fjölluðu um stöðu
barna í vinnuþrælkun, mikilvægi
menntunar, ábyrgð og skyldu for-
eldra til að gera allt sem þeir geta
til að forða börnum sínum frá
vinnuþrælkun og koma þeim í
NY SAMKEPPNI
UM ÍSLENSKU
BARNABÓKAVERÐLAUNIN
300 þúsund króna verðlaun í boði fyrir besta handritið
t
Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú enn á ný til verðlaunasamkeppni
þar sem auglýst er eftir handritum að sögum fyrir börn og unglinga. Verðlaunin
nema 300.000 krónum auk höfundarlauna fyrir bókina sem kemur út hjá Vöku-
Helgafelli. Skilafrestur handrita er til 1. febrúar 2001.
íslensku barnabókaverðlaunin hafa á
undanförnum árum greitt mörgum
nýjum höfundum leið inn á rithöfunda-
brautina og orðið um leið til þess að
auka úrval góðra bókmennta fyrir börn
og unglinga.
Stjórn Verðlaunasjóðsins hvetur jafnt
þekkta sem óþekkta höfunda til þess
að taka þátt í samkeppninni um
íslensku barnabókaverðlaunin 2001.
Skila á útprentuðu handriti að
sögunni og skal hún vera a.m.k. 50
vélritaðar blaðsíður að lengd. Ekki
er gert ráð fyrir að sögurnar verði
myndskreyttar. Handrit skal merkja
með dulnefni en rétt nafn höfundar
fylgja með í umslagi.
Utanáskriftin er:
Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka
Vaka-HelgafeU
Nóatúni 17
105 Reykjavík
VAKA-HELGAFELL • Nóatúni 17 • 105 Reykjavík • Sími 511 5700
skóla og um möguleika á að afla
meiri tekna.
125 ný börn á mánuði
Starfið er í örum vexti eins og
sjá má. I vetur er markmiðið að
taka 125 ný börn inn á mánuði.
Fimm nýir leiðbeinendur verða
ráðnir mánaðarlega og þjálfaðir.
Þeir munu hver veita nýjum kvöld-
skóla forstöðu. Leiðbeinendur fá
kennslu m.a. í barnasálfræði, mis-
munandi vanda sem börnin geta
þurft að glíma við og leiðir til að
hjálpa. Sérstaklega eru kenndar
leiðir til að halda börnunum áhuga-
sömum um kvöldskólana þannig að
tækifæri gæfist til að fræða þau
meira og veita viðvarandi hjálp.
Kvöldskólarnir eru oft haldnir í
húsnæði almennra skóla enda utan
venjulegs skólatíma. Starfsmanna-
fundir eru haldnir mánaðarlega
þar sem farið er yfir starfið og ár-
angur metinn.
Tekið á vandamálum
Óhjákvæmilega fylgja ýmis
vandamál og er það einmitt aðal-
verkefni starfsmannafundanna að
fara yfir stöðuna og bera saman
bækur frá mismunandi þorpum.
Andstaða vinnuveitenda við kvöld-
skólana er t.d. almenn. Þeir líta á
þá sem ógnun við sig. Þeir vildu
geta ráðstafað tíma barnanna eins
og þeim hentar og láta þau stund-
um vinna lengur en til kl. 19. Þá
þarf að ræða við þá og reyna að fá
þá til liðs við verkefnið, gefa þeim
hlutverk í því að útrýma barna-
þrælkun. Margir foreldrar eru
ólæsir og mörgum leiðbeinendum
finnst erfitt að sannfæra þá um
gildi menntunar. Mörg barnanna
óttast bæði foreldra sína og vinnu-
veitendur fari þau í skólana og
leiðbeinendur verja stundum mikl-
um tíma í að telja kjark í börnin og
sannfæra þau um að í kvöldskól-
unum geti þau lært og haft áhrif á
framtíð sína. Foreldrar sem eru
andsnúnir skólanum eru heimsóttir
og þeir hvattir til að vera með í
foreldrasamstarfi og taka þátt í
námskeiðum til að auka tekjurnar.
Börnunum er hjálpað að slaka á og
finna sig í skólastarfinu með leikj-
um og annarri skemmtun.
Árangur vís
Það er engan veginn einfalt verk
að vinna með svo mörgum aðilum í
jafnfjandsamlegu umhverfi og dal-
ítar búa við. Hjálparstarf kirkj-
unnar ber hins vegar fullt traust til
samstarfsaðila sinna, Social Action
Movement, enda samstarf við þá
varað í 12 ár og verkefni meðal
þrælabarna í þrjú. Enn og aftur
þökkum við landsmönnum frábær-
ar undirtektir í söfnuninni i sumar.
Lesendum er velkomið að hafa
samband við skrifstofuna til að
fylgjast með málum barnanna.
Höfundur er fræðslu- og upplýsinga-
fulltrúi Ifjálparstarfs kirkjunnar.
1 Slli
111 n 111