Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Olafur biskup
ÚT ER komin ævi-
saga Ólafs Skúlasonar
biskups, mikil bók að
vöxtum, tæpar 400
blaðsíður í stóru broti
og mikið myndskreytt.
Séra Ólafur var og
verður fyrirferðarmik-
ill í íslenskri kirkju-
sögu síðari hluta tutt-
ugustu aldar, bæði
austan hafs og vestan.
Hann er kallaður og
kjörinn til allra
fremstu embætta inn-
an kirkjunnar og kem-
ur víða við. Ungur að JónBjarman
árum er hann ritari í
stjórn evangelíska lúterska kirkju-
félags íslendinga í Vesturheimi.
Hann er brautryðjandi í kirkjulegu
æskulýðsstarfi á vegum þjóðkirkj-
unnar sem fyrsti æskulýðsfulltrúi
hennar og þá náinn samstarfsmað-
ur Sigurbjörns biskups. Hann
byggir upp safnaðarstarf í nýrri
sókn í Reykjavík, Bústaðasókn, og
er um leið frumherji í kirkjulegu
starfi í nýju byggðarlagi borgarinn-
ar, Breiðholti. Hann er kosinn for-
maður Prestafélags Islands og um
líkt leyti verður hann dómprófastur
í Reykjavík og er þá mjög hvetjandi
þess að efla kirkjulegt félagsstarf
og þjónustu í prófastsdæminu.
Hann bryddar upp á ýmsum nýj-
ungum í safnaðarstarfi sem nú
þykja sjálfsagðar. Hann á þátt í því
að kirkjunni er smám saman snið-
inn nýr stakkur sem gefur henni
aukið svigrúm og sjálfstæði gagn-
vart ríkisvaldinu, annars vegar sem
nefndarmaður í nefnd sem fjallar
um skipan prestakalla og prófasts-
dæma og hins vegar á hann frum-
kvæði að því sem biskup að skipuð
er nefnd sem fjallar um kirkjueign-
ir og samskipti ríkis og kirkju
vegna þeirra eigna.
Hann hefur samvinnu við fjölda
manns, bæði leika og lærða, og
greinir frá þeim í bókinni. Lesand-
inn kynnist þar framvarðasveitinni
í Bústaðasókn, sem byggði hina
veglegu kirkju með presti sínum.
Fróðlegt er einnig að lesa um sam-
skipti þeirra séra Ólafs og séra Jak-
obs Jónssonar, séra Ólafur hefur
mikla samúð með séra Jakobi þegar
hann hugsar til þess að tvívegis er
gengið fram hjá honum þegar ætla
mátti að hann yrði kjörinn til for-
ystu og frama í þjóðkirkjunni. Ekki
skorti séra Jakob atgervi eða góðan
vilja til að taka að sér forystu í
kirkjunni.
Þó þykir mér eftirminnilegust
lýsingin í bókinni á séra Jóni Eyj-
ólfi Einarssyni, prófasti í Saurbæ.
Séra Jóni er þar vel lýst og kemur
glöggt fram hve mikils séra Ólafur
hefur metið prófastinn í Saurbæ og
stuðning hans allan.
Árið 1981 er séra Ólafur annar
sterkasti kandidatinn til biskups-
kjörs, er fremstur í
fyrri umferð, en lýtur
í lægra haldi fyrir séra
Pétri Sigurgeirssyni í
seinni umferð með
eins atkvæðis mun.
I’au úrslit valda hon-
um sárum vonbrigðum
þar sem þrjú atkvæði
eru úrskurðuð ógild
vegna ónákvæms frá-
gangs. Þau atkvæði
eru aldrei skoðuð.
Hann er síðar kjör-
inn vígslubiskup í
Skálholtsbiskups-
dæmi hinu forna, árið
1983. Sex árum síðar,
1989, er hann svo kosinn biskup ís-
lensku þjóðkirkjunnar með meiri
stuðningi en áður gerðist.
Utgáfa
*
Séra Olafur lýsir þeim
erfíðleikum og and-
streymi sem hann lenti
í, segir Jón Bjarman, og
hvernig hann brást við
þeim.
Hann verður fyrir alvarlegum
mótblæstri á biskupsstóli, einkum í
svokölluðu Langholtskirkjumáli og
biskupsmáli, en í því síðara var
hann borinn þungum sökum, sem
engin leið var að sanna eða hreinsa
sig af áburðinum. Þar stóð orð gegn
orði. Margir í dómstóli götunnar
voru óðfúsir að fella dóm yfir séra
Ólafi, gleymdist fólki þá sú réttar-
farsregla, að sá sem borinn er sök-
um á ætíð að njóta vafans. Til að ná
friði innan kirkjunnar lét hann af
embætti tveimur árum fyrr en hann
hefði þurft.
Frá þessum atburðum er greint í
seinni helmingi bókarinnar, segir
séra Ólafur þar frá málunum eins
og þau horfa við honum. Þykir mér
líklegt að kirkjusagnfræðingum
framtíðarinnar eigi eftir að þykja
þessi bók góð heimild um það sem
var á seyði innan kirkjunnar þessa
örlagaríku mánuði. Efni þessa
helmings vekur áhuga og forvitni.
Mér þótti hann fróðlegur. Þar lýsir
séra Ólafur þeim erfíðleikum og
andstreymi sem hann lenti í og
hvernig hann brást við þeim.
í fyrri hluta bókarínnar segir
séra Ólafur frá bernsku sinni,
æsku, skólaferli, náminu í guðfræði,
köllun og þjónustu í lútersku kirkj-
unni í Vesturheimi og ferðinni
heim. Skemmtilegastur þótti mér
kaflinnn þar sem segir frá starfinu í
Vesturheimi, því að þar er verið að
fjalla um tíma og atburði sem ég
tók þátt í og eru mér kærir. Við
séra Ólafur áttum samleið vestan
hafs á þessum tíma og gott sam-
starf.
í þessum hluta bókarinnar segir
séra Ólafur mjög frá ættmönnum
sínum og fjölskyldu. Þar er fallega
sagt frá bróður hans, Helga Skúla-
syni leikara. Ólafur hefur verið afar
hrifinn af þessum hæfileikaríka
bróður sínum, þótt vænt um hann
og haldið verndarhendi yfír honum
þegar þeir voru litlir. Helgi var
mikill listamaður. Hann deyr 1996.
Þessi þáttur hefði mátt vera lengri.
Fallega er líka talað um foreldra
hans, en fegurst er myndin af eig-
inkonu hans, Ebbu Sigurðardóttur,
persóna hennar er eins og skínandi
geisli í gegnum alla bókina.
Séra Björn Jónsson frá Akranesi
skráði bókina og hefur þar tekist
vel til. Frásagan er skráð í fyrstu
persónu. Einstaka sinnum kemur
skrásetjari í ljós og birtir þá efni
eftir aðra til skýringar. Betra hefði
verið að vinna meira úr því efni.
Bókin er bæði fróðleg og
skemmtileg og góður frágangur á
henni. Þó hefði hún verið enn betri
ef nafnaskrá hefði fylgt henni.
Höfundur er prestur.
Jólagjöfina fyrir bútasaumskonuna
færð þú hjá okkur!
^Saumakassar, bútasaumstöskur, gjafapakkningar, gjafabréf og m.m.f
V/RKA
Mörkin 3 - Sími 568 7477
www.virka.is
Opið
Mánud.-föstud. kl. 10-18
Lau. kl. 10-16.
__________tBBAJ skrefi framar
oroblu@sokkar.is www.sokkar.is
Jólasokkabuxurnar 2000
Kynning í dag í Lyf og heilsu Mjódd,
frá kl. 14-18
20% afsláttur af öllum gjpQQ^y’ sokkabuxum.
Tilboðið gildir einnig í Lyf og heilsu Glæsibæ.
lyf&hálsa
A P Ö T S K
Mjódd,
sími 557 3390
[yf&heSsa
A: P- Ó T: E K
Glæsibæ,
sími 553 5212
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
TDLVUBQRÐ
MAHDGDNY
BREIDD. 6-4
DÝPT. 48
HÆÐ. B 1
TM - HÚSGÖGN
SiSumúla 30 - Simi 568 6822
- œvintyri Ukust
§ MBttttlÉaSflÉÉ
Mán. - F8S. 10:00 -18:00 • Laugard. 11:00-16:00 • Sunnutl. 13:00 -16:00
MARBERT
kynnir tvo nýja augnháraliti
Breyttu augnsvip þínum í lokkandi
augnaráð ....vegna þess að augu
þín eru gluggar sálar þinnar
SUPREME MASCARA VOLUME LASH
Þessi næringarríki augnháralitur brettir upp
augnhárin, gerir þau lengri, eðlilegri og
mikið þéttari. Augnhárin styrkjast og verða
mýkri. Fullkomin áferð sem endist allan
daginn, gefur augum þínum djúpan og
áhrifamikinn svip. Smitar ekki, þornar fljótt.
SCUBALASH MASCARA WATERPROOF
Nærandi, vatnsheldur augnháralitur sem
gerir augnhárin lengri, þéttari og silkimjúk.
Augnháralitur sem endist allan daginn og
gefur augum þínum áhrifamikinn.og skýran
svip.
Ilmefnalausir og ofnæmisprófaðir.
marbert.com
KOMINN í VERSLANIR AFTUR
Stór-Reykjavíkursvæðj: MARBERT snyrtistofa, Bæjarlind 6, Kópavogi, Libia Mjódd,
Nana Hólagarði, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáratorgi, Hagkaup Skeifunni.
Landið: Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Apótek Vestmannaeyja,
Húsavíkur Apótek, Hagkaup Akureyri.
Filodoro
dagar
í Apótekinu
14.-17. desember
20%
kynningarafsláttur
Kynninqar
verða á eftirtöldum
stöðum frá ki. 14-18:
Fimmtud. 14. des.
Apótekinu Smáratorgi
Apótekinu Kringlunni
Apótekinu Kringlunni