Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Flugvöllur -
hér eða þar
EITT þeirra mála
sem hafa vakið um-
talsverða umræðu
undanfarna mánuði er
framtíð Reykjavíkur-
flugvallar en völlurinn
er nú tæplega sextíu
ára gamall. Oft áður
hafa verið skiptar
skoðanir um framtíð
vallarins og hafa þær
raddir skiljanlega orð-
ið háværari með
hækkandi lóðaverði og
samgöngukostnaði.
Margir fróðir menn
hafa komið að þessu
máli, bæði innlendir
og erlendir. Á árunum
1965-67 starfaði m.a. nefnd sem þá-
verandi samgönguráðheiTa skipaði
og átti hún að gera „tillögur um
Flugvallarmál
Framtíðarflugvöllur, á
eða í tengslum við höf-
uðborgarsvæðið, segír
Gestur Ólafsson, skiptir
alla Islendinga miklu.
framtíðarskipan flugvallarmála
Reykjavíkur." þessi nefnd varð
m.a. sammála um eftirfarandi:
„Nauðsynlegt er að taka frá land á
höfuðborgarsvæðinu eða alveg við
það, þar sem gera má flugvöll er
fullnægi a.m.k. þörfum innanlands-
flugs.“ Taldi nefndin helst jtoma til
álita að gera flugvöll á Álftanesi
(svokallaðar L og X hugmyndir),
en einnig í Kapelluhrauni, sunnan
Hafnarfjarðar. Nefndin varð hins
vegar ekki sammála um framtíð-
arhlutverk Keflavíkurflugvallar og
Reykjavíkuflugvallar. Athyglisvert
er einnig að í áliti minni hluta
nefndarinnar segir: „Allir þeir að-
ilar, sem falið hefir verið að rann-
saka og gera tilllögur um framtíð-
arskipan flugvallar fyrir
Reykjavíkursvæðið, eru sammála
um það, að núverandi flugvöllur sé
ekki til frambúðar og
að hentugasti staður
fyrir flugvallarsvæði
sé Álftanes.“
Ekki varð þó af
flugvallargerð á Álfta-
nesi og nú, röskum 30
árum eftir að þessi
nefnd skilaði af sér
250 síðna áliti, er
þetta mál enn á
dgskrá. Nú er það
hald þeirra sem hér
ráða ferð að vænleg-
ast til góðrar ákvörð-
unar sé að efna til
kosninga um málið
enda sé það skref í átt
til meira lýðræðis í
skipulagsmálum. Ekki vil ég van-
meta góða viðleitni til að auka lýð-
ræði og þátttöku almennings í
skipulagsmálum enda erum við þar
umtalsverðir eftirbátar flestra að-
liggjandi þjóða en þó skiptir miklu
hvernig með er farið. Síðastliðin 30
ár hafa skipulagsfræðingar þróað
aðferðafræði um hvernig æskilegt
sé að undirbúa mál til ákvarðan-
töku og virkrar þátttöku almenn-
ings. Ekki þarf t.d. að leita lengi á
Netinu (public participation in
planning) til þess að finna helstu
atriði þessa máls en einnig eru til
margar ágætar handbækur sem
fjalla um þessi fræði. í grófum
dráttum hefur hér átt sér stað þró-
un frá einföldum kostnaðar-/ávinn-
ingssamanburði í heildrænan sam-
anburð á mismunandi kostum og
áhrifa hvers kosts á viðkomandi
samfélag (community impact).
Hér er þó í grundvallaratriðum
ekki um annað að ræða en framfar-
ir í viðkomandi ákvarðanatökuferli
til þess að reyna að tryggja betri
ákvarðanir en ella. Hliðstæðar
framfarir áttu sér stað víða um
heim í kjölfar löggjafar sem
Bandaríkjamenn settu árið 1970
um mat á umhverfisáhrifum og
einnig er víða farið að nota skyldar
aðferðir við mat á afleiðingum
hugsanlegrar stefnumörkunar op-
inberra aðila og fyrirtækja áður en
hún kemur til framkvæmda.
Framtíðarflugvöllur, á eða í
Gestur
Ólafsson
tengslum við höfuðborgarsvæðið,
skiptir alla íslendinga miklu og því
verðum við að hafa í höndunum
fullnægjandi mat og samanburð á
þeim kostum sem koma til greina
ef hægt á að vera að taka forsvar-
andi, vitlega ákvörðun um málið.
þetta ætti að liggja í augum uppi.
Annars eru litlar líkur á að kosning
verði mikið meira en vinsælda-
kapphlaup eða fegurðarsamkeppni
þar sem almenningur hefur enga
möguleika á að setja sig inn í
grundvallaratriði málsins. Þetta
mál er líka miklu flóknara en svo
að það snúist bara um flugvöllinn,
flugtæknileg atriði eða þrönga
skammtímahagsmuni. Framtíð
Reykjavíkurflugvallar er eitt af
grundvallaratriðum í samgöngu-
stefnu íslands og framtíðarskipu-
lagi Reykjavíkur og byggðar á suð-
vesturhorninu. Þetta er því ekki
mál sem forsvaranlegt er að biðja
fólk að taka afstöðu til án þess að
sýna áður á skiljanlegan hátt
helstu afleiðingar af þeim kostum
sem hér koma til greina og vænt-
anleg áhrif þeirra á viðkomandi
sveitarfélög - bæði góð og slæm.
Það er því tvímælalaust hlutverk
þeirra manna sem hafa tekið að sér
að leiða þetta mál til úrskurðar al-
mennings - og þá sérstaklega
þeirra háskólamanna sem hér eiga
hlut að máli - að tryggja að und-
irbúningsvinnan og samanburður á
mismunandi kostum séu faglega
unnin og sett fram á einfaldan,
skiljanlegan hátt, áður en til kosn-
inga kemur.
Höfundur er formaður
Skipulagsfræðingafélags lslands.
r
■ *■
Undirföt
silkináttföt
tólkikjólar
feHflkiólar
f Ul £ Vj lUP [
undirfataverslun Kringlunm,
sími 553 7355.
MUNIÐ GJAFAKORTIN VIN
air isolate max, st. 36-42
verð 10.490
ÚTILÍF
air tuned idea, st. 36,5-41
verð 13.590
Sirri 54513» • wwaaíffiis
air winter waffle, st. 42-46,
verð 10.490
air double face, st. 42,5-48,5
verð 8.950
air dri goat
st. 38-40,5
verö 12.490
gore-tex
x-up, st. 32-38,5
verð 4.750
air double face bg, st. 35-38,5
verö 6.290
x-up velcro, st. 28-35
verð 4.750
air gleam mid, st. 36-42
verð 7.990
air amenity, st. 41-49,5
verð 7.250
Vantar þig vinnu?
www.radning.is