Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Oður kærleika o g góðvildar BÆKUR Ljóð DAGGARDROPAR Eftir Þóru Björk Benedikts- dóttur. Reykjavík 2000. DAGGARDROPAR er senni- lega fyrsta bók höfundar. Þar kennir margra grasa. Flest eru Ijóðin vel ort og skáldið er þrosk- að í hugsun og framsetningu. Kærleikur og trúin á mátt þess ósýnilega virðast eðlislæg skáld- inu. Trúarljóðin eru sterk og ein- læg: Leiddu mína hönd, Guð, því hjarta mitt er sært og sjúkt en þinn stígur fagur og hreinn. Leiddu mig inn á hann. (bls.34) Skáldið er berort um tilfinn- ingar sínar og þann sársauka er felst í lífsferlinu og virkar svo átakanlega í brjóstum þeirra er finna mikið til. Alls staðar leynist trúarvissan og hún á sinn þátt í þeim jákvæða tón sem er eins og rauður þráður gegnum allan skáldskapinn: Lífið er svo yndislegt. Tilveran sem Guð hefur skapað stórfengleg ef við mennimir kunnum fótum vorum forráð. (bls.22) Veraldlegu ljóðin eru opinská og heiðarleg. Undirtónn þeirra er ávallt með ástbundnum blæ - en í þeim felst oft sýn á hið for- gengilega: Ég gaf þér mína hvítu rós. Þú hampaðir henni í faðmi þínum lyftir að vitum þínum teygaðir ferskan ilm blaðanna. En þú gleymdir að setja hana í mold lagðir hana á rykuga hillu uns hún visnaði ogdó. (bls.54) Síðustu ljóðin í bókinni eru „tækifærisljóð“. Að lokum birtist fallegt ævintýri með austur- lenskum blæ. Kápa bókar er látlaus - mynd af skáldinu er á baksíðu hennar. Ekki er getið um útgefanda. Góðvild og kærleiksrík sýn setja mark sitt á ljóðin. Jenna Jensdóttir Rangan á alvörunni BÆKUR Gamansögur HUNDRAÐ OG EIN NÝ VESTFIRSK ÞJÓÐSAGA Gísli Hjartarson tók saman. 115 bls. Vestfirska forlagið. Prentun: Ásprent/Pob ehf. Hrafnseyri, 2000. FÁTT er betri geðbót í skammdeg- ismyrkrinu en vel sögð, græskulaus gamansaga. Þessar vestfirsku gam- ansögur - kannski eru þær ekki allar græskulausar! En þær eru vel sagðar og þónokkuð fyndnar, að minnsta kosti sumar hverjar. Þetta er þriðja safnið sem Gísli Hjartarson sendir frá sér. Tvær fyrri bækur hans urðu, hvor á sínum tíma, söluhæstai- í jóla- ösinni á Vestfjörðum. Ekki áttu þær þvílíku gengi að fagna í öðrum lands- hlutum. Það er ofur skiljanlegt. ís- lensk fyndni er þess eðlis að maður þarf helst að kannast við persónur þær, sem hlut eiga að máli, útlit þeirra, málróm, talshætti og kæki hvers konar til að skilja til fulls hvar fiskur liggur undir steini. í munnlegri frásögn er ósjaldan reynt að líkja eft- ir þeim sem verið er að segja frá. Les- andi, sem kann skil á fólki og aðstæð- um, getur þá heyrt það allt og séð íyrir sér um leið og hann rennir aug- um yfir síðumar. Sé hann hins vegar ókunnugur mönnum og málefnum verður hann að treysta á ímyndunar- aflið - með misjöfnum árangri! Sumir segja að karlmenn séu sér- viti-ari og seinheppnari en konur og þar með líka skrítnari; konur vandi betur framkomu sína. En því aðeins er á það minnt hér og nú að sög- ur Gísla eru mun fleiri af körlum en konum. Karlar em vanari að láta allt flakka. Gildir þá einu hvar í stétt þeir standa. Gísli segir sög- ur af prestum, bænd- um, sjómönnum og iðn- aðarmönnum. Mörg sagan er ofin utan um eitt tilsvai- sem kemur þá oftast í lokin. Hveijir svara beinskeyttast og eftirminnilegast? Ætli það séu ekki sveitakarl- amir. Hvort tveggja er að þeir hafa tóm og næði til að hugsa auk þess sem íslenskt líkingamál er að miklu leyti upprunnið í sveitalífinu fyrr á tíð. Gísli tekur upp nokkur mismæli. Þau geta líka búið yfn- sínum vísdómi og gefið hugmynd um einstakling og umhverfi. Til dæmis lýsti maður nokkur hjálpsemi sveitunga sinna með þessum orðum: »Það er hver höndin upp á móti annarri við að hjálpa hinni.« Manni einum, sem misst hafði alla bræður sína, varð á orði þegar hann frétti lát þess sem síðastur hvarf til feðra sinna: »Nú er- um við allir bræðumir dánir.« Eitt sinn höfðu klúbbfélagar í karlafélagi nokkra ákveðið að efna til ferðalags og ræddu um tilhögun ferðarinnar. Spurði þá einn: »Eiga konumar að koma með eða er þetta skemmti- ferð?« - Hvort maðurinn var annars að mismæla sig? Það er ráðgáta sem hver lesandi verður að glíma við einn og sér fyrir sig. Neyðarleg tilsvör festast ekM síður í minni. Saga er sögð af mönnum sem voru að búast til suðurferðar á landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Annar hafði meðferðis »úttroðna og gljábónaða leðurskjala- tösku«, hinn aðeins plastpoka. Það þótti skjalatöskumanninum ótækt og átaldi plast- pokamanninn sem svar- aði: »Sumir þurfa að bera það í tösku sem aðrir hafa í höfðinu.« Þá hefur Gísli tekið nokki-ar vísur upp í bókina. Misvel era þær ortar, enda kastað fram undirbúningslaust vegna eins og annars tilefnis á líðandi stund. Þær era yfirhöfuð ortar um einstakling, sem nefndur er með nafni, og atvik sem honum tengist. Ef ekki fylgdu skýringar skrásetjara mundi ókunnugur lítið botna í sumum þeirra. Skrásetjari kallar frásagnir sínar þjóðsögur. Vafalaust geta margar þeirra flokkast undir það heiti. En smásögur af mönnum og atburðum eins og þær, sem Gísli skrásetur, köll- uðu þjóðsagnasafnaramir gömlu kímnisögur. Vonandi heldur Gísli áfram að safna og skrásetja vest- firskar kímnisögur. Seint þrýtur efn- ið því nýjar sögur eru einatt að verða til. Erlendur Jónsson Gísli Hjartarson BÆKUR U a r n a b ó k KÝRIN SEM HVARF eftir Þorgrím Þráinsson. Þórarinn E. Gylfason myndskreytti. Utgef- andi Æskan, Reykjavík, 2000. Prentvinnsla: Steindórsprent- Gutenberg ehf. 28 bls. BÆKUR fyrir yngstu lesenduma byggjast oftast nær á markvissu samspili myndefnis og texta. Þannig má segja, að í mörgum tilfellum skipti myndirnar ekki minna máli en textinn til að laða unga lesend- ur að bókinni. Bókin Kýrin sem hvarf er gott dæmi um þetta. Einfaldur og skemmtilegur söguþráður er studdur af mjög góð- um myndum Þórarins E. Gylfason- ar, en höfundur textans er Þorgrím- ur Þráinsson. Sagan fjallar um strák sem heldur Þorjjrímur Þrámsson Borg- arbarn í sveit upp á sjö ára afmælið og fær margar góðar gjafir. Ein er þó sérstaklega óvenjuleg, en það er kálfur og það sem meira er ófæddur kálfur. Eitt skilyrði fylgir þó gjöfinni, drengur- inn þarf að fara í sveitina til afa síns og ömmu og annarra ættingja til að fá kálftnn. Rútur, en það heitir drengurinn, hefur aldrei verið áhugasamur um að dvelja langdvölum í sveitinni, en við þessar sérstöku kringumstæður sér hann sig tilneyddan til að dvelja þar um tíma. Rútur dvelur í sveitinni ekki bara fram að því að kýrin ber, heldur mun lengur, af því að honum líkar sveitadvölin ágætlega og sagan endar með því að hann fer heim aftur með rútunni. Sagan er skemmtileg og Þorgrími tekst vel upp við að spinna þráð sem heldur ungum lesendum án efa við efnið. Honum tekst einnig að tengja það ýmsu því sem þeir er farið hafa í sveit þekkja vel, eins og gömlu góðu gúmmískónum, sem ákaflega skemmtilegur persónuleiki í sög- unni, Freysteinn póstur, færir hon- um að gjöf, reyndar að nokkram skil- yrðum uppfylltum. Myndir Þórai'ins gæða söguna enn meira lífi en ella og í textanum era mörg hnyttin tilsvör og orðaleik- ir, sem án efa styrkja málkennd barna. Einnig koma fyrir orð sem nútíma borgarbörn þekkja lítið til, eins og til dæmis ábrystir. Sagt er frá verkum barna í sveitinni, sem lík- lega falla ekki að nútíma lögum um vinnuvernd barna. Þau moka flórinn og gefa hænsnunum og taka síðan frá þeim eggin. Þessi bók hlaut verðlaun í barna- bókasamkeppni Búnaðarbankans, Sjóvá-Almennra trygginga og Æsk- unnar fyri' á þessu ári. Það kemur ekki á óvart að hún skyldi verða fyrir valinu. Sjö ára lesandi sagði: „Mér finnst sagan skemmtileg." Er það ekki allt sem segja þarf? Sigurður Helgason Þar sem gæði og gott verð fara saman. kkax Nýkomið glæsilegt úrval af kvenfatnaði! Munið raftækin, lækkað verð! Nýttkortatímabi» 7 Opið virka daga 10-18 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 12-18 uITbúð af vönduðum fatnaði á góðu verði! I húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Froðlegt um- hugsunarefni BÆKUR Minningabðk Lífsgleði IX Eftir Þóri S. Guðbergsson. Hörpuútgáfan 2000. 176 blaðsíður. FIMM mætir karlar og konur segja frá í bókinni Lífsgleði IX, þau sr. Birgir Snæbjörnsson, Jón M. Guðmundsson, Margrét Thorodd- sen, Páll Gíslason og Ragnheiður Þórðardóttir. Frásagnir þeirra einkennast af hlýlegu látleysi, þakklæti og æðru- leysi. Þær vekja mann til umhugs- unar og þá ekki síst um lífið sjálft og hve mikið tímamir hafa breyst á öldinni sem senn rennur skeið sitt á enda. Það er býsna fróðlegt að lesa minningar bráðlifandi fólks um hvemig umhorfs var í höfuðborg- inni þegar það var að alast upp, hvernig mjólkin var flutt á hest- vögnum og þegar leiðin var löng frá Fríkirkjuvegi yfir í Öskjuhlíð. Það hreyfir líka við manni að lesa frá- sagnir læknis af veikburða heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni fyrir ekki fleiri árum en 50 og hversu mikið menn lögðu á sig til að líkna og lækna. Þá var pensilín, sem nú til dags er talið svo sjálfsagt, ný- lega uppgötvað og ekld enn til í töfluformi. Minningar Margrétar Thorodd- sen eru á köflum sérstaklega spenn- andi aflestrar. Hún fór víða og bjó m.a. um tíma í Mexíkó. Hún lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla ís- lands 61 árs gömul og sannar þar og sýnir að aldur er afstætt hugtak og að farsælla er að gera það sem hug- ur manns stendur til en láta tíð- aranda og hefðbundnar venjur ráða. Frásögn Jóns M. Guðmundsson- ar af sveitunga sínum og samferða- manni, Stefáni Þorlákssyni, er fróð- leg og ánægjuleg lesning. Stefán kemur við sögu í Innansveitarkró- níku eftir Halldór Laxness en Stef- án átti sér þann draum að klukkan úr gömlu Mosfellskirkjunni hringdi aftur til tíða á gamla helgistaðnum. Við læram hvert af öðra með því að segja frá því hvernig við bregð- umst við atburðum og því sem að höndum bar. Líklega er það fyrst og fremst þess vegna sem fólk les ævi- minningar. Það vill sjá hvernig aðr- ir fóru að. Það er ástæða til að þakka það örlæti sem fólk sýnir með því að gefa ókunnugum hlut- deild í lífi sínu. María Hrönn Gunnarsdóttir Hljóðbækur • ÚT eru komnar tvær nýjar hljóð- bækur, Uppvöxtur Litla trés eftir Forrest Carterí þýðingu Gyrðis EIí- assonar. Þýðandinn les. Litla tré er kynblendingur af ætt- um Séróka-indíána sem leitar skjóls í fjallakofa afa síns og ömmu þegar hann stendur uppi munaðarlaus, fimm ára gamall. 6 snældur. 9 klst. Leiðbeinandi verð: 3.480 krónur. Þar lágu Danir íþvíeftir Yrsu Sigurðardóttur. Vala Þórsdóttir leikkona les. Danadrottning er í opinberri heimsókn á Islandi og henni er hald- in glæsilegveisla. Boðsmiðarekur á fjörur vinanna Palla og Glódísar sem fá þá snjöllu hugmynd að gefa ömmu Glódísar miðann. Ámman er drottn- ingarholl en sama verður ekki sagt um nokkra óboðna gesti sem setja allt á annan endann. Lögreglan handtekur fjölda manns og með aðstoð krakkanna greiðir hún úr flækjunni. 2 snældur. 3 klst. Leiðbeinandi verð: 2.680 krónur. Mál og menning gefur út prent- uðu útgáfurnar. Bækurnar eru hljóðritaðar og fjölfaldaðar hjá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.