Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 66

Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 66
J>6 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000______________________________________MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Boðberar válegra tíðinda EITT af þeim þung- bæru verkefnum sem lögreglan sinnir eru sjálfsvíg. Lögreglunni er skylt skv. lögum að rannsaka voveifleg dauðsföll, en til þeirra teljast m.a. sjálfsvíg. Henni er ennfremur skylt að tilkynna nán- ustu aðstandendum um mannslát. Verkefni þessi útheimta fag- mennsku, þekkingu og reynslu. Kiaufaleg eða hranaleg framganga lögreglumanna í slík- um málum er með öllu óásættanleg. Ég starfa sem reglumaður hjá Reykjavík, nánar Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlög- Lögreglunni í tiltekið í rann- Iðulega velti ég þeirri spurningu fyrir mér hvernig ég eigi að tilkynna aðstand- endum um sjálfsvíg þeirra nánustu. Það eru þung spor að bera slík tíðindi á borð fyr- ir fólk, sorg þeirra verður átakanleg og engin orð bæta fyrir slík váleg tíðindi. Eitt að hlutverkum lögreglumanna og þá oftast rannsóknarlög- reglumanna er að rannsaka bakgrunn sj álfsvígsfórnarlamb- ana. Það er gert með því að ræða við nánustu aðstand- endur þeirra. Þannig eru þeir innt- ir eftir sjúkrasögu, áfallasögu og fjölskyldutengslum þess látna. sjálfsvígum einstaklinga, kemur í þeirra hlut að biðja nánasta ætt- ingja þeirra um leyfi til að láta framkvæma réttarkrufningu á líki einstaklinganna. Tekið skal fram að menn verða ekki bornir til graf- ar nema að ljós dánarorsök liggi fyrir. Utiloka verður þann mögu- leika að viðkomandi einstaklingi hafi verið fyrirkomið eða látist með öðrum hætti, en það er einungis hætt með réttarkrufningu. Það reynist lögreglumönnum oft erfitt að rækja þetta hlutverk, sérstak- lega ef þeir búa ekki yfir reynslu eða njóta ekki aðstoðar reyndari manna. Oft þurfa lögreglumenn að hitta aðstandendur sjálfsvigsfórnar- lamba seinna og skýra út fyrir þeim hvað blasti við þeim á sjálfs- vígsvettvangi, hvað kom út úr lög- reglurannsókninni o.s.frv. Það er erfitt að segja frá þessu og að- standendur krefjast svara við ýms- um spurningum, oft spurningum sem lögreglumönnum hefur láðst að spyrja og geta því ekki svarað. Það þarf að umgangast fólkið með mikilli nærgætni við slík tækifæri. Ég get aldrei gleymt þeim stundum þegar ég hef gerst boð- Sjálfsvíg Reynt er að finna orsakir fyrir við- beri válegra tíðinda. Þetta eru til- komandi sjálfsvígi. Orsakirnar eru finningaþrungin augnablik og hafa og unglinga í anda mannúðarhug- sjónar Rauða krossins. Afmæli Allir verða að leggjast á - i eitt að koma í veg fyrir sjálfsvíg, segir Kristján Ingi Kristjánsson, og tryggja fólki í sjálfsvígs- hugleiðingum aðstoð. sóknardeild 3. Starfsmenn þessar- ar deildar rannsaka m.a. sjálfsvíg sem eiga sér stað í umdæmi Reykjavíkurlögreglunnar. Þannig hef ég síðustu árin öðlast mikla -’Teynslu í slíkum málum ásamt starfsfélögum mínum. Ég hef þurft að fara á ýmsa staði og séð hvernig fólk á öllum aldri hefur svipt sig lífi með misjöfnum hætti. Það hefur margoft orðið hlutskipti mitt að til- kynna fólki um að þeirra nánustu hafi svipt sig lífi. Ég hef líka kynnst sjálfsvígi frá sjónarhorni aðstandenda, en ég missti fyrir tveimur