Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 80
30 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
DAGBOK
MORGUNBLAÐIÐ
í dag er fimmtudagur 14. desemb-
er, 349. dagur ársins 2000. Orð
xt dagsins; Kærleikurinn er lang-
lyndur, hann er góðviljaður. Kær-
leikurinn öfundar ekki.
(I.Kor.12,4.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn: í gær
komu Haukur, Selfoss,
Bakkafoss og Svanur og
út fóru Hákon ÞH, Ólaf-
ur Magnússon, Tor-
antor, Dettifoss, Selfoss
- og Skafti SK. í dag eru
væntanleg Dettifoss,
Florinda og Ottó N.
Þorláksson og út fara
Sveabulk, Skafti SK og
Helgafell.
Hafnarfjarðarhöfn: í
gær fór Selfoss til
Straumsvíkur.
Fréttir
Bókatíðindi 2000. Núm-
er fímmtudagsins 14.
desember er 13150.
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjudaga og
■fimmtudaga frá kl. 14-
17.
Félag frímerkjasafnara.
Opið hús laugardaga kl.
13.30-17.
Áheit. Kaldrana-
neskirkja á Ströndum á
150 ára afmæli á næsta
ári og þarfnast kirkjan
mikilla endurbóta. Þeir
sem vilja styrkja þetta
málefni geta lagt inn á
reikn. 1105-05-400744.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, kl. 10.20
boccia, kl. 13 vinnustofa
og myndmennt. Föstu-
daginn 15. des. Jóla-
súkkulaði hefst með há-
tíðarbingói kl. 14.
Söngur, upplestur og
hljóðfæraleikur. Allir
velkomnir.
Árskógar 4. Kl. 9-12
baðþjónusta og bók-
band, kl. 9-16.30 penna-
saumur og bútasaumur,
kl. 9.45 morgunstund, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
' boecia, kl. 13 opin smíða-
stofa, kl. 9 hár- og fót-
snyrtistofur opnar
Bólstaðarhlíð 43. Kl.8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9-9.45 leikfimi, kl.
9-12 myndlist, kl. 9-16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 13 glerlist.
Dansað í kringum jóla-
tréð við undirleik Ragn-
ars Leví, föstudaginn 15.
des. kl. 14. Félagsþjón-
ustukórinn syngur jóla-
lög og jólasveinninn
kemur í heimsókn.
Súkkulaði og kökur.
Ömmu- og afabömin vel-
>nkomin. Skráning á skrif-
stofu og í síma 568-5052
fyrir kl. 16 á fimmtudag-
inn.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslu-
stofan og handa-
vinnustofan opnar, kl. 13
opin handavinnustofan,
kl. 14.30 sögustund.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9.fótaaðgerð, kl.
10 hársnyrting, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsst. Furugerði 1.
Kl. 9 aðstoð við böðun,
smíðar og útskurður,
glerskurðamámskeið og
leirmunagerð, kl. 9.45
verslunarferð í Aust-
urver, kl. 13.30 boccia.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Lögreglan í
Hafnarfírði býður öldr-
uðum í Garðabæ í skoð-
unarferð 14. des. farið
frá Kirkjulundi kl. 13.
Félag eldri borgara i
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Op-
ið hús. Jólafundur kl. 14.
A dagskrá: Gaflarakór-
inn, jólasaga. Hjördís
Guðbjörnsdóttir, happ-
drætti, einsöngur Anna
Pálína Ai'nadóttir. Jóla-
hugvekja Stefán Már
Gunnarsson. Jólakaffi.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Asgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga kl.
10-13. Matur í hádeginu.
Brids í dag kl. 13. Jóla-
ferð á Suðumesin laug-
ardag. Upplýst Bergið í
Keflavík skoðað. Ekið
um Keflavík, Sandgerði
og Garð. Súkkulaði og
meðlæti á Ránni í Kefla-
vík. Brottför frá Ás-
garði, Glæsibæ kl. 15.
Æskilegt að fólk skrái
sig sem fyrst. Silfurlínan
er opin á mánudögum og
miðvikudögum kl. 10-12
fh. í síma 588-2111. Ath.
Opnunartími skrifstofu
FEBerfrákl. 10-16.
