Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 41 Gull og gersemar? BÆKUR Náttúrufræðirit SKRAUTSTEINAR eftir Cally Hall. Þýðandi er Ari Trausti Guðmundsson. 160 bls. Út- gefandi er Jðn Snorri Sigurðsson; JENS ehf. Reykjavík 2000. ÍSLENZKA steinaríkið er fátæk- legt borið saman við mörg önnur lönd. Engu að síður er áhugi fólks á steinum og bergtegundum talsvert mikill og það er dauður maður, sem lætur ekki í ljós hrifningu, þegar hann sér fallegan stein. Á hinn bóginn er þekking manna á steinum vægast sagt lítil, ekki aðeins á innlendu grjóti heldur líka á erlendum steinum, enda engin furða vegna lítilla kynna. Það er rétt, sem Benedikt Gröndal segir um steina í Steinafræði og Jarðarfræði sinni frá 1878, að »eigi er unnt að þekkja neitt þess konar af lýsingum einum; menn verða að reyna og sjá«. Á síðastliðnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um fölsuð málverk. Margir hafa orðið fyrir barðinu á óvönduðum sölumönnum og greitt hátt verð fyrir lélegar eftirlíkingar af verkum gömlu meistaranna. Næsta víst er, að enn fleiri hafa goldið geipi- verð fyrir gervisteina eða glerlíki ým- issa eðalsteina, því að víða um heim eru menn, sem stunda þá iðju eina að selja óekta gripi. Heiðvirðir skart- gripasalar hafa oft varað fólk við slík- um viðskiptum, en engu að síður láta margir glepjast. Nú hafa ánægjuleg tíðindi gerzt, að út er komin lítil, en einkar handhæg bók um skrautsteina, þar sem fólk getur leitað greinargóðra upplýsinga um nær allar tegundir skrauts, sem notaðar eru í skartgripi. Að baki út- gáfunni stendur virtur silfur- og gull- smiður, Jón Snorri Sigurðsson, en þýðingu annaðist Ari Trausti Guð- mundsson. í fyrsta hluta bókar er farið yfír helztu frumatriði gimsteinafræði, myndun skrautsteina, lögun kristalla, Ijós- og eðliseiginleika ásamt mörgu öðru, sem þýðingu hefur. Þar er einn- ig rætt um fágun og slípun, en það er oft lykillinn að háu verðgildi, gerð grein fyrir gervisteinum og ódýrum eftirlíkingum. Þá er þar tíu síðna handhægur greiningarlykill, sem byggist á lit steina. Þennan litalykil ætti fólk að geta notað sér til þess að kanna eigin steina og komizt að því, hvort þeir séu ekta. Þá er meginhluti bókar, þar sem eru ítarlegar lýsingar á eðalmálmum, gulli, silfri og platínu; sh'puðum stein- um, demöntum, ametýsti, rúbíni, tít- aníti ásamt fjölda annarra, sem of langt er upp að telja, og loks lífrænum efnum, sem notuð eru í djásn, perlum, kolsteini, kóröllum, skeljum, fílabeini og rafí. Við hverja gerð er almenn lýs- ing, greint frá fundarstað og sagt frá einhverju markverðu. Þá er og getið helztu sérkenna, bæði með skýrum Ijósmyndum og sérstökum reitum efst og neðst á hverri síðu. Á síðustu síðum bókar eru svo töflur yfir efna- samsetningu, kristallakerfí, hörku, ljósbrot og margt fleira, sem þýðingu hefur í sambandi við steintegundir. Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu, en bókin er óvenju efnismikil og haganlega gerð. Myndir eru nær allar vel gerðar, að vísu heldur litlar, en góðar skýringar við mikilverðustu einkennin. Þýðing bókar hefur tekizt vel og flestu, sem máh skiptir, er vel til haga haldið. Benda má þó á, að mynd á bls. 24 er af víðsjá en ekki smásjá. Þá má nefna, að orðið krist- allur hleypur úr einum flokki nafn- orðabeyginga yfir í annan, þegar það er hluti í samsettu orði. Ekki er fullt samræmi á milh kaflaflokkunar í efn- isyfirhti og inni í bókinni. Prentvihur eru fáar og flestar af þeim toga að gleymzt hefur að þurrka út eða breyta orði, sem rekja má til tölvu- notkunar. Að vísu er letur heldur smátt en engu að síður vel læsilegt. Geta verður svo þess, að á kápu bókar kemur nafn höfundar hvergi fram, heldur aðeins nafn Ara Trausta og því lítur svo út, að hann sé höfundur bók- ar en ekki þýðandi; slíkt verður að teljast heldur óviðeigandi. »Hvað ástundun náttúruvísind- anna snertir, þá getur sérhver maður ætíð haft nóg til að skoða og rann- saka, ef hann hefur löngun til þess, þvi náttúran er alls staðar,« segir Benedikt Gröndal í áðumefndri bók sinni, og síðar bætir hann við: »Með góðum bókum styðja menn iðkanina.« Þessi orð hins gagnmerka náttúru- fræðings eiga hér vel við, því að óhætt er að mæla með bók þessari; og ekki þurfa menn að seilast langt eftir við- fangsefnum, því að þau leynast í öll- um skartgripaslaTnum. Ágúst H. Bjarnason ----------------- Joladagskrá á Sufístanum JÓLADAGSKRÁ verður á Súfistan- um, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Laugavegi, í kvöld, fimmtudag, kl. 20. Þar verður tekið forskot á jólin, lesið úr bókinni Jesús Kristur: Jesús sögunnar-Kristur trúarinnai- og ým- iss annar jólafróðleikur og hið sívin- sæla Jólahappadræti Máls og menn- ingar og Súfistans framkvæmt. Kór Flensborgarskóla syngur jólalög undir stjórn Hrafnhildar Blomster- berg. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. lcind flover ^ Freelcinder Di+ Nýskr. 8. 1999, 2000cc, dieselvél, 5 dyra, 5 gíra, L. sifurgrár, ekinn 39 þ. Verð 2.190 þ Grjóthólsi 1 Síml 575 1230/00 Nýjar bækur • ÚT eru komnar tvær nýjar myndabækur fyrir börn um risa- eðlur. Nefnist önnur þeirra Risa- eðlurnar en hin heitir Risaeðlan Aladar. Báðar bækurnar eru frá Disney, Sigrún Árnadóttir þýddi. Risaeðlan Aladar er í flokki „Litlu Disney-bókanna“ en það eru bækur með léttum texta og stóru letri fyrir unga lesendur. í bókinni segir frá því þegar und- arlegt egg fellur af himnum ofan og lendir á Lemúreyju. Lemúr- arnir eru mjög forvitnir en þeir verða dauðhræddir þegar risaeðlu- ungi skríður út. Þegar lemúrarnir sjá að þetta er elskulegur ungi sem gerir engum mein ákveða þeir að ala hann upp. Risaeðlurnar er stærri bók með mun meiri texta og ætluð eldri börnum. Þar segir einnig frá risa- eðlunni Aladar sem elst upp í góðu yfirlæti á Lemúreyju. Þegar Alad- ar er orðinn stór fer hann í við- burðaríkt ferðalag með risaeðlu- hjörð. Risaeðlurnar lenda í ótal hættum en þá kemur í ljós að Aladar er bæði hjálpfús og hug- rakkur. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bækurnar eru prentaðar í Dan- mörku. Risaeðlan Aladar er 16 bls. Leiðbeinandi verð er 290 kónur. Risaeðlurnar er 24 bls. Leið- beinandi verð er 690 krónur. "BOOSTER" STARTTÆKI 2/24 Volt 100 Ah 250 Ah 300 Ah tt. Aimtrfrt n - Siml SBB-i;íOO i.aniilKlclni ■ giiwioi.iBWI www.mbl.is ,1 ■ ■ MEÐAL VIÐBURÐA: LAUGARDAGUR 16. DES. KL. 14.00 í BORGARBÓKASAFNI GRÓFARHÚSI Lokasveiflan er ætluð allri fjölskyldunni og hefst hún með sýningu Sögusvuntunnar, Átta sögur og einni betur, þar sem Hallveig Thorlacius flytur sögur frá menningarborgum Evrópu árið 2000 við hörpuleik. Andri Snær Magnason flytur stutt erindi um bama-og unglingabækur og síðan verður lesið úr bráðskemmtilegum bókum fyrir börn og unglinga. Jólasveinar verða á sveimi og munu skemmta gestum, aðstoða börn við að velja sér bækur og veita verðlaun (jólagetraun safnsins. KVIKMYNDAHÁTÍÐ í HÁSKÓLABÍÓI TIL 17. DES. Frægustu myndir Friðriks Þórs og aðrar sem fáir hafa séð. M.a. ný eintök af Skyttunum og Rokki f Reykjavík, stóru myndirnar; Börn náttúrunnar, Djöflaeyjan og Englar alheimsins, skrýtnu myndirnar: Hringurinn, Brennu-Njáls saga og Kúrekar norðursins o.fl. SUNNUDAGUR 17. DES. KL. 16.00 í LANGHOLTSKIRKJU Jólatónleikar helgaðir verkum J.S. Bach í tilefni 250 ára ártíðar hans og útgáfu Kammersveitarinnar á Brandenborgarkonsertunum. Kammersveitin flytur allar hljómsveitarsvítur Bachs og hefur fengið hinn þekkta fiðluleikara Reinhard Goebel sem stjórnanda. Hann er þekktur sem einn af frumkvöðlum I flutningi barokktónlistar á gömul hljóðfæri og hefur síðasta aldarfjórðunginn sýórnað og leikið með hinni frægu hjjómsveit Musica Antiqua Köln. Einleikari: Martial Nardeau, flauta. Forsala hjá Máli og menningu. ÞRIÐJUDAGUR 19 HAFNARHÚSINU DES. KL. 17.00 í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR f Frumsýning á sjónvarpskvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Borgin er skoðuð I nýju jjósi og spurningum og skemmtilegum möguleikum sem snerta þróun Reykjavíkur er velt upp. Hvað réði því að Reykjavlk lítur út eins og hún birtist okkur nú við aldamótin? Myndin verður sýnd l Sjónvarpinu 30. desember nk. LAUGARDAGUR 30. DES. KL. 15.00 Á INGÓLFSTORGI Fjölmargir kórar barna og fullorðinna syngja út menningarárið. ÍTARLEG DAGSKRÁ Á www.reykjavik2000.is ¥- mvmrnmm Jkmtm xmmm MATTARST ólpar menningarborgar (§) BÚNABARBANKINN Landsvirkjun CIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.