Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 53. hjónin lögðu þó ekki árar í bát, heldur breyttu rekstrinum og stofnuðu barnafataverslunina Lyngholt á Hafnargötunni, sem þau hafa rekið nú um árabil. Skúli kom úr stórum systkina- hópi og ólst upp í Sandgerði. Faðir hans hét Eyjólfur Jóhannsson skipstjóri og útvegsbóndi en hann dó þegar Skúli var barn að aldri og saknaði hann föður síns mikið. Móðir hans hét Gíslína Sigríður Gísladóttir og bjó Skúla og systk- inum hans gott æskuheimili. En þrátt fyrir að ekki hafi verið mikið um fjármuni á þessum árum voru æskuárin, afskaplega góð. Sand- gerði var á þessum tíma sann- kölluð paradís fyrir ungu kynslóð- ina. Þarna voru kindur, hestar, hænsni og kýr fyrir utan fiskverk- unarhúsin og sjálfa höfnina, þar sem allt iðaði af lífi og var mikið aðdráttarafl fyrir fjörmikla stráka. En það voru þó dýrin og bú- mennskan sem heilluðu Skúla mest, enda var hann mikið nátt- úrubarn í sér og vanur dýi-um þar sem hann dvaldi oft í sveit á sumr- in hjá frændfólki sínu undir Eyja- fjöllum. Það kom því snemma í ljós hvert hugur hans stefndi, enda lét hann gamlan draum rætast sem ungur maður þegar hann eignaðist sínar fyrstu kindur og hesta. Skúli var mikill fjölskyldumaður og skipaði fjölskyldan ávallt stærstan sess í lífi hans, en þau hjónin voru alla tíð ákaflega sam- hent. Og á seinni árum byggðu þau sér fallegan sumarbústað á Laug- arvatni þar sem þau dvöldu oft ásamt börnum og barnabörnum. Sumarbústaðinn nefndu þau Skúlaskeið og þar nutu þau kyrrð- ar og hvíldar og nutu þess svo sannarlega að taka á móti vinum og vandamönnum, enda voru þau mjög gestrisin. Skúli var góður vinur og eiginmaður og honum var umhugað um hag fjölskyldunnar. Þau áttu fallegt og gott heimili á Lyngholtinu sem gott var heim að sækja. Börnin og barnabörnin voru það, sem hann lifði fyrir og ekkert var honum meira virði en að sjá þau dafna og vaxa úr grasi. Þau sakna nú afa síns sárt. Þegar börnin voru annars vegar var hann ætíð boðinn og búinn til að rétta fram hjálparhönd. Og seinustu misserin hafði hann verið að hjálpa syni sínum Ragnari Jóni, sem er að standsetja nýtt hótel í hjarta Keflavíkur og var þá betri en eng- inn, þrátt fyrir að hann væri kom- inn af léttasta skeiði. Hefði hann svo sannarlega haft gaman af því að sjá Hótel Keili verða að veru- leika, enda sýndi hann þessu hugð- arefni sonar síns mikinn áhuga. Okkur, sem nú kveðjum Skúla, finnst sem kallið hafi komið allt of brátt og minnumst þeirrar góðvild- ar og þeirrar hjartahlýju sem ein- kenndi þennan góða dreng. Elsku Ragga og börn. Við á Langholtinu vottum þér og fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Guðni Björn Kjærbo. Núna er hann Skúli afi farinn frá okkur. Það átti enginn von á því að hann hyrfi úr okkar daglega lífi svona fljótt. Þegar ég hugsa aftur í tímann og rifja upp, koma efst upp í hugann minn allar þær helgar sem ég fór með pabba til Keflavíkur í vinnuna. Oftast nennti ég ekki að hanga á rakarastofunni allan daginn því það var miklu skemmtilegra að fá að fara með afa út í hesthús og leika sér þar. Þar gat afi dundað sér alla daga og mér fannst alltaf jafngaman að kíkja á hestana og rollurnar hans. Þessar samverustundir rifjuðust upp í huga mér þegar að ég fór upp í hesthús síðastliðinn sunnu- dag. Þar voru nú engar rollur en fullt af hlutum sem afi hafði safnað að sér í gegnum tíðina. Ég gæti lengi talið hér upp allar þær skemmtilegu stundir sem ég átti með afa en þær geymi ég með sjálfum mér. Það er hins vegar alltaf mikill missir þegar einhver nákominn fellur frá sem manni þykir vænt um. Guð blessi minningu þína. Þorsteinn Lár Ragnarsson. INGIBJÖRG ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR + Ingibjörg Þór- unn Bjarnadóttir fæddist í Ögurnesi við Isafjarðardjúp 7. maí 1921. Hún lést á St. Jósefsspítala 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Einar Einarsson, f. 4.2. 