Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fyrrverandi meðlimur úkraínsku leyniþjónustunnar sem er í felum erlendis leysir frá skjóðunni
Bendlar Leoníd
Kútsjma forseta við
mannrán og morð
Kicv. AP, AFP.
LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu,
hefur verið sakaður um aðild að
hvarfi og dauða blaðamanns, sem
gagnrýnt hafði stjómvöld og spill-
ingu í landinu mjög harðlega. Koma
þessar ásakanir fram á myndbandi
en þar sakar fyrrverandi foringi í
leyniþjónustunni forsetann um að
hafa gefið fyrirskipanir um, að
blaðamanninum skyldi rænt.
Myndbandið er með Míkola Meln-
ítsjenko, fyrrverandi foringja í SBU,
úkraínsku leyniþjónustunni, en hann
er nú í felum erlendis. Þar fullyrðir
hann, að Kútsjma hafi skipað fyrir
um ránið á blaðamanninum Georgí
Gongadze en hann hvarf í september
síðastliðnum. Var hann ritstjóri net-
fréttablaðsins Úkraínskaja Pravda
og mjög harður gagnrýnandi hvers
konar spillingar í stjómkerfinu. Fyr-
ir skömmu fannst höfuðlaust lík í
skógi við Kíev og er talið, að það sé
Gongadze.
Átti að kenna Tsjetsjenum um?
Melnístjenko sendi úkraínsku
stjórnarandstöðunni myndbandið og
var það sýnt 1 þinginu í Kiev í fyrra-
dag. Þar lýsir hann því hvemig hann
hleraði samtöl Kútsjma með því að
koma fyrir upptökutæki undir sófa á
skrifstofu hans.
„Eg sór eið landi mínu og þjóð en
ekki að gerast glæpafélagi
Kútsjma," segir Melnítsjenko en
hann tók upp samtöl milli Kútsjma,
Júrís Kravtsjenkos innanríkisráð-
herra og Volodímírs Lítvíns, starfs-
mannastjóra forsetans, þegar þeir
ræddu um það hvemig best væri að
losna við Gongadze. Stingur
Kútsjma meðal annars upp á því, að
„honum verði rænt af Tsjetsjenum".
Melnítsjenko segist hafa hlerað
samtölin til „að binda enda á glæpa-
verk ríkisstjómarinnar" og hann
segist hafa aðrar sannanir, sem
„ekki er unnt að hafna“.
Neita öllu
Kútsjma neitar öllu og Kravtsj-
enko innanríkisráðherra neitaði á
þingi í fyrradag, að hann hefði fengið
nokkrar fyrirskipanir frá Kútsjma
varðandi Gongadze. Hann svaraði
hins vegar ekki beint þegar hann var
spurður hvort hann bæri brigður á
upptökurnar. Sumir þingmenn
kröfðust þess, að Kravtsjenko segði
af sér vegna þessa máls og nokkrir
hrópuðu „morðingi" þegar hann
yfirgaf þingsalinn. Þá var einnig
krafist afsagnar Leoníds Derkatsj,
yfirmanns leyniþjónustunnar, og
Míkhaílos Potebenkos dómsmála-
ráðhema.
Kútsjma varar við ringulreið
Olexander Moroz, leiðtogi Sósíal-
istaflokksins, sakaði Kútsjma þegar í
síðasta mánuði um aðild að dauða
Gongadzes og Melnítsjenko sendi
síðan myndbandið og upptökumar
til hans. Sagði Moroz frá því snemma
í síðustu viku að hann hefði þessi
gögn undir höndum og þá brá svo við
að Kútsjma sá ástæðu til að ávarpa
þjóðina í sjónvarpi. Þar sakaði hann
ónefnd öfl um að reyna að valda ring-
ulreið í landinu. Kvaðst hann aldrei
mundu gefast upp fyrir þeim. Vildi
talsmaður forsetans ekkert um það
segja hver væra hin ónefndu öfl.
Úkraínskir þingmenn horfa og hlusta á myndband með Míkola Melnítsj-
enko, fyrrverandi leyniþjónustuforingja og forsetalífverði. Hann heldur
því fram að Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, hafi gefið skipun um að
blaðamanninum Georgí Gongadze skyldi rænt.