Uppl. á skrifstofu FEB í
síma 588-21 llkl. 10-16..
Gerðuberg. í dag sund
og leikfimi í Breiðholts-
laug kl. 9.30. Frá hádegi
spilasalur og vinnustof-
ur opnar. Jólahelgistund
kl. 14. Umsjón sr.
Hreinn Hjartarson og
Lilja G. Hallgrímsdóttir
djákni. Sr. Miyako Þórð-
arson túlkar á táknmáli.
Hugvekja, Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona.
Píanóleikur Lenka Má-
téová. Tvísöngur Metta
Helgadóttir og Ragn-
heiður Guðmundsdóttir.
Hátíðarveitingar í kaffi-
húsi Gerðubergs. Á eftir
koma börn úr leikskól-
anum Hraunborg og
syngja jólalög. Allir
hjartanlega velkomnir.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan opin
leiðbeinandi á staðnum
kl. 9-15, kl. 9.30 gler og
postulínsmálun, leikfimi
kl. 9.05, kl. 9.50 ogkL
10.45, kl. 13 klippimynd-
ir og taumálun. Áð-
ventukaffi verður í Gjá-
bakka fimmtudaginn 14.
des. kl. 14. Dagskrá:
Jólahugieiðing á að-
ventu, söngur og upp-
lestur. Heitt súkkulaði
m/rjóma og kökuhlað-
borð. Allirvelkomnir.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Mat-
arþjónusta er á þriðju-
og föstudögum. Panta
þarffyrirkl. lOsömu
daga. Postulínsmálun kl.
9 jóga kl 10, bridge kl 13.
Handavinnustofan opin
kl. 13-16. Fótaaðgerða-
stofan opin alla virka
daga. Aðventukaffi verð-
ur í Gjábakka fimmtu-
daginn 14. des. kl. 14.
Dagskrá: Jólahugleiðing
á aðventu, söngur og
upplestur. Heitt súkkul-
aði m/rjóma og köku-
hlaðborð. Allir velkomn-
ir. Jólahlaðborð verður
föstudaginn 15. des kl.
18. Hugleiðingu flytur
sr. Gunnar Sig-
urjónsson. Einsöngur
Ólafur Kjartan Sigurðs-
son, stjórnandi Jónas
Ingimundarson, Samkór
Kópavogs syngur nokk-
ur lög, dansað. Skráning
fyrir 13. des. Miðar
verða seldir 14. og 15.
des.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 bútasaumur,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl.
9.45 boccia, kl. 14 félags-
vist.
Hæðargarður 31. Kl. 9-
16.30 opin vinnustofa,
glerskurður, kl. 9-17
hárgreiðsla og böðun, kl.
10 leikfimi, kl. 13.30
bókabíll, kl.15.15 dans.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
opin handavinnustofa
búta- og brúðusaumur,
böðun, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 10
boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 14 félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9
handavinnustofurnar
opnar, útskurður, kl. 10
leirmunanámskeið, kl.
13.30 stund við pianóið.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15-12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15-15.30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13-14 leikfimi,
kl. 13-16 kóræfing. Tré-
skurðarnámskeið hefst í
janúar, leiðbeinandi Sig-
urður Karlsson. Uppl.
og skráning í síma 562-
7077.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, fatasaumur
og morgunstund, kl. 10
boccia og fótaaðgerðir,
kl. 13 handmennt, körfu-
gerð og frjálst spil.
Bridsdeild FEBK, Gull-
smára Spilað mánu- og
fimmtudaga í vetur i
Gullsmára 13. Spil hefst
kl. 13, mæting 15 mín-
útum fyrr.
Kristniboðsfélag
kvenna Háaleitisbraut
58-60. Jólafundurinn er í
dag og byrjar kl. 16.
GA-fundir spiiafíkla eru
kl. 18.15 á mánudögum í
Seltjamarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtud. í fræðsludeild
SÁÁ, Síðumúla 3-5, og í
Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg á
laugard. kl. 10.30.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GI, s.
530 3600.
Reykjavíkurdeild SÍBS
býður félögum sínum í
aðventukaffi í Múla-
lundi, vinnustofu SIBS,
Hátúni lOc, í dag
fimmtudaginn 14. des-
ember kl. 17. Félagar
fjölmennið.
Húnvetningafélagið og
Húnakórinn, jólafagn-
aðurinn verður haldinn
laugardaginn 16. des. kl.
15.30 í Húnabúð, Skeif-
unni 11,3. hæð.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
_ 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjóm: 669 1329, fréttir 569 1181, (þróttir 569 1166,
JFsérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjaid 1.900 kr. á mánuði innanlands. í láusasölu 150 kr: eintakið.
VELVAKAJ\DI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Stuðningur nem-
enda við framhalds-
skólakennara?
I DAG er 8. desember og
ég ætti að vera í prófi en í
stað þess hugsa ég með
hnút í maganum hvenær ég
fái eiginlega að taka þessi
próf og hvort ég yfir höfuð
nái prófunum þegar ég
loksins fæ að taka þau
vegna kennslumissis.
Nú er komið nóg og
kennarar verða að byrja að
hugsa um aðra en sjálfa sig.
Eg hef hvergi, nema í fjöl-
miðlum, orðið var við
stuðning frá almenningi
gagnvart kennurum. Eini
stuðningurinn sem ég hef
orðið var við er frá nem-
endum, sem eru að hugsa
um sinn eigin hag og vilja
eiga kost á því að ijúka
námi á réttum tíma til þess
að geta hafið enn frekara
nám eða farið út á vinnu-
markaðinn. Það verður að
hafa í huga að ef sú ákvörð-
un verður tekin að kenna
fram á sumar, á hluti nem-
enda eftir að hætta í skóla
eða taka sér frí frá námi og
snúa þá eflaust ekki tii
baka. Því ekki hafa allir
nemar ráð á að stunda sitt
nám nema að vinna á sumr-
in fyrir sér og sínu námi.
Kennarar verða að gefa
eftir, þeir fá mjög góða
launahækkun þó svo að hún
verði ekki eins himinhá og
þeir hefðu viljað. Kennarar
eru ekki einir um að vera
með lausa samninga. Með
þessu áframhaldi fá kenn-
arar framhaldsskólanem-
endur á móti sér, það er að
verða nokkuð ljóst.
Nemi.
Frábær árangur
MIG langar að koma á
framfæri reynslu minni af
kínversku nuddi og nála-
stungum.
Eg hef þjáðst af slæmri
vöðvabólgu og miklum
eymslum í hálsi í langan
tíma og var orðin svo slæm
af höfuðverk nýverið að ég
gat vart haldið höfðinu
uppi.
Ég hef verið í hefð-
bundnu nuddi, sem er í
sjálfu sér alveg ágætt, en
ákvað nú að prófa kín-
verskt nudd og nálastung-
ur hjá Jia Rui í Hamraborg
20a. Árangurinn eftír að-
eins fimm skipti var vægast
sagt alveg ótrúlegm- og ég
hefði aldrei trúað að hægt
væri að ná svo góðum ár-
angri á svo stuttum tíma,
miðað við reynslu mína af
öðrum meðferðum. Eg er
algjörlega laus við höfuð-
verkinn og eymslin í háls-
inum eru horfin. í dag á ég
mun betra með að hreyfa
mig og vinna daglega vinnu
og þakka ég það algjörlega
Jia Rui.
Að lokum vil ég þakka
fyrir einstaklega hlýjar og
góðar móttökur og mæli ég
hiklaust með þeirri þjón-
ustu sem þarna er í boði.
Marfa Jónsdóttir,
Kópavogi,
Dýrahald
Pjakkur er týndur
PJAKKUR er grábrönd-
óttur í hvítum sokkum með
hvíta bringu, geldur og
eymamerktur.
Hann er með rauða end-
urskinsól með bjöllum,
símanúmeramerki og seg-
ullykli.
Hann er stór, mjúkur,
sætur og mjög gæfur.
Allar upplýsingar eru vel
þegnar í síma 551-1176,
865-3824 eða 698-3607.
Fress í óskilum
FREKAR ungur fress,
svartur og hvítur, er í óskil-
um í Njörvasundi. Hann er
ómerktur og ólarlaus en
gæfur og góður. Upplýs-
ingar í síma 861-5011.
Lítill kettