Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 55 MINNINGAR famir, teknir burt á unga aldri. Þessi sjúkdómur svífst einskis, heggur og heggur, tekur og tekur og skilur eft- ir sig kramdar sálir þeirra sem fram hjá honum læddust. Hvernig er hægt að trúa á æðri máttarvöld þeg- ar svona er fyrir komið? Hvernig er hægt að réttlæta svona hluti? Að missa einn ástvin og fjölskyldumeð- lim er hræðileg lífsreynsla, að missa tvo er enn verra, en að missa rúman tug af þeim tætir menn inn að beini. Erfitt er að raða saman þeim púslum sem eftir eru til þess að hægt sé að halda áfram eigin lífi. Ég veit að mamma og öll hin tóku á móti þér með gleði- og sorgartárum í bland, þau sýna þér nú og leiðbeina í nýjum heimkynnum. Elsku Nína mín, minningarnar hellast yfir mann við svona kring- umstæður. Ein minning er þó ofar- lega í huga. Það var þegar við skrif- uðumst á í heilt sumar, ég aðeins sex ára í sveit undir Eyjafjöllum og var með vægast sagt brjálæðislega heimþrá. Þú huggaðir mig og hug- hreystir þrátt íyrir að vera aðeins níu ára gömul. Einnig mun brúð- kaup ykkar Steina lifa í minningu minni ævilangt, svo falleg athöfn og einlæg og aðeins viku fyrir andlát þitt. Þið reyndust hvort öðru svo vel, jafnt í mótbyr sem meðbyr. Steini reyndist þér svo vel í veikindum þín- um, svo sterkur bakhjarl og yndis- legur persónuleiki. Hann sat yfir þér og aðstoðaði svo mánuðum skipti af ást og dugnaði. Þú stóðst þig einnig eins og hetja í gegnum þessi áföll, fórst strax í end- urhæfingu af miklum eldmóð eftir þína fyrstu blæðingu, stóðst fljótlega upp úr hjólastólnum og kastaðir af þér hækjunum. Þvílíkur dugnaðar- forkur. Það gladdi mig mikið að heyra í þér reglulega í allt sumar, ég stadd- ur á Hornafirði og þú á Grensás- deildinni, heyra hversu hratt þú náð- ir árangri og hversu dugleg þú varst. Elsku Nína mín, við söknum þín sárt, hafðu þökk fyrir allt og hvfl þú í friði. Þinn bróðir, Daði Þór. Mig langar að minnast kærrar vinkonu minnar í fáum orðum. Nína var mjög dugleg og drífandi við það sem hún var að gera. Minnist ég þess er ég var ófrísk og þurfti að mála skápa að Nína var ekki lengi að bjóð- ast til að mála og gerði það af mikilli vandvirkni og dugnaði. Hún hafði sterkar skoðanir á hlutunum, var mjög hreinskilin og hafði fágaðan smekk sem sást oft á þeim gjöfum sem hún gaf. Ófáar stundir sátum við yfir kaffibolla og töluðum oft langt fram á nótt. Oft var mikið hleg- ið, t.d. í Húsafelli þegar tjaldið fauk af okkur og þegar við fengum brenndan hamborgara gefins. Ég votta Steina, Leifi og Ingi- björgu og öðrum sem eiga um sárt að binda mína dýpstu samúð. A sofinn hvarm þinn fellur hvít birta harms míns. Umhiðveglausahaf lætéghugminnfljúga til hvarms þíns. Svo að hamingja þín berihvítabirtu harms míns. (Steinn Steinarr.) Hrafnhildur Halldórsdóttir. Elsku Nína, við nokkrar af æsku- vinkonum þínum viljum minnast þín með nokkrum fátæklegum orðum. Það hvarflaði aldrei að okkur að þetta gæti hent þig, það var ein- hvern veginn svo víðs fjarri, við ræddum þessa hluti oft opinskátt og þú fræddir okkur um þetta en fyrir okkur var útilokað að þú þyrftir að ganga í gegnum þessar raunir. Og nú sitjum við saman og upp koma minningar sem við áttum með þér allar sem ein eða hver í sínu lagi. Við gerðum svo sannarlega mikið saman á sínum tíma og okkur leiddist sjald- an, við gátum kjaftað út í eitt fram á rauða nótt og það að þurfa að vakna daginn eftir var seinni tíma vanda- mál. Þú hafðir með ólíkindum smit- andi hlátur og þegar þú byrjaðir