Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR14. DESEMBER 2000 57
----------------------------------jjj;
ARNIINGOLFUR
ARTHURSSON
+ Árni Ingólfur
Arthursson
fæddist á Reyðar-
firði 6. nóvember
1942. Hann lést í
Reykjavík 1. des-
ember siðastliðinn.
Árni Ingólfur var í
sambúð með Lilju Ei-
ríksdóttur í nokkur
ár. Hennar börn eru
Eiríkur, Guðrún og
Rúnar.
Árni Ingólfur var
sjómaður um árabil.
Hann lærði bifreiða-
smíði hjá SVR. Á síð-
ari árum var hann starfsmaður á
vélaverkstæði hjá ESSO og síðan
Olíudreifíngu.
Útför Árna Ingólfs fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Deyrfé,
deyjafrændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Við vorum illilega minnt á það
hversu stutt er á milli lífs og dauða,
þegar andlát Árna frænda bar svo
snöggt að. Eitt andartak var hann
hress og kátur á leið til „Pólskí“ í
langþráða veiðiferð og á næsta
augnabliki var honum kippt í enn
lengra ferðalag en fyrirhugað var.
Ami hafði til að bera sterkan per-
sónuleika, hann var einstaklega hlýr
maður og bamgóður. Hann var
greiðvikinn með afbrigðum og sann-
ur vinur vina sinna. Það þurfti ekld að
biðja Árna um aðstoð, það var eins og
hann fyndi á sér ef eitthvað var öðru-
vísi en það átti að vera og þá var
höndin rétt fram. Ami hafði sterka
kímnigáfu til að bera og gátum við
setið og hlegið af litlu tilefni. Okkur
er minnisstætt þegar Ámi tók GSM-
símann í sína þjónustu nú á haust-
dögum. Hann átti í nokkru basli með
að átta sig á tökkunum og sátu
frændurnir lengi kvölds og æfðu sig
með tilheyrandi hlátrasköllum. Ekki
er hægt að minnast Áma án þess að
leikni hans í Ijósmyndun komi upp í
hugann. Hann var eiginlega orðinn
„aðalljósmyndari" okkar fjölskyldu,
hvort sem festa þurfti á filmu merk-
isatburði í núinu eða taka eftir göml-
um ljósmyndum. Hann var smekk-
maður á mat og það var gaman að
bjóða honum í sunnudagssteikina. Þá
borðaði hann vel og fannst mikið gott
að fá eitthvað sætt í eftirrétt. Arni
tók vel eftir umhverfi sínu og hafði á
orði ef einhverjar breytingar höfðu
orðið á heimili eða fjölskyldumeðlim-
um, og lét þá gjaman í ljós hvort hon-
um líkaði betur eða verr. Ami hafði
áhuga á öllum veiðiskap og eru ófáar
ferðimar sem við frændur fómm
saman til fjalla í þeim tilgangi. Þetta
sameiginlega áhugamál okkar var
endalaus uppspretta umræðna.
Áma hefði eflaust ekki líkað það að
skrifuð væri mærðargrein um sig, og
er því við hæfi að geta þess að hann
gat verið fastur fyrir og hafði ákveðn-
ar skoðanir á mönnum og málefnum.
Stundum var hann býsna líkur föður
sínum og í huga okkar var það mikill
kostur.
Minningarnar streyma fram, bæði
héðan og frá Reyðarfirði, allar em
þær góðar og flestar skemmtilegar
og tengdar spaugilegum atvikum.
Ami var ógiftur og bamlaus, en
hann gerði öll böm systkina sinna að
börnum sínum og böm þehra að
barnabörnum sínum. Allir áttu Árna
sem frænda og afa, bæði skyldir og
óskyldir.
Góður drengur er genginn á vit
feðra sinna og við stöndum eftir með
sorgíhjarta.
_ Við biðjum algóðan Guð að geyma
Árna frænda og blessa minningu
hans.
Páll og Steinunn.
Árni frændi okkar var svona
manneskja sem gat allt-
af hlustað á mann og
gerði aldrei lítið úr því
sem maður var að
segja, og hann gat alltaf
sett sig á sama plan og
viðmælandinn var á.
Hann var rosalega dug-
legur og var alltaf til í
að hjálpa öllum. Ef ein-
hvern vantaði eitthvað
gat hann alltaf hjálpað.
Það var alltaf hægt að
plata hann til að gera
hluti með sér sem eng-
um öðrum dytti í hug að
gera, eins og að elta
uppi selstennur. Ami var ótæmandi
uppspretta skemmtilegra sagna af
fólki og atburðum sem hann hafði
kynnst um ævina og gat hlegið tím-
unum saman að fyndnum sögum og
bröndurum. Hann var búinn að
breytast mikið með aldrinum og far-
inn að gera fullt af hlutum sem hann
langaði að gera, taka því sem lífið hef-
ur upp á að bjóða. Ámi studdi mann
alltaf í öllu sem maður tók sér fyrir
hendur þótt öðram hefði stundum
fundist það hljóma svolítið heimsku-
lega, en hann sagði manni alltaf að
láta vaða ef maður héldi að það væri
raunhæft. Hann var mjög opinn fyrir
nýjungum, og þó að hann væri svolít-
ið sérvitur var hann yfirleitt til í að
prófa hlutina, sama hversu spánskt
þeir komu honum íyrir sjónir. Hans
verður sárt saknað af rosalega mörg-
um, en við eram þakklátar fyrir allar
góðu stundirnar, spjallið, skilninginn
og óteljandi ævintýri sem við munum
alltaf varðveita í hjörtum okkar.
Að loknum löngum degi niðri í fjöru
snúum við aftur heim og dagurinn heldur
áfram.
En ferðinni fylgir alltaf söknuður
eftir hafinu og Qörunni.
Eftírkyrrðinni
og vindinum sem virðist sk^ja
hvenæráaðblása
oghvenæraðþegja
Og stundum virðist sem fúllkomnustu
sjávarfóllin
með skilningsríkustu og bestu öldumar
hafi aldrei verið til í raun og veru
heldur verið tálsýnir
einsogenglar
sem komu til okkar og studdu okkur
ogfómsvoburt.
En er kvölda tekur sjáum við að hver fjara
er byijun á nýju flóði.
María og Sigrún.
Vegir Guðs era órannsakanlegir
og máttur mannsins lítill gegn æðri
máttarvöldum. Þetta kemm; í hugann
þegar við kveðjum í dag Árna Art-
húrsson.
Það var okkur harmafregn er við
fréttum að Ami væri látinn, langt
fyrir aldur fram. Hvorki okkur hér í
Olíudreifingu né aðra gat órað fyrir
því Jafnhraustur og vel á sig kominn
og Árni var. Kallið kom er hann var á
leið í leyfi með félögum sínum til að
sinna sínu eina áhugamáli sem var
skotveiði. Frítími sem Ami hefði átt
skilið að njóta að afloknu góðu dags-
verki.
Með Árna er genginn góður sam-
starfsmaður og ekki síst góður félagi.
Hann var trúr og traustur vinur vina
sinna sem einstaklega gott var að
leita til. Greiðasemi var honum í blóð
borin. Árni ávann sér virðingarsess
meðal okkar samstarfsmanna sinna
fyrir dugnað og ósérhlífni ásamt
þeirri sérþekkingu sem hann aflaði
sér sem fagmaður. Samstarfsmenn
Árna sýndu honum traust sitt í verki
þegar þeir kusu hann til trúnaðar-
starfa. Vandfundinn er sá starfsmað-
ur sem var stundvísari og samvisku-
samari en Árni var í þau tæpu fimm
ár sem hann starfaði hjá Olíudreif-
ingu ehf. Þar á undan starfaði hann í
fjórtán farsæl ár hjá Olíufélaginu h/f.
I dag kveðjum við góðan dreng
með söknuði og hefðum óskað þess að
samvistir okkar hefðu getað orðið
lengri og við fengið að njóta mann-
kosta hans lengur. Með Árna er
genginn drengur góður sem við
munu sakna um ókomna tíð. Hvíl í
friði.
Við vottum ættingjum Áma og
vinum okkar dýpstu samúðar. Fyrir
hönd Olíudreifingar ehf. og sam-
starfsmanna.
Hörður Gunnarsson.