árum náinn fjölskyldumeðlim í sjálfsvígi. Ég hef þannig kynnst sjálfsvígi frá sjónarhorni syrgjanda og sjálfsvíg- um frá sjónarhorni fagmanns. oft eftirfarandi: • Einmanaleiki • Þunglyndi • Afengis-, vímu- og fíkniefna- neysla • Niðurlæging • Ymiss konar áföll • Vanlíðan • Félagsleg sefjun/smit • Arekstrar við umhverfið. • Langvarandi veikindi. Sorgin brýst út með ýmsum hætti, með tregablandinni reiði, gráti, afneitun, algjöru niðurbroti o.fl. Sumir bera harm sinn í hljóði og fráföll þeirra nánustu virðast ekki snerta þá, þótt maður viti að innra með þeim fari fram sálræn barátta. Lögreglumenn sem sinna sjálfs- vígsmálum verða að vera vakandi fyrir því að aðstandendum sjálfs- vfgsfórnarlamba verði veitt áfalla- hjálp. Þeir þurfa að vera vakandi fyrir möguleikunum á keðjusjálfs- vigum hjá fólki, sérstaklega ungu fólki, og reyna að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir þau. Þetta er oft gert með því að leita aðstoðar presta, félagsráð- gjafa, skólayfirvalda, lækna o.fl. Þegar lögreglumenn hafa grennslast fyrir um orsakir fyrir fest fyrir lífstíð í minni mínu. Eftir slíka vinnu hef ég oft verið ör- magna. Ég hef komið heim ör- þreyttur og lítið lagt af mörkum fyrir fjölskyldu mína. Dætur mínar hafa oft undrast og spurt mig: „Pabbi, af hverju ertu svona leið- ur?“ Ég get ekki svarað þeim að ég hafi verið að vinna við harmleik og mér stökkvi því ekki bros á vör. Ég get engu svarað. Ég veit að þetta gildir um flesta lögreglumenn, sem sinnt hafa slík- um málum, enda eru lögreglumenn bara venjulegt fólk með tilfinning- ar. Að lokum vil ég koma því á fram- færi að það verða allir að leggjast á eitt að koma í veg fyrir sjálfsvíg og tryggja fólki í sjálfsvígshugleiðing- um aðstoð. Hvert einstakt líf er dýrmætt. Eigi sjálfsvíg sér stað verður að tryggja aðstandendum fórnarlambanna viðeigandi áfalla- hjálp, aðstoð í sorgarferlinu og koma þarf í veg fyrir með öllum ráðum að keðjusjálfsvíg eigi sér stað. Höfundur er rannsóknarlög- reglumaður og ritari Lands- sambands lögreglumanna. Rauðakross- húsið 15 ára Á ÞVÍ 15 ára tíma- bili sem starfrækt hefur verið neyðarat- hvarf og símaþjónusta í Rauðakrosshúsinu við Tjarnargötu í Reykjavík hafa sótt þangað 1.749 ung- menni. Þá hefur tæp- lega 60 þúsund sinn- um verið hringt í trúnaðarsímann. Börn og ungmenni hringja af ýmsum tilefnum - til að létta á hjarta sínu eða leita úrlausna á aðsteðjandi vanda. Anna Þrúður Fimmtán ára Þorkelsdóttir starfsaldur er í sjálfu sér ekki langur tími en að mínu viti nógu langur til þess að öðlast vissu um að í Rauðakrosshúsinu hefur verið unnið merkt starf fyrir börn vímuefnaofneyslu sem margt ungmennið hef- ur hlotið sár af, nokk- ur aðeins skrámur, önnur svöðusár og enn þau sem til ólífis hafa særst.“ Hugmyndafræðin var því skýr allt frá upphafi. Starfað skyldi í anda og sam- kvæmt markmiðum Rauða krossins. Koma á eigin forsendum Rauðakrosshúsið hefur frá upphafi ver- ið rekið í nafni og á ábyrgð Rauða krossins en að sjálf- sögðu hefur starfsemin tekið breytingum í áranna rás, verið Upphafið Það var á aðalfundi Rauða kross Islands 1985 að samþykkt var að athugað skyldi sérstaklega „með hverju móti Rauði krossinn gæti orðið að liði í baráttunni gegn fíkniefnaneyslu og komið þeim til hjálpar sem heljargreipar fíkni- efnanna