Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Landssími íslands verð ur seldur í heilu lagi §|r v^GMUMD' Og eina enn, og aftur eina enn, fyrir Dabba sinn. Jóla hvaðj annað en.. hsmúl AEG Bless bursti Nú gef ég sjálfum mér uppþvottavél Þetta er sú heitasta og hljóðlátasta á markaðnum. Túrbó þurrkun, 6 þvottakerfi, 6 falt vatnsöryggi og 3 vatnsúðarar. Tekur 12 manna stell. Þetta er alvöruvél og hún vinnur verk sín í hljóði. 59.900 AEG Hreint út sagt.. ..fullkomin þvottavél á sinn einfalda hátt. 400-1400 snúningar, öll hugsanleg þvottakerfi og stærra op. 69.900 1' m AEG Nú færðu það þvegið vmt' Alvöru þvottavél með 1200/600 snúninga þeytivindu. 54.900 Hvorki vott. barkarlaus þurrkari sem þéttir gufuna 54.900 Helmsending Innifalln i verðl á stór Reykjavikur-svæðlnu Hvorki vott, en J**.. væri gott ef hann þyldi þvott -ég má nú lika rugla aðeins, svo sjaldan maður skreppur í bæinn. BRÆÐURNIR Öll verð eru staögreiösluverð. Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 www.ormsson.is Ný rafræn örorkuskírteini Spor í átt til niitímans TEKIN hafa verið í notkun hjá Trygg- ingastofnun ríkis- ins rafræn kort fyrir þá ör- yrkja sem metnir hafa verið til 75% örorku eða meira. Sæmundur Stef- ánsson deildarstjóri var spurður hverju þetta breytti fyrir stofnunina. „Þetta breytir því að þama er komið varanlegra form á skírteini en verið hefur. Aður þurfti að end- urnýja skírteini þegar örorka var endurmetin, sem gert er eftir ákveðn- um reglum á eins, þriggja og flmm ára fresti. Nú hef- ur þeim reglum verið breytt, þannig að örorka er endurmetin með heldur lengra millibili. Því þarf ekki að endumýja skírteinin eins oft og áður, þetta er því varan- legra form á skírteinum en áður tíðkaðist.“ -En hvað með skírteinishafa, hvert er gagn þeirra af þessum nýju kortum? „Það má segja að með þessu sé verið að færa örorkuskírteini til nútímalegra horfs. Um langan tíma hafa þessi skírteini verið prentuð, sett í plasthulstur og það hefur örlað á því að það væri nei- kvætt viðhorf til gömlu skírtein- anna, fólk jafnvel skammaðist sín fyrir þau. En með nýju skírtein- unum má segja að notkun þeirra sé orðin með svipuðu móti og ger- ist með önnur skírteini sem fólk þarf að framvísa í dag við marg- vísleg tilefni, svo sem debet- og kreditkort og ökuskírteini. Þessi nýja gerð skírteina er í takt við það sem almennt gerist í dag.“ - Eru margir komnir með þessi rafrænu örorkuskírteini? „Fyrir nokkmm vikum vora send út bréf til um það bil 5000 handhafa örorkuskírteina, þar sem þeim var tilkynnt um þessa nýju gerð skírteina, jafnframt var þeim tilkynnt að þeir þyrftu að skila inn ljósmynd og að kortið væri gjaldfrítt. Ég hef ekki ná- kvæma tölu um hversu margir eru komnir með skírteini en gert var ráð fyrir að þessi breyting myndi ganga í gegn á nokkram mánuðum." - Hvernig eru þessi kort notuð? „Þessi skírteini veita handhöf- um afslátt af læknis- og lyfja- kostnaði samkvæmt lögum um al- mannatryggingar. Ef handhaf- arnir fara til læknis, sækja lyf í lyfjabúð eða þurfa í rannsóknir og fleira er segulrönd á skírteininu sem geymir upplýsingar um við- komandi aðila, kennitölu hans og hver séu réttindi hans innan al- mannatrygginga. Skírteini þessi em notuð á sama hátt innan al- mannatryggingakerfisins og önn- ur rafræn kort em notuð úti í samfélaginu." -Af hverju var þessi breyting gerð? „Hluti af svarinu við því er sá að frá árinu 1998 hefur _________ verið starfandi sam- starfsnefnd, skipuð fulltrúum Trygginga- stofnunar og hags- munasamtaka öryrkja. Þessi samstarfsnefnd, sem sett var á laggirn- —■ ar 1998, hefur það verkefni m.a. að leita leiða til að bæta þjónustu við öryrkja og má segja að útgáfa þessara nýju örorkuskírteina sé árangur af því starfí ásamt fleiru. Þess má geta að upplýsingarnar á skírteininu era lika á ensku, sem gerir notendum þess mögulegt að nota það erlendis. Nefndin hefur Sæmundur Stefánsson ► Sæmundur Stefánsson fæddist 18.2.1954 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1975 og BA-prófi í íslensku og sögu frá Háskóla íslands árið 1986. Hann hefur starfað við útgáfu, kynningarmál og almannatengsl frá námslokum og er nú deild- arstjóri kynningarmála hjá Tryggingastofnun ríkisins. Sæ- mundur er kvæntur Steindóru Bergþórsdóttur myndlistarkonu og eiga þau þrjár dætur. Viðskiptavinir Trygginga- stofnunar um 55 þúsund mánaðarlega líka staðið fyrir fræðslunámskeið- um fyrir öryrka." - Eru fleiri breytingar í vænd- um? „Almennt er verið að taka upp hjá Tryggingastofnun rafrænt viðmót, koma á rafrænum sam- skiptum víða í starfseminni. Þetta er þó afskaplega umfangsmikið verkefni og tekur langan tíma. Þess má geta t.d. að nú era komin á rafræn samskipti við stóran hluta lyfjabúða í landinu, sem ger- ir það að verkum að allir lyfseðlar sem afgreiddir eru í lyfjabúðum eru nú sendir rafrænt til Trygg- ingastofnunar. Það getur hver maður séð fyrir sér hvað það þýð- ir minna pappírsumfang en áður. Það má geta þess til viðbótar að heimasíða stofnunarinnar hefur verið í endurgerð að undanförau, þar sem lögð verður áhersla á að gera hana notendavænni eða að- gengilegri fyrir viðskiptavini. Þar verður hægt t.d. að nálgast eyðu- blöð á rafrænu formi þannig að í heildina tekið getum við sagt að Tryggingastofnun sé á fullri ferð að nútímavæða starfsemi sína að þessu leyti. Hin rafrænu sam- skipti við t.d. lyfjabúðir og mörg fleiri slík munu ábyggilega aukast umtalsvert á allra næstu árum.“ - Þýðir þetta peningalegan sparnað í kerfínu? „Það er erfitt að segja til um það, vinnan og vinnulagið breyt- ist, pappírinn og einhæf pappírs- vinna víkur en starfið breytist og jafnvel eykst að öðru leyti.“ - Eru þetta öruggari samskipti? „Ég myndi halda að rafræn samskipti innan þessa sviðs ættu að geta orðið það en hitt er ljóst að til þess að “ gera þau trygg verður að viðhafa mjög strangt öryggis; eftirlit, gæta öryggis í hvívetna. í tengslum við þessi rafrænu sam- skipti öll má geta þess að við- skiptavinir stofnunarinnar eru mjög margir eða um það bil 55 til 60 þúsund í hverjum mánuði, sem eru tæp 20% af íbúafjölda ís- lands.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.