Schröder-hjónin komin upp
á kant við gulu pressuna
Reuters
Þýzku kanzlarahjónin Gerhard Schröder og Doris Schröder-Köpf á
góðri stundu fyrir framan myndavélarnar.
Réttarhöldin yfír Estrada
Vitni segja frá
miítugreiðslum
Manila. AP.
DORIS Schröder-Köpf, eiginkona
Gerhards Schröders Þýzkalands-
kanzlara, hefur skorið upp herör
gegn æsifréttablöðum og slúð-
urtímaritum, sem hafa birt get-
gátusögur af hjónabandslífi kanzl-
arahjónanna.
Schröder-Köpf, sem sjálf er
blaðamaður, þótti keyra um þver-
bak þegar í einu blaðinu var slegið
upp grein eftir blaðamann, sem
villti á sér heimildir til að verða
sér úti um upplýsingar um Klöru,
dóttur kanzlarafrúnnar úr fyrra
hjónabandi. Blaðamaðurinn hafði
sagzt vera faðir annars barns í
skólanum sem Klara gengur í, og
undir því yfirskyni fengið tvo
starfsmenn skólans, húsvörð og
ræstitækni, til að tjá sig um stúlk-
una, en hún er 10 ára og móðirin
og stjúpfaðirinn hafa lagt mikið
upp úr því að hh'fa henni við
ágangi fjölmiðla. Schröder-Köpf
sendi útgefanda viðkomandi blaðs,
Bauer-forlaginu í Hamborg,
kvörtunarbréf, en var óánægð
með svörin sem hún fékk við því
og hefur því falið lögfræðingum
að kanna leiðir til að setja ofan í
við blöð sem „ganga of langt“ í að
hnýsast í einkamál Schröder-
fjölskyldunnar.
Schröder-Köpf átti bágt með að
leyna reiði sinni í viðtali sem birtist
í nýjasta hefti þýzka fréttatímarits-
ins Der Spiegel á mánudag, er hún
vísaði til „þess fáránlega uppspuna
að ljóska í lífvarðaliði eiginmanns
míns hefði gerzt honum mjög ná-
komin“. Þær mæðgurnar Doris og
Klara hafa ekki flutt frá Hannover
til Berlínar, eftir að vinnustaður
kanzlarans fluttist þangað og sögu-
sagnir hafa verið á kreiki í nokkrar
vikur um daður milli Schröders og
kvenlögregluþjóns í Iífvarðaliði
hans.
Segir pólitiska hvata að baki
Allramest gremst Schröder-Köpf
þó að slúðurfréttablöðin skuli ekki
geta virt þá eindregnu beiðni
þeirra hjóna um að Klara fengi að
lifa sem eðlilegustu lífi, utan kast-
ljóss fjöliniðlanna, þrátt fyrir að
stjúpfaðir hennar baði sig gjarnan í
þvf og kanzlarafrúin viðurkenni að
sem slík hafi hún vissum skyldum
að gcgna gagnvart fjölmiðlum.
I Sp/egel-viðtalinu lætur Schröd-
er-Köpf að því liggja, að vaxandi
tíðni fréttaflutnings af einkali'fi
þeirra hjóna eigi rætur sínar að
rekja til pólitískra andstæðinga
kanzlarans sem séu að reyna að
koma höggstað á hann með því að
koma af stað rætnum sögusögnum.
Fram til þessa hefur - á yfirborðinu
að minnsta kosti - samkomulag
Schröder-hjónanna við fjöimiðla al-
mennt verið með ágætum, en alvar-
legir brestir virðast nú vera komnir
í það. Er ástæðna þess ef til vill að
leita i komandi þingkosningum,
sem þó fara ekki fram fyrr en
haustið 2002. Að mati brezka blaðs-
ins The Times er útlit fyrir, að
kosningabaráttan verði „skítug“.
Orlögin höguðu því þannig, að
Doris Köpf giftist Gerhard Schröd-
er um sama leyti og hann varð
kanzlari og þýzka stjórnarsetrið
var flutt frá Bonn til Berlínar. I ró-
legheitunum á Rínarbökkum voru
blaðamenn almennt mjög vel upp-
lýstir um einkalíf stjórnmálamann-
anna, en þegjandi samkomulag var
um að þeir gerðu sér ekki blaðamat
úr þeirri vitneskju. f Berlín eiga
blaðamenn erfiðara með að fylgjast
með einkalífi stjórnmálamanna, en
telja sig í samkeppnisumhverfi
stórborgarinnar ekki vera bundna
af neinum sérstökum siðareglum.
LYKILVITNI í réttarhöldunum
yfir Joseph Estrada, forseta Fil-
ippseyja, sýndi í gær ávísun upp á
rúmlega átta milljónir ísl. kr., sem
hann sagði sanna, að forsetinn
hefði tekið við mútum.
Luis Singson héraðsstjóri ítrek-
aði í gær sinn fyrri framburð um
að Estrada hefði falið sér að inn-
heimta mútufé frá ólöglegri veð-
málastarfsemi. Sagði hann, að frá
því í nóvember 1998 og fram yfir
mitt þetta ár hefðu þessar mútur
numið hundruðum milljóna króna.
Hefði forsetinn fengið þetta fé og
einnig synir hans tveir. Sagði
hann, að nákvæmar upplýsingar
um innheimtu mútufjárins og af-
hendingu væri að finna í bók, sem
hann hefði látið öldungadeild Fil-
ippeyjaþings fá en það er deild-
arinnar að kveða á um sekt eða
sýknu Estrada. I bókinni væri
Estrada auðkenndur með stöfun-
um A.S., sem stæði fyrir Asiong
Salonga. Er það nokkurs konar
„Hrói höttur", sem Estrada lék á
ferli sínum sem kvikmyndaleikari.
Singson sagði, að í febrúar í
fyrra hefði hann skrifað rúmlega
átta millj. kr. ávísun fyrir Estrada
og hefði andvirðið verið lagt inn á
ákveðinn bankareikning. Kvað
hann það sanna, að Estrada hefði
tekið við mútum.
„Æskulýðssj óður “
til að fela mútufé?
Carmencita Itchon, starfsmaður
Singson, sagði í öldungadeildinni í
gær, að Estrada hefði látið sér-
stakan endurskoðanda, Yolöndu
Ricaforte, hafa eftirlit með mútu-
greiðslunum á skrifstofu Singson og
hefði hún auk þess séð um bygg-
ingu á spilavíti og hefði verið greitt
fyrir það með mútufé.
Estrada hefur raunar viður-
kennt, að Singson hafi boðið sér
mútur en heldur því fram, að hann
hafi hafnað þeim. Múturnar rötuðu
þó inn á bankareikning „Sjóðs fyr-
ir íslamska æsku“, sem Estrada
stofnaði til, en hann segir, að ein-
um aðstoðarmanna sinna sé um
það að kenna. Samkvæmt filipps-
eyskum lögum varðar það allt að
sex ára fangelsi að skýra ekki frá
glæp eins og til dæmis mútugjöf-
um en Estrada kvaðst ekki hafa
haft tíma til að segja frá þessu.
Sem forseti væri hann alltaf svo
önnum kafinn. Raunar er fullyrt
að Estrada hafi stofnað „Sjóðinn
fyrir íslamska æsku“ eingöngu í
þvi skyni að fela mútufé.
CJD-ráðgáta í S-Afríku
VEL getur verið að kona sem
lést 22. júní sl. hafi verið fyrsta
suðurafríska fórnarlamb þess af-
brigðis heilahrörnunarsjúkdóms-
ins Creutzfeldt-Jakob (CJD)
sem kúariðusmit getur valdið og
dregið hefur 89 manns til dauða
í Bretlandi síðan það var fyrst
uppgötvað í Bretlandi fyrir fjór-
um árum.
Konan, sem var 35 ára gömul,
veiktist í febrúar. Hún greindist
hins vegar ekki með CJD fyrr
en tveimur vikum áður en hún
lést.
Ekki er Ijóst hvernig konan
hefur sýkst af sjúkdómnum. Að
sögn eiginmanns hennar hefur
hún aldrei farið úr landi og átti
ekki svo mikið sem vegabréf.
Innflutningur á bresku nauta-
kjöti hefur verið bannaður í S-
Afríku síðan „kúariðufárið"
blossaði upp fyrir fjóram árum
og hömlur hafa verið lagðar á
innflutning á evrópsku kjöti.