Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Landbúnaðarráðherra um notkun kjötmjöls í fóður alifugla og svína
Bann á notkun kjöt-
mjöls verður skoðað
;ík m j£
ALÞINGI
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð-
herra sagði á Alþingi í gær að hann
teldi eðlilegt að skoðað verði hvort
rétt sé að breyta reglugerð ráðuneyt-
isins, nr. 660/2000 um meðferð og
nýtingu á sláturúrgangi og dýraúr-
gangi, á þann veg að ekki verði leng-
ur heimilt að nota kjötmjöl í fóður
fyrir eldisfiska og skepnur sem ætl-
aðar eru til manneldis svo sem ali-
fugla og svín. Kom þetta fram í svari
ráðherra við fyrirspum Kolbrúnar
Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri-
hreyfíngarinnar - græns framboðs,
um nýtingu sláturúrgangs í dýrafóð-
ur. Benti ráðherra á að notkun kjöt-
mjöls í fóður jórturdýra hefði verið
bönnuð hér á landi í-rúma tvo áratugi
og ennfremur að vel væri fylgst með
þeim dýraafurðum sem unnið væri úr
í kjötmjölsverksmiðjum hér á landi.
„Stærsti hlutinn af sláturúrgangi
hér á landi er grafinn. Á sumum
svæðum er eitthvað af honum notað-
ur í loðdýrafóður og loks fer hluti af
honum til vinnslu í kjötmjölsverk-
smiðjum,“ útskýrði ráðherra. „Um
langt árabil starfaði slík verksmiðja í
Borgamesi en hún hefúr nú hætt
starfsemi. Einnig var lítil verksmiðja
á Akureyri en hún hefur einnig hætt
starfsemi. Á sl. hausti tók tii starfa ný
kjötmjölsverksmiðja á Suðurlandi.
Yfirdýralæknir og héraðsdýralæknir
annast eftirlitið með meðferð á slát-
urúrgangi í sláturhúsunum sem og í
kjötmjölsverksmiðjum en aðfanga-
eftirlit annast eftirlit með nýtingu af-
urðanna sem fóðurs. Þar sem úr-
gangurinn er urðaður er samráð haft
við heilbrigðiseftirlit sveitarfélag-
anna sem annast eftirlit með urðun-
arstofunum.“
Landbúnaðarráðherra gat þess að
hér á landi hefðu lengi gilt strangar
reglur um nýtingu sláturúrgangs í
kjötmjöli. „Bann hefur verið við inn-
flutningi kjötmjöls í fóður fyrir búfé í
áratugi. Bann er við vinnslu sláturúr-
gangs af riðusvæðum til notkunar í
fóður fyrir dýr sem alin em til mann-
eldis. Bann hefur verið við notkun
kjötmjöls í fóður fyrir jórturdýr síðan
1978. Þar sem upp hefur komið riðu-
veiki á nýjum svæðum frá 1978 hafa
riðuveikar hjarðir verið felldar og
grafnar. Frá árinu 1986 hafa allar
riðuveikar hjarðir verið felldar og
grafnar en ekki settar í kjötmjöls-
verksmiðjur eins og tíðkast erlend-
is,“ sagði hann.
Fylgst með ESB
Landbúnaðarráðherra minntist á
að Evrópusambandið hefði nýlega
lagt bann við notkun kjötmjöls í fóður
dýra sem ætluð væm tii manneldis
vegna hættunnar á að kúariðusmit
berist til manna. Sagði hann að land-
búnaðarráðuneytið myndi fylgjast
með þróun mála í þessum efnum í
ESB og gera þær breytingar sem
taldar verða nauðsynlegar. Ennfrem-
ur sagði hann að rétt væri að fara vel
yfir þær vörur sem fluttar væra inn
til landsins, svo sem kjötkrafts, með
tilliti til þessa máls.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þingheimur hlýddi í gær á
Guðna Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra svara fyrirspurn um
hvort banna ætti notkun kjöt-
mjöls í skepnufóður hér á landi.
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru
á dagskrá:
1. Matvæli. 3. umr.
2. Landmælingar og kortagerð,
sfjfrv. 3.umr.
3. Umgengni um nytjastofna
sjávar. 3. umr.
4. Stjórn veiða úr norsk-islenska
sfldarstofninum. 3. umr.
5. Námsmatsstofnun. 3. umr.
Heilbrigðisráðherra um sölu eigna í Kópavogi
Ibúar þurfa ekki að
óttast um sinn hag
FRAM kom í máli Ingibjargar
Pálmadóttur heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra á Alþingi í gær
að u.þ.b. 20 fatlaðir einstaklingar
sem búa í fyrrverandi starfs-
mannablokk Kópavogshælis um
þessar mundir þyrftu ekki að ótt-
ast um sinn hag þótt til stæði að
selja blokkina sem þeir búa í.
Er hún í eigu Landspítalans -
háskólasjúkrahúss. Sagði hún að
fyrirhugaðar væm viðræður við
Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi
um kaup á umræddri blokk en
samtökin hefðu lýst áhuga á að
kaupa húsnæðið. „Ég vil að það
komi fram að það á ekki að selja
blokkina án þess að búið sé að
finna sambýli fyrir þá sem þar em
í dag,“ sagði hún.
Tilefni þessara orða var fyrir-
spurn Rannveigar Guðmunds-
dóttur, þingmanns Samfylkingar-
innar, um m.a. fyrirhugaða sölu á
blokkinni. Kom fram í máli Rann-
veigar að vegna frétta af sölu
eigna Landspítalans - háskóla-
sjúkrahúss í Kópavogi hefðu íbúar
blokkarinnar verið órólegir um
sinn hag.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra greindi jafnframt frá því
á Alþingi í gær að ætlunin væri að
færa málefni fyrrgreindra íbúa
undir félagsmálaráðuneytið í stað
heilbrigðisráðuneytisins, þ.e. þann-
ig að málefni þeirra tilheyrðu lög-
um og reglum sem giltu um mál-
efni fatlaðra.
Til þess að svo mætti verða væri
verið að skipa nefnd með fulltrú-
um frá heilbrigðisráðuneytinu og
félagsmálaráðuneytinu auk full-
trúa Landspítalans - háskóla-
sjúkrahúss.
6. Póst- og fjarskiptastofnun.
3. umr.
7. Endurgreiðslur vegna kvik-
myndagerðar á fslandi. 3.
umr.
8. Málefni aldraðra. 3. umr.
9. Neytendalán. 3. umr.
10. Rflrisábyrgðir. 3. umr.
11. Greiðsla kostnaðar við op-
inbert eftirlit með fjármála-
starfsemi. 3. umr.
12. Tekjuskattur og eign-
arskattur, stjfrv. 3. umr.
13. Jöfnunargjald vegna alþjón-
ustu árið 2001. 2. umr.
14. Innflutningur dýra. 2. umr.
15. Skipulags- og byggingarlög.
2. umr.
16. Hafnaáætlun 2001-2004. Frh.
fyrri umr.
17. Sjóvarnaáætlun 2001-2004.
Frh. fyrri umr.
18. Utlendingar. 1. umr.
19. Dýrasjúkdómar. 1. umr.
20. Lax- og silungsveiði. 1. umr.
Greiddi
fyrir
kött með
falsaðri
ávísun
RÚMLEGA fertug kona í
Reykjavík var dæmd í 30 daga
skilorðsbundið fangelsi, til
greiðslu skaðabóta og sakar-
kostnaðar fyrir að kaupa pers-
neskan kött af fimmtugri konu
með falsaðri ávísun.
Konan þarf að greiða kattar-
eigandanum 40.000 krónur í
skaðabætur ásamt almennum
vöxtum frá 30. ágúst 1999, þann
dag er kattarkaupin fóra fram,
svo og allan sakarkostnað,
þ.m.t. málsvamarlaun skipaðs
verjanda síns, 70.000 krónur.
Konan var sótt til saka fyrir
fjársvik með því að hafa, hinn
30. júlí 1999 svikið út 16 mán-
aða gamlan kött af persnesku
kyni, með því að greiða kaup-
verð kattarins, 40.000 kr., með
tékka sem hún gaf heimildar-
laust út á tékkaeyðublað, sem
hún hafði komist yfir, úr ávís-
anahefti annars manns. Var
tékkablaðið úr ávísanahefti
fyrrverandi eiginmanns
ákærðu en reikningnum hafði
verið lokað tæpu ári áður en
konan fyllti eyðublaðið út við
kattarkaupin.
Ingibjörg Benediktsdóttir
héraðsdómari kvað upp dóm-
inn.
Heilbrigðisráðuneytið
Farið að til-
mælum um-
boðsmanns
DAVÍÐ Á. Gunnarsson, ráðuneyt-
isstjóri í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, segir að farið
verði að tilmælum umboðsmanns
Alþingis og framvegis verði um-
sóknir sem berist um stöður eftir
að umsóknarfrestur er liðinn ekki
metnar. Tveir sóttu um stöðu
lyfjamálastjóra ráðuneytisins inn-
an tilskilins umsóknarfrests sem
var 6. ágúst sl. Þriðja umsóknin
var móttekin í ráðuneytinu 12.
ágúst og var sá umsækjandi ráð-
inn.
Davíð segir að fyrir ráðuneytinu
hafi vakað að finna hæfasta um-
sækjandann og fyrir valinu hafi
orðið starfsmaður sem áður hefði
gegnt sömu stöðu í ráðuneytinu í
mörg ár. Ljóst sé að samkvæmt
núverandi túlkun á lagatextanum
sé því beint til ráðuneytisins að
ekki sé ráðið í stöður eftir að um-
sóknarfrestur er liðinn. Ráðuneyt-
ið fari að sjálfsögðu að tilmælum
umboðsmanns Alþingis.
------------
7% hækkun
Tillaga stjórnarandstöðunnar um hækkun persónuafsláttar felld
Tekjuskattshlutfall
lækkar um 0,33%
ALÞINGI samþykkti í gær fmm-
varp til laga sem miðar að lækkun
skatthlutfalls tekjuskatts einstak-
linga um 0,33%. Þannig lækkar
skatthlutfall tekjuskatts einstak-
linga úr 26,41% í 26,08%. Er lækk-
uninni ætlað að milda áhrif ný-
fenginnar heimildar sveitarfé-
laganna til að hækka útsvarið í
tveimur áföngum um samtals
0,99%.
Kemur lækkunin til fram-
kvæmda 1. janúar nk. en áhrif
breytingarinnar em metin á um
1.250 m.kr. til lækkunar á tekjum
ríkissjóðs. Var frumvarpið sam-
þykkt með 44 samhljóða atkvæð-
um. Áður en frumvarpið var sam-
þykkt var felld breytingartillaga
þingmanna Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, þess efnis að persónu-
afsláttur hækki til samræmis við
heimildir sveitarfélaganna til út-
svarshækkunar. Vildu stjórnar-
andstæðingar með þeirri tillögu
tryggja hag launafólks og koma í
veg fyrir að heimildin til útsvars-
hækkunarinnar raskaði forsendum
kjarasamninga.
Stjórnarliðar greiddu atkvæði
gegn þessari tillögu en fulltrúar
allra stjórnarandstöðuflokkanna
með henni.
hjá RUV
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur samþykkt 7% hækkun á af-
notagjöldum Ríkisútvarpsins frá og
með áramótum.
Mánaðargjaldið hækkar því úr
2.100 krónum í 2.250 krónur með
virðisaukaskatti.
Ekki náðist í Markús Öm Antons-
son útvarpsstjóra í gær, en í fréttum
Ríkisútvarpsins kom fram að stofn-
unin hefði talið sig þurfa 15% hækk-
un en áætlað væri að 7% hækkun yki
tekjur stofnunarinnar um 130 millj-
ónir króna i á næsta ári.