Á föstudagsmorgun, þegar ég var
að fara í vinnuna, hringir síminn. Það
var faðir minn. Hann sagði mér að
hann Ámi frændi væri dáinn. „Ha,
hvað segirðu?" Hann Árni frændi
þinn er dáinn. Mér fannst sem tíminn
stæði kyrr eitt andartak. Hann sem
hlakkaði svo til þessa dags. Hann
ætlaði til Póllands á villibráðarveiðar.
Hann var ekki vanur að bera
vandamál sín á torg. Þess vegna vissi
nánast enginn hve veikur hann var
orðinn. Árni var sérlega greiðvikinn
maður og ósérhlífinn. Hann var alltaf
tilbúinn að rétta hjálparhönd. Hann
var einn af þeim mönnum sem vora
mjög laghentir. Allt frá því að sauma
kjóla upp í að gera við og smíða yfir
bíla.
Ámi var mikill útivistarmaður og
náttúraunnandi. Hann stundaði svig-
og gönguskíði á vetuma ásamt göng-
um og skotveiði. Á sumrin gekk hann
oghjólaði.
í frium fór hann mikið á sínar
æskuslóðir, Reyðarfjörð, en sá stað-
ur var honum mjög kær.
Áma auðnaðist aldrei að eignast
böm en átti þó „mörg“.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig, elsku frændi. Það er
sárt að sjá á eftir þér svo snemma.
Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert
núna.
Guð blessi minningu þína.
Amþór.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Senda má grein-
ar til blaðsins í bréfasíma 669 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höfundar/sendanda
fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heima-
síðum. l>að eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við
meðallínubil og hæfilega línulengd - eða
2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
t
faðir okkar,
Elskulegur eiginmaður minn,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBRANDUR GUNNAR
GUÐBRANDSSON,
Búðargerði 5,
Reykjavík,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi
þriðjudaginn 5. desember, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 15. desember kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag Krabbameins-
sjúkra barna.
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Ásta G. Guðbrandsdóttir, Garðar Ágústsson,
Jóhanna J. Guðbrandsdóttir, S. Stefán Ólafsson,
Jón Marinó Guðbrandsson, Elín Elísabet Baldursdóttir,
Anna Kristín Guðbrandsdóttir, Benjamín M. Kjartansson,
Guðbjörg Jóna Jóhanns, Vilhjálmur B. Þorvaldsson,
afabörn og langafabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BALDUR SIGURÐSSON,
Álfatúni 17,
Kópavogi,
sem lést aðfaranótt sunnudagsins 10. desem-
ber, verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 15. desember og hefst
athöfnin kl. 15.00.
Unnur Þóra Þorgilsdóttir,
Þorgils Baldursson, Inga Jónsdóttir,
Sigurbjörg Baldursdóttir, Ásgeir Beinteinsson,
Hallur A. Baldursson, Kristín S. Sigtryggsdóttir,
Sigurður Baldursson, Borghildur Sigurbergsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
LAUFEY AÐALHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR
(Lulla),
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis
á Vífilsgötu 18, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 15.desember kl. 13.30.
Guðný Kristín Garðarsdóttir, Konstantín Hauksson,
Rafn Benediktsson, Hulda Hjaltadóttir,
Guðrún Sigurjónsdóttir,
ömmu-, langömmu-
og langalangömmubörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
AUÐUNN KR. KARLSSON,
sem lést á heilbrigðisstofnun Suðumesja
sunnudaginn 10. desember, verður jarðsung-
inn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. desem-
berkl. 11.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minn-
ingarsjóð Kristjáns Ingibergssonar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Auðunsdóttir,
María Auðunsdóttir,
Helga Auðunsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN KRISTINN BJÖRNSSON,
Hellulandi,
Skagafirði,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 12. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórunn Ólafsdóttir.
+
Faðir okkar,
SVEINN BERGMANN BJARNASON,
lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 12. desember.
Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni mánudaginn 18. desember
kl. 13.30.
Bjami, Ingibjörg, Úndtna, Ásmundur, Ámi, Rúnar, Sigrún,
Jón Þór og Róslind Sveinsböm og aðrir vandamenn.
+
Elskuleg systir, mágkona og frænka,
ESTER GUÐLAUG WESTLUND,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 15. desember kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Steingrímur Westlund
og fjölskylda.