lág- um við allar í kasti, svipbrigði þín voru mörg og þá glottið einna eft- irminnilegast. Þið Katý urðuð vin- konur strax í barnaskóla enda í sama bekk, við hinar gleymum því seint þegar þið mættuð í skólann einn daginn eins og glókollar, nýkomnar úr strípum og voðalegar skvísur, þetta var það nýjasta í hártískunni og voruð þið frumkvöðlar okkar ár- gangs í þeim efnum, hvergi smeyk- ar. Ari síðar var örugglega helming- urinn búinn að apa eftir ykkur. Þið voruð heimagangur hvor hjá annarri og brölluðuð mikið saman, fóruð svo til Ibiza og trölluðuð í sumri og sól. Ég (Ingibjörg), Stína og þú byrjuð- um að dandalast mikið saman þrjár í unglingavinnunni, þá bjóstu í kjall- aranum á Hofteignum og áttum við svo til heima þar allar, afi þinn og Ingibjörg á annarri hæð, eins indæl og þau voru, og hjá þeim var fasti punkturinn í tilveru þinni. Það er mér eftirminnilegt hvað þér þótti of- boðslega vænt um þau, enda bæði al- gerar perlur. Á þessum tíma vorum við nú farnar að spá svolítið í skemmtanalífið og var oft voða fjör hjá okkur í Best í Fáksheimilinu, sem var fyrsti skemmtistaðurinn þar sem við stigum inn fæti, síðar Best á Smiðjuvegi. Við fórum nokkrar sam- an í útilegu eina verslunarmanna- helgina í Húsafell, sú ferð verður alltaf eftirminnileg. Rigningin var svo svakaleg og við, með gamalt og lúið tjald, vissum ekki fyrr en það hrandi yfir okkur um miðja nótt. Já og þarna lágum við með tjaldið í and- litinu, rennandi blautar og frekar geðstirðar, en þetta var nú bara lán í óláni því okkur var útvegaður þessi fíni bústaður og málunum bjargað. Það lifir einnig sterkt í minningunni þegar ég var rétt nýkomin með bfl- próf og þið Hrafnhildur voruð vænt- anlegir farþegar mínir. Ég settist undir stýri og setti í fyrsta gír og fór beint á bílinn fyrir framan! í fátinu setti ég í bakkgír og lenti beint á þeim fyrir aftan, alveg eins og í bíó- mynd. Þið vinkonurnar gátuð engan veginn haldið aftur hlátrinumn tárin hreinlega láku, og ég í hálfgerðu sjokki stakk bara af með ykkur, al- veg ótrúlegar, en gaf mig svo fram síðar um daginn. Árið 1991 flutti ég með þér í kjallarann á Hofteignum og þangað sóttu vinkonurnar í stríð- um straumum. Þetta var yndislegur tími, við allar konur einar og leit- uðum á vit ævintýranna, skemmtum okkm’, trölluðum og möluðum um allt og ekkert fram eftir öllu. Við tvær fóram í helgarferð til Akureyr- ar og máluðum bæinn rauðan þar jafnt og við allar í Reykjavík. En svo kom að því; ungur maður var farinn að vera tíður gestur á Hofteignum, þar var mættur unnusti Nínu allt fram til dagsins í dag. Þau urðu fljótt mjög náin og unni hún honum mjög heitt. Við hinar fóram margar hverL ar í sambönd á svipuðum tíma og þar með höfðum við öðram hnöppum að hneppa. Sambandið hefur verið minna undanfarin ár en þvi var alltaf viðhaldið með jólakortum og fréttum af okkur. Elsku Nína, þetta er eins óraunveralegt og hugsast getur, þú ert og verður alltaf meðal okkar og ein af okkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininnsinnlátna, Er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku Steini, Leifur, Ingibjörg, Dagný, Villi, Ásta, Daði og aðrir sem eiga um sárt að binda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Ingibjörg, Kristín og Katrín. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afrnælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar aftnælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. I UPPBOQ Uppboð Uppboð á stóðhesti verður haldið í Vorsabæ I, Skeiðahreppi, fimmtudaginn 21. desember nk. kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Selfossi. TIL. SÖLU Til sölu úr gjaldþrotabúi 1 stk. ný ónotuð olíupressuvél, merki Moil-1000 Animal Oil Extraction Plant Mounted on a skid. Vélin, sem framleidd er af Högun ehf., Reykjavík, íslandi, er hönnuðtil aðframleiða dýraolíu úr 800-1200 kg af selspiki á klst. Olíupressuvélin er á skáa/sliskju sem haegt er að flytja og er tilbúin til notkunar. Verð á vélinni nýrri var 171.000 dollarar. Nánari lýsing og/eða stafrænar myndir fást hjá neðangreindum skiptastjóra. (Vélin er í Danmörku). 1 stk. nýlega endurnýjuð ca 5 ára gömul kjöthakkavél, merki Kramer & Grube Winkelwolf 200. (Vélin var keypt enduruppgerð árið 1999 fyrir 245.000 DKR. Vélin, sem hefur ekki verið notuð síðan hún var endurnýjuð, er í Maniitsoq/Sukkertoppen í Grænlandi). Vélarnar eru seldar án ábyrgðar gjaldþrotabúsins, skiptastjóra eða Landsréttar Grænlands. Búið áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboð- um. Tilboð um kaup á vélunum -! sitt hvoru lagi eða saman - sendist til Advokatfirmaet Wilhelm Malling & Co. Aqqusinersuaq 27, Box 1046 GL - 3900 Nuuk. Sími 299 32 34 00. Símbréf 299 32 38 68. Netfang: malling@greennet.gl Att. Advokat Niels Peter Gundelach. 4 Tækifæri Vinsæl og falleg gjafa- og nytjavöruversl- un til sölu. Er með fallegar og nýtískulegar vörur fyrir nútíma heimili. Skilar hagnaði. Upplýsingar gefur Ragnar Tómasson, gsm 896 2222. AIU G L V S I IVI B A ATVINIMUHUSNÆÐI Tíl sölu á Suðumesjum gott 470 fm iðnaöarhúsnæði í Iðn- görðum 2, Garði. Upplýsingar í síma 892 8665. Bæjarlind — fjárfestar Til sölu glæsilegt 800 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í lyftuhúsi. Unnt er að skipta húsnæðinu í smærri einingar. Langtímaleigusamningur við trausta aðila. Hagstæð langtímalán geta fylgt. Upplýsingar veitir: Híbýli fasteignasala, Suðurgötu 7, sími 585 8800. FUNOIR/ MANNFAGNAÐUR Félagsfundur Búseta hsf. Reykjavík verður haldinn á Grand Hótei fimmtu- daginn 28. desember ki. 17.30. Dagskrá: Samningur um samruna Búseta Reykjavík, Búseta Garðabæ og Búseta Mosfellsbæ. Tillaga um sameiningu þessara félaga. Sjá www.buseti.is Stjórnin. HUSNÆÐI DSKAST íbúð óskast til leigu 3ja-4ra herbergja íbúð óskast á leigu í hálft til eitt ár, frá og með miðjum janúar 2001, helst í Kópavogi eða nágr. Skilvísar greiðslur - góð umgengni. Upplýsingar í síma 564 5518 eða 863 0054, Oddný Halldórsdóttir. Y FELAGSSTARF Jólafundur Hvatar Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur sinn árlega jólafund í Valhöll í kvöld, fimmtudagskvöldið 14.desember, kl. 20.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá í anda jólanna: Ásdís Halla Bragadóttir les úr bók sinni Listin að vera leiðtogi. Sr. Hjálmar Jónsson flytur hugvekju. Inga Jóna Þórðardóttir flytur jólahugleiðingu. Guðrún Finnbjarnardóttir syngur. Júlfus Vffill Ingvarsson kemur fram og stjórnar samsöng. Egill B. Hreinsson leikur ó píanó. ' Allir velkomnir. Kaffigjald 500 kr. Stjórn Hvatar. FELAGSLIF I.O.O.F. 11 = 18112148'/2 = Jv. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Minnum á sameiginlegu bæna- og lofgjörðarstundina sem bænahreyfingin ísland fyrir Krist stendur fyrir f kvöld kl. 20.00 í Fíladelfíu, Hótúni 2, Reykjavík. Mætum og sýnum einingu í verki. www.vegurinn.is. I.O.O.F. 5 = 18112148 = M.A. Landsst. 6000121419 VII fnmhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lok- inni samkomu. Allir velkomnir. . www.samhjalp.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.