hafa hremmt og aðstand- endum þeirra og hefja þær aðgerð- ir sem nú teljast brýnastar." Skipaður var sérstakur vinnuhópur sem fljótlega komst að þeirri nið- urstöðu að brýnt væri að að koma á fót hjálparstöð fyrir börn og ung- linga af öllu landinu sem opin væri allan sólarhringinn og veitti fyrstu hjálp þeim sem væru í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða af persónuleg- um eða félagslegum ástæðum. Ég var formaður framkvæmda- nefndar og sagði í ávarpi við opnun hússins fyrir fimmtán árum: „Rauði krossinn varð til á víg- velli þegar reynt var að stöðva blæðingar og bjarga lífi særðra hermanna án þess að nafn þeirra eða þjóðerni skipti máli. Þannig ákváðu 8 deildir Rauða kross ís- lands að vinna á sama hátt á víg- velli nútímans gegn áfengis- og Jólaland - Jólamarkaður fjölskyldunnar Gönguskór göngubuxur svefnpokar • fjallafatnaður flísfatnaður * sportfatnaður • vetrarúlpur sokkar • húfur vettlingar bakpokar og töskur fótboltar sandalar og margt, margt fleira á frábæru verði. UTILIF Jólamarkaður við Vatnsmýrarveg Sími 545 1500 • www.utilif.is 1.749 ungmenni, segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, hafa leitað aðstoðar í Rauðakrosshúsinu. aukin og endurbætt, en grundvall- armarkmiðin verið óbreytt. Rauðakrosshúsið er fyrst og fremst neyðarathvarf þar sem börnum og unglingum í vanda er veitt aðstoð, s.s. húsaskjól, fæði, stuðningur og ráðgjöf. Ungmennin leita athvarfsins á eigin forsendum, koma eða hringja í vakthafandi starfsmann og ræða málin. Athvarfið er fyrst og fremst heimili en ekki stofnun þar sem er viðkunnanlegt umhverfi og reglur hússins eru í engu strangari en á góðu heimili. Sérstök símaþjónusta hófst 1987 og hefur hún verið æ síðan að aukast. Trúnaðarsíminn hefur ljáð mörg- um unglingi eyra og gefið góð ráð £ samfélagi tímaleysis hinna full- orðnu. Á þessum 15 árum hefur at- hvarfið hýst gesti, tekið við símtöl- um í trúnaðarsímann auk fjölda sem hefur komið í stuttar heim- sóknir til stuðnings og ráðgjafar. Fyrirtæki og opinberir aðilar hafa sýnt þessari starfsemi mikinn skilning. Þannig hefur Reykjavík- urborg lánað okkur fallegt hús við Tjarnargötu fyrir athvarfið og Hekla hefur stutt okkur með því að lána bíl til starfseminnar sem hefur meðal annars nýst til fræðsluferða í skóla á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Þjónustan er nefnilega fyrir ungmenni af öllu landinu og allar deildir Rauða krossins - 51 að tölu - taka þátt í rekstrinum. Nýlega barst frekari liðsauki, þvi stúlkurnar í fegurðarsam- keppninni Ungfrú ísland.is ætla að styðja starfsemi Rauðakrosshúss- ins með ýmsu móti á komandi ári. Fjöldi annarra aðila - ekki síst klúbba og líknarsamtaka - hefur einnig stutt Rauðakrosshúsið með ómetanlegu framlagi af ýmsum toga. Nú á þessum tímamótum er horft um öxl og efst í huga er þakk- læti til allra þeirra sem stutt hafa starfsemi Rauðakrosshússins á svo margan hátt. Þakklæti til deilda Rauðakross- ins sem deilt hafa kostnaði við starfið og síðast en ekki síst starfs- manna, sjálfboðaliða og frum- kvöðla þessa góða starfs sem lagt hafa lóð sín á vogarskálar mann- úðarhugsjónar Rauða krossins með óeigingjörnu starfi í þágu barna og unglinga. Höfundur er formaður Rauða kross fslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.