1874, d. í apríl 1959, og Halldóra Sæ- mundsdóttir, f. 26.3. 1886, d. í september 1975. Ingibjörg var sjöunda í röðinni af tíu systkinum: Krist- jana G., f. 11.11. 1911, látin; Lára S., f. 25.11. 1912, látin; Bjarni E., f. 20.8. 1914, látinn; Sæmundur M., f. 8.4. 1916; Gunnar H., f. 29.10. 1917, látinn; Jón S., f. 20.2. 1920, látinn; Baldur, f. 28.5. 1923; Jakob R., f. 2.7. 1924, látinn, og Sig- ríður J., f. 19.3. 1926. Ingibjörg giftist ár- ið 1947 Kristjáni J. Jónssyni, f. 8.9. 1921, fyrrverandi hafn- sögumanni á ísafirði. Þau bjuggu á ísafirði til ársins 1995 er þau fluttu til Hafnarfjarð- ar. Börn þeirra eru: 1) Sæmund- ur, f. 4.6. 1945; 2) Svanur, f. 23.8. 1947. Hann er kvæntur Auði Styrkársdóttur. Þeirra börn eru: Halldór, f. 1979, Kári, f. 1979, og Herdís Ingibjörg, f. 1988. Barn Svans með Steinunni Guðjóns- dóttur er Heiðar Ingi, f. 1968. Barn hans með Svövu Theódórs- dóttur er Steinunn Lilja, f. 1986. Sambýliskona Heiðars er Aðal- björg Stefanía Helgadóttir og dóttir þeirra er Birta Björg, f. 2000. Börn Aðalbjargar með Kon- ráð Wilhelm Sigursteinssyni eru Daníel Máni, f. 1992, Sóley Ylja, f. 1996, og Unnur Blær, f. 1996; 3) María, f. 1.12. 1954. Hún giftist Ingólfi Vestmann Ingólfssyni og þeirra börn eru Eyjólfur Vest- mann, f. 1977, Kristján Snorri, f. 1979, og Inga Karen, f. 1989. María og Ingólfur slitu samvistir. Ingibjörg Þórunn verður jarð- sungin frá Garðakirkju á Alfta- nesi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Tengdamóðir mín, Ingibjörg Þ. Bjarnadóttir, verður kvödd hinni hinstu kveðju í dag. Veikindin sem hrjáðu hana undanfarin ár reyndust henni þungbær. Þeim fylgdi þrótt- leysi sem hún sætti sig lítt við, og framhaldið taldi hún ekki fýsilegt. Hún var sátt við guð og menn að leið- arlokum, og er fjölskyldunni nokkur huggun í því að vita að hún er nú laus undan þrautum. Ingibjörg er ein af bestu mann- eskjum sem ég hef kynnst á lífsleið- inni. Hún ólst upp við fábrotin lífs- gæði á okkar tíma mælikvarða. í fábreytninni var hins vegar fólginn fjársjóður sem nýttist henni alla ævi. Arfur genginna kynslóða og um- hyggja fyrir þeirri næstu voru henn- ar leiðarljós sem ys og þys umheims- ins náðu ekki að skyggja á. Hún fylgdi þeirri einföldu lífsreglu að enginn stendur einn hér í heimi. Allir þurfa sinn bakhjarl. Þess vegna gerði hún sér far um að halda til haga fróðleik um ættmenni sín og samferðamenn og koma honum til skila til afkomenda sinna. Það var þó ætíð gert án þess formála sem hér er settur á blað, enda lífsgildi þessi svo inngróin hennar skapgerð að óþarft og jafnvel smekklaust var að orða þau eða setja á prent. I ölduróti nú- tímans er hins vegar rík ástæða til að fleyta þessum gildum áfram. Þau gætu reynst sá bjarghringur sem sköpum skiptir. í samræmi við þessi lífsgildi gerði Ingibjörg strangar kröfur til sjálfrar sín og annarra. Þessu fylgdi þó ekki dómar og því síður fordæming ef illa fór. Sáttin er grundvallarþáttur mannlegrar tilveru, og án hennar mun samfélag manna tæplega stan- dast. Þetta vissi Ingibjörg, og þessu kom hún til skila á sinn hógværa hátt. Því var það að ég fann til örygg- is frá fyrsta degi í návist hennar. Eg vissi að hún myndi taka mér eins og ég var, en ekki eins og hún vildi að ég væri. Hún beitti einfaldlega ekki þannig mælistiku á fólk. Ég var tengdadóttir hennar, og meira þurfti ekki að ræða. Hún gladdist yfir af- komendum sínum og börnum er hún eignaðist fyrir tengda sakir, fylgdist með framförum þeirra án afskipta- semi og ræddi við þau og um þau sem jafningja. Allar fræðibækur um barnauppeldi blikna í samanburði við raddir hjartans og skynseminn- ar, eins og ég lærði af návist við tengdamóður mína. Að leiðarlokum skal tengdamóður minni þakkaður sá lærdómur lífsins sem hún bar með sér. Ósk mín er sú, að í barnabörnum hennar og barna- barnabörnum megi lifa áfram sá andi mannúðar og elskusemi sem voru ríkustu förunautar Ingibjargar. Þeir eru meira virði en allt annað hér í heimi. Auður Styrkársdóttir. Elsku amma. Ég man ekki hve- nær ég sá þig fyrst en mér finnst eins og ég muni ekki tilveruna án þín og afa. Það var að vísu lengi vel alltaf töluvert meira en bæjarleið á milli okkar en þú og afi á Isafirði voruð samt nálægari en landfræðileg lega gaf til kynna. Þið hringduð oft í mig og komuð í heimsókn til Akureyrar. Eg man heldur ekkert eftir því þeg- ar þið komuð fyrst norður né þegar ég kom fyrst til Isafjarðar. Én ég ætla að segja þér, amma, hvað það er sem ég man og mun alltaf muna um þig. Ég gleymi aldrei hversu vel þú hefur fylgst með mér og því sem á daga mína hefur drifið. Hversu áhugasöm þú hefur verið um það sem ég hef verið að gera á hverjum tíma og hversu mikla alúð þú lagðir í það að rækta sambandið við mig. Ég man hversu fljót þú varst að komast að kjarnanum í þeim málum sem við ræddum um. Það var stundum eins og þú vissir „meii-a“. En þú lést það ekki uppi nema þú teldir að það gagnaðist mér. Ég man hvað þú varst stolt af fjölskyldunni þinni, eðlilegum áhyggjum þínum af barna- bömunum og hvernig þeim myndi vegna. Ég man líka hve ég var stund- um hissa á því hvað þið afi voruð um- burðarlynd gagnvart ólíkum skoðun- um ykkar og hversu ást ykkar og yirðing fyrir hvort öðru var sýnileg. Ég þakka þér fyrir allt, elsku amma. Þú hefur gefið mér meira en þig grunar og meira en mig grunaði sjálfan. Því miður sagði ég þér það aldrei en með því að ég geri mitt besta og hugsi vel um mig og mína þá sérð þú það. Minningin um þig lif- ir í hjartanu þar sem þú munt alltaf eiga samastað svo og að annað nafnið mitt fékk ég frá þér. Elsku afi, ég, Adda og börnin biðjum góðan Guð að blessa þig og gefa þér styrk í sorg- inni. Heiðar Ingi Svansson og fjölskylda. „Sælir, drengir," eða „góðan dag- inn, drengir,“ sagði amma áður en hún byrjaði að þylja upp matseðilinn og flest allt sem til var að borða á heimili þeirra ömmu og afa á ísafirði, eins og við bræðurnir vorum vanir að kalla þau, jafnvel þótt þau hafi flutt til Hafnarfjarðar árið 1995. Það sem er okkur bræðrum minnisstæðast við Ingu ömmu er einmitt þessi mikla gestrisni og hvað það var alltaf gott að borða hjá henni, að við tölum nú ekki um meistarapönnukökur og annað góðgæti sem amma bakaði eða hafði til fyrir drengina sína. Eftir að við fjölskyldan fluttum frá ísafirði til Danmerkur 1983 hefur hugurinn alltaf leitað til ömmu og afa á Isafirði í snjóinn og þá skíðaparadís sem þar var og er víst enn. Ég minnist þess frá Danmerkurdvölinni að það sem manni fannst helst vanta í Dan- mörku var kókópöffs, skíðabrekkur og pönnukökurnar hennar ömmu (% með sykri og M með sultu og rjóma), enda voru gerðar nokkrar ferðir heim til ísafjarðar og þá auðvitað í þeim tilgangi að fá pönnukökur. Meira að segja þegar við fjölskyldan bjuggum í Ástralíu hinumegin á hnettinum söfnuðum við bræðm' peningum upp í ferð til þess að kom- ast í pönnukökur og skíði hjá ömmu og afa á ísafirði. Það var ýmislegt á sig lagt enda hvergi betra að vera. Amma var ekki bara listakokkur og bakai'i heldur vai' hún mikil vísna- og ljóðakona. Eitt af því sem hún sagði stundum var: „Mér sýndist það vera svanur en þá var það bara gæs.“ Þessu höfðum við bræður gaman af en sögðum alltaf: „Mér sýndist það vera Svanur en þá var það bara Sæmi.“ Þetta fannst henni mjög sniðugt eins og okkur sjálfum enda getum við enn hlegið að þessu. Ég sé hana fyrir mér hlæjandi í eldhúsinu þar sem við sitjum við eldhúsborðið í Fjarðarstræti 57 á ísafirði og hlust- um á ömmu fara með vísur og kveð- skap á meðan hún eldar. Amma var mjög sparsöm kona og fór alltaf vel með hluti. Hún sá til þess að ekkert færi til spillis eða að neinu væri hent sem hugsanlega kæmi einhverjum að einhverjum notum seinna. Nú þegar ég rifja það upp minnir mig endilega að ég hafi séð Morgunblaðið frá því að Island gekk í NATO, annai-s gæti mig líka hafa dreymt það. Helst var engu hent og flest hægt að nýta, samt var öllu alltaf raðað snyrtilega því snyrtimennskan var alltaf efst á blaði hjá ömmu og afa, alveg sama á hvaða sviði það var, hvort sem það var í matargerð, í kring um þau eða í klæðnaði. Eins og áður sagði með gestrisnina þá hefur Kristján Snorri búið hjá þeim síðasta árið. Á þeim tíma þurfti hann aldrei að hafa áhyggjur, hvorki af mat né drykk, því eins og alltaf þurfti ekki annað en að bjóða gömlu konunni góðan dag- inn og þá var búið að telja upp allt sem til var matarkyns. Við kveðjum nú Ingu ömmu sem var okkur svo góð og skemmtileg alla okkar daga og allt íramundir það síðasta. Þótt hún sé farin á fund feðra sinna nú lifa minningamar með okkur. Hvíl þú í friði, elsku amma. Eyjólfur Vestmann og Kristján Snorri. Hún Inga frænka mín hefur nú kvatt okkur að sinni á áttugasta ald- ursári. Hún var orðin þreytt eftir mikil veikindi síðustu árin og þráði hvíldina. Ég mun sakna þess að geta ekkihringt í hana til að heyra í henni hljóðið. Inga fæddist í Ögumesi við ísafjarðardjúp, ein af fjórum systr- um, úr tíu systkina hópi. Auk for- eldranna var amma þeirra, María, á heimilinu þar til hún lést. Inga, ásamt Nonna og fleiri af yngri systk- inunum var í skóla í Reykjanesinu og átti þaðan góðar minningar, ekki sið- ur en úr Ógurnesinu, en þar var þá stunduð útgrð á árabátum. Þar bjuggu þá nokkrar fjölskyldur auk þeirra og börnin vom mörg , svo oft var glatt á hjalla. Amma sagði að all- ir hefðu verið eins og ein stór fjöl- skylda. Inga og Kitti, maðurinn hennar létu setja upp spil í Ögurnes- inu, til minningar um áður blómlega byggð og af ræktarsemi við foreldra og æskustöðvarnar. Spilið var stór þáttur í daglega lífinu og urðu allir sem vettlingi gátu valdið að hlaupa á spilið þegar bát bar að landi. Bræður Ingu vom ekki gamlir þegar þeir fóm að róa með föður sínum. Bjarni, sá elsti, var tólf ára og svipað hefur þá sjálfsagt verið með yngri bræð- urna. Margai' góðar minningar á ég frá bernskuárunum og síðar, sem tengjast Ingu. Kitti var þá mikið til sjós svo að maður sá ekki mikið af honum. Þá helst að maður sæi hann á hlaupum, færandi björg í bú. Ógleymanleg er ferð út í Hnífsdal ’47, fótgangandi, því bílai’vora ekki á hverju strái. Lára, systir hennar Ingu, hefur áreiðanlega verið orðin spennt að sjá litla drenginn hennar, nýfæddan. Þetta var nú nokkuð löng ganga fyrir litlu fæturna hennar systur minnar, enda hún ekki nema' fjögurra ára. Fegnar vomm við víst allar þegar komið var í Heimabæ. Gaman þótti okkur að sjá litlu frændur okkar og Ingu, en Kitti var á síldarvertíð minnir mig. Nokkra seinna fluttu þau hjónin með dreng- ina inn á ísafjörð. Einkadóttirin, Maja, var ekki fædd þá, en við áttum eftir að kynnast vel seinna og verða góðar vinkonur. Var oft farið á Smiðjugötuna eftir að þau fluttu. Inga var mikið jólabarn eins og syst- ur hennar. Eitt sinn komum við til hennar rétt fyrir jólin. Hún var þá að baka jólakökur og þær höfðu fallið. Man ég vel, rúmum fimmtíu árum seinna, hvað ég fann til með henni. Alltaf var farið til Ingu og Kitta á að- fangadagskvöld, eftir mat, og hélst það þar til afi, amma og Nonni fluttu á Hlíðarveg. Þá hittumst við öll þar og fengum súkkulaði og kökur hjá ömmu. Inga var mjög myndarleg húsmóðir, bæði rösk og vandvirk. Maturinn hennar vai’ hvergi betri og þá vom pönnukökurnar hennar ekki síðri og hún var heldur ekki lengi að koma með hlaðann á borðið. Inga hafði verið á húsmæðraskólanum Ósk (gamla) þar sem Salem var seinna og man ég að mamma sagði að hún hefði fengið háar einkunnir. x Á þeim ámm sem Inga var að byrja búskap var allt skammtað og mjög lítið til af vömm. Húsmæður saumuðu því og prjónuðu mest á fjöl- skylduna og gerði Inga það. Mér er minnisstætt hvar þær systur vom að reikna út hvað þær geti fengið af efni fyrir skömmtunarseðlana. Þær höfðu frétt að Veiga á bökkunum hefði fengið efni og varð því að vera búið að þrælskipuleggja hvað mátti kaupa. Eftir að við fluttum suður kom ég árlega til þeirra um leið og ég heimsótti pabba, afa, ömmu og^ Nonna, a.m.k. fyrstu árin. Þau hjón- in vom höfðingjar heim að sækja og bráðskemmtileg. Allt vildu þau fyrir mann gera og aka manni út um allar trissur. Oft var ég komin með maga- krampa af hlátri eftir að hafa hlustað á sögumar þeirra. Inga var vel skáldmælt en það fór ekki hátt. Hún hefði getað orðið gott ljóðskáld hefði hún lagt sig eftir því og einnig held ég að hún hefði orðið góður kennari eins og bróðir hennar. Það var gam- an að heyra hvað þau hjónin voru ánægð með barnabömin, sem nú em orðin sjö, enda era þau öll efnisfólk. Heiðari Inga sýndu þau mikla rækt- arsemi sem barni og heimsóttu á Ak- ureyri og dáðist ég að ræktarsemi þeirra. Allar góðu og skemmtilegu minningamar um hana Ingu mína geymi ég vel og þakka henni sam- fylgdina þar til við sjáumst aftur. Guð veri með þér, Inga mín. Inni- legar samúðarkveðjur sendum við Þómnn, Khushandra Gunni, Edda og Kolla ykkur öllum. Elsku Kitti, Sæmi, Maja mín og börn, Svanur, Auður og börn, Heiðar Ingi og fjöl- skylda. Einnig systkinum Ingu: Siggu, Sæma og Baldri og systrum Kitta: Gunnu og Möggu. Guð veri með ykkur öllum. Blessuð sé minn- ing Ingibjargar Þómnnar Bjarna- dóttur. Þín frænka, Kolbrún. Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, , hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. ,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.