Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 68
 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Friðarvon * Sveins Rúnars í GREIN Sveins Rúnars Haukssonar, formanns félagsins ís- land-Palestína, í Morg- unblaðinu frá 8. des- ember er fjallað í stuttu máli um þann ófrið, sem nú geisar fyrir botni Miðjarðarhafs. Eins og hans er vísa, er umfjöll- unin hinn venjubundni áróðm1 ofsafenginna stuðningsmanna Palest- ínumanna, þar sem stað- reyndum er hnikað og sannleikurinn troðinn í svaðið fyrir málstaðinn. Af mörgu er að taka, en hér er aðeins rúm fyrir örlitla umfjöllun um þá atburði, sem nú eiga sér stað fyrir botni Miðjarð- arhafs. manna á síðustu miss- erum. í Moskvu, fyrr á þessu ári, lýsti Arafat því yfir, að hann vildi fá stóra hluta af land- svæði ísraels, langt umfram Vesturbakk- ann og Gasa. Og hann veit, að svo mikið fær hann aldrei með friðar- samningum, enda var Óslóarsamningurinn í huga hans aldrei annað en lítilmótlegt bréf- snifsi. Það sem Palest- ínumenn vilja, bæði liðsmenn Arafats og stuðningsmenn Hamas, er islamskt ríki á öllu því svæði, sem ísrael ræður nú yfir, eins og nær endalausar yfirlýsingar þeirra gefa tUefni til að ætla. Snorri G. Bergsson Palestínumenn teygja sig stutt Sveinn segir, að ekki vanti sveigj- anleika og friðarvilja Palestínu- manna. Það er rangt. Þeir setja fram kröfur og lýsa því yfir, að ef þeim ^erði ekki fylgt til hins ítrasta, verði stríð og átök. Þetta er hvorki friðar- vilji né heldur sveigjanleiki í samn- ingum. í grein The New York Times frá 27. júlí segir svo: „Þijár myndir á forsíðu The Times segja söguna af Camp David [samningaviðræðunum]: Ehud Barak undrandi og óánægður, Bill Clinton niðurbrotinn og Yasser Arafat glottandi. Hvers vegna? Því Arafat gaf ekkert eftír. En leiðtogi ísraels, undir hvatningu forseta Bandaríkjanna, gaf það mikið eftir að , ^hann braut heit sín í kosningabarátt- únni... Hann bauð Arafat næstum því allan Vesturbakkann, þar á meðal hinn mikilvæga Jórdan-dal... og hann bauð það sem hefði verið óhugs- andi fyrir ári, að gefa rQd Palestínu- manna eftir hluta af Jerúsalem. Ekki nóg, sagði Arafat." Hann vfil fá allan pakkann, „ég er þannig maður, að ég vil allt eða ekkert," eins og hann sagði frá í viðtali nokkru síðar. Palestínu- menn hafa nefnilega ekki, eins og Sveinn heldur fram, sætt sig við landamærin frá því fyrir 1967, það sanna yfirlýsingar palestínskra ráða- Nettof, ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR FATASKAPAR á fínu verbi ALLTAÐ 30% AFSLÁTTUR riform | HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) SlMI: 552 4420 Friðarsamningarnir með augum Palestmumanna í mosku í Jóhannesarborg hélt Yasser Arafat ræðu 10. maí 1994 um friðarsamningana við ísrael, þar sem Palestínumenn Ef stríðsglæpir hafa veríð framdir á svæðinu fyrír botni Miðjarðarhafs, segir Snorrí G. Bergsson, ber Arafat sjálfur þar mesta ábyrgð. hann hvattí til heilags stríðs, jihads, gegn Israel. í ræðu hans, sem tekin var upp, segir meðal annars: „Hið heilaga stríð mun halda áfram. ... Þessi samningur, sem ég tel ekki mætari en þann samning sem spá- maður okkar, Múhameð, gerði við Kúraish ... En Múhameð samþykkti slíkan samning og við samþykkjum nú friðarboð þetta.“ Fyrir þá sem ekki þekkja, gerði Múhameð friðar- samning við íbúa Mekku, sem einkum voru af Kúraish-ættinni, tíl tíu ára. En þegar hann var orðinn nægjan- lega sterkur, réðst hann á borgina og kúgaði íbúana til að snúast til íslams eða deyja ella. Með sama hætti sér Arafat friðarsamninga við ísrael. Þetta er hin langa friðarhönd Palest- ínumanna. Samkvæmt fréttum af fundi Ara- fats með arabískum sendierindrekum í Stokkhólmi 30. janúar 1996, greinir hann frá væntíngum sínum af loka- stígum friðarsamninga ísraela og Palestínumanna: „Við, Palestínu- menn, munum taka yfir allt landið, Jólastemmning í Míru 20% afsláttur af öiium borðstofusettum og sófaborðum til jóla. 30% afsláttur af postuiíni og glösum Bæjarlind 6, sími554 6300 www.mira.is þar á meðal alla Jerúsalem," sagði Arafat. „Við, í PLO, munum nú beina öllum kröftum okkar að því að kljúfa ísrael sálfræðilega í tvo flokka. [Við munum] ... gjöreyða Ísraelsríki og stofna hreint rfld Palestínumanna. Við munum gera ísraelum lífið óbæri- legt með sálfræðilegu stríði og sprengingu í fólksfjölda: Gyðingar munu ekki vilja búa meðal okkar, Araba.“ En hefur Arafat ekki skipt um skoðun síðan? Nei. Yfirlýsingar hans í íjölmiðlum, allt fram á okkar dag, bera þess merki, en þar er af nógu að taka. En hvers vegna skrifaði Arafat þá undir friðarsamninga við ísrael? Hann svaraði því sjálfur í við- tali í egypska sjónvarpinu: „Þegar Múhameð gerði Khudaibiya samning- inn [við Mekkubúa] samþykktí hann að fjarlægja títilinn „sendiboði Allah“ úr samningnum. Omar bin Khatib og félagar hans töluðu þá um „samning hinnaveikari"... Friðarsamningamir sem við gerðum eru „samningur hinna veikari" ... Við munum heiðra samninga á sama hátt og Múhameð spámaður og Saladín gerðu við samn- inga sem þeir undirrituðu." Og báðir sviku við fyrsta tækifæri og gripu til vopna. Eins gera Palestínumenn nú. „Al-Aqsa uppreisnin" Nú á haustdögum 2000 hefur geng- ið yfir uppreisn yfirvalda palestínsku heimastjórnarsvæðanna í því skyni að knýja Israelsmenn til að láta eftír þeim allar þær kröfur, sem fram eru bomar. Óeirðimar hafa verið settar þannig fram í fjölmiðlum, að þeir væra skyndileg fjöldauppreisn til að mótmæla heimsókn hóps ísraelskra þingmanna til mesta helgistaðar Gyð- inga, Musterishæðarinnar. En stað- reyndin er sú, að þetta ofbeldi Palest- ínumanna var fyrirfram skipulagt. Heimsóknin hafði verið samþykkt daginn áður af þar til bæram yfir- manni palestínsku öryggisveitanna, Jibril Rajoub, sem sagði, að heim- sóknin myndi ekki hafa neinar afleið- ingar. En næst áttí sér stað stórsko- taárás grjótkastara á fyrirbiðjendur Gyðinga við „Grátmúrinn", skipulögð af Tanzim-árásarsveitum Fatah- hreyfingar Arafats. Evrópskir sjón- varpsmenn náðu jafnvel myndum af Tanzim-mönnum útdeila molotov-kokkteflum tfl palestínskra unglinga, skipulagðra og þjálfaðra hópa sem fómað er með skipulögðum hætti á altari Arafats. En þeir vora teknir fastir og myndir þeirra gerðar upptækar. Myndir hafa þó náðst af því, þegar lögreglumenn og Tanzim- liðar skipulögðu framgöngu ungra gijótkastara og tóku sér stöðu víg- búnir að baki þeim. Framhaldið þekkja allir. Ef stríðsglæpir hafa verið framdir á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs, ber Arafat sjálfur þar mesta ábyrgð. En mikið hlýtur að vera erfitt fyrir þá vopnabræður, Arafat og Svein Rúnar, að þurfa að Ufa lífi sínu svo gegnsósa af hatri, að staðreyndir faUa í valinn ásamt þeim ungu píslarvottum, sem fjölmörg arabaríki greiddu nýlega fyrir tugi milljarða í skaðabætur. Höfundur er sagnfræðingur. Starfsmenntun MJÖG ber að fagna grein sem Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs, skrifar í Morgunblaðið 3. des. sl. Loksins kemur fram þungavigtarmaður sem er umhugað um starfs- menntun. Hér er gerð tílraun tö að svara Ara og koma með álit í von um að fleiri leggi orð í þessa umræðu. Kjarasamningar kennara hemiU Ari telur kjarasamn- inga kennara hindra þróun starfs- menntunar. Hann tögreinir dæmi sem ekki hafa gengið upp núna ný- verið í samskiptum bíla- og málmiðn- aðargreina við Borgarholtsskóla. Því tílgreinir Ari ekki það sem vel hefur verið gert? Margir álíta að verknáms- deUdir iðna hafi verið gott og þarft skref í starfsmenntun, þær hafa nú verið starfræktar í 20-30 ár, þær elstu. Þegar þessum deUdum var komið á fót var launakerfi kennara svipað því sem það er nú og enginn talaði þá um að ekki væri hægt að brydda upp á nýju starfsnámi vegna kjarasamninga kennara. Margir skól- ar era að sérhæfa sig og þjónusta at- vinnulíf eftir mætti. Tilgreina má matvælagreinar í Menntaskólanum í Kópavogi sem era tfl fyrirmyndar. í síðasta heftí Islensks iðnaðar, fréttabréfi 11. nóv. 2000, er sagt frá því að íslenskir kjötiðnaðar- menn hafi sópað að sér verðlaunum í Dan- mörku fyrr á árinu. Á að árangnrs- tengja laun kennara? Ari er með hugmynd- ir um að árangurs- tengja laun kennara hér. Rök sækir hann m.a. í rannsóknir bandarískra hag- fræðinga þeirra Dales BaUous og Michaels Podgurskys við Missouri- háskóla. „Niðurstöður þeirra era að það sé fremur hvernig kennurum er greitt fyrir vinnu sína heldur en hversu mfldð, sem ákvarðar gæði kennara og árangur í skólastarfi." Hagfræðingarnir benda líka á að kennarasamtök í Bandaríkjunum hafi ávallt staðið gegn árangursteng- ingu launa. Þrátt fyrir það era Bandaiíkjamenn með eitt besta skólakerfi í heimi. Islenskt þjóðfélag er mitt í miklum breytingum. Skólar era að takast á við það á sinn hátt og atvinnulíf á ann- an hátt. Ný lög breyta mjög starfi Hallgrfmur Guðmundsson Fjárfesting í andajólanna ÞAÐ er orðin hefð á mörgum heimflum hér á landi að setja upp söfnunarbaukinn frá Hjálparstarfi kirlq'unn- ar á aðventu. Þetta er einn af mörgum góðum siðum sem tengjast jólahaldi okkar íslend- inga, siður sem byggist á kjama jólaboðskapar- ins, samúð og samhygð með öðra fólki. Enn á ný hefur Hjálparstarf kirkjunn- ar minnt á sig með því að senda söfnunarbauk- ana inn á hvert heimili. Oft era það bömin okk- ar sem era fúsust tíl að gefa, senni- lega vegna þess að gUdi og gæði jólanna höfða sterkast til þeirra. Mig langar að hvetja okkur hin sem eram fullorðin tíl að sinna þessu ákalli Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir þessi jól sem mörg hin fyrri. Kannski birtum við best hugarþel okkar og af- stöðu tíl jólaboðskaparins ef við sýn- um í verki að okkur er annt um þurfandi. Hjálparstarf kirkjunn- ar er farvegur tU að láta gott af okkur leiða. Þeir peningar sem safnast renna óskiptir til verk- efna fyrir þurfandi, bæði hér heima og er- lendis. Á sl. ári þegar góðær- ið var í hámarki bárast samt um 900 umsóknir um aðstoð frá þurfandi fólki hér innanlands. Það er staðreynd að töluverður hópur fólks hér á landi þakkar mjög þá aðstoð sem Hjálpar- starf kirkjunnar veitir í samvinnu við ReykjavíkurdeUd Rauða krossins. Fé sem stendur undir þessari vel Söfnun Hjálparstarf kirkjunnar, segír Halldór Reynisson Halldór Reynisson, er farvegur til að láta gott af okkur leiða. þegnu aðstoð kemur að langmestu leyti við jólasöfnun Hjálparstarfsins, auk þess sem ýmis fyrirtæki létta einnig undir, einkum með framlagi í matvöra. Þær krónur sem við setjum í söfnunarbaukana renna líka tfl margra verðugra verkefna í fjarlæg- um löndum. Þar má nefna öflun hreins vatns í Mósambík, hjálp við stéttlausa á Indlandi, aðstoð við menntun barna og verkefni kvenna. Einnig má nefna heUbrigðismál, s.s. alnæmisvamir, fræðslu um kynsjúk- dóma, getnaðarvarnir og öryggi við bamsburð. Á tímum framlegðar og fjárfestinga nýtast krónumar okkar í fátt betur en að leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið við að þjálpa þurfandi fólki. Það er fjárfesting í anda jólanna. Ég óska ykkur gleðUegra og gefandijóla. Höfundur er prestur (Neskirkju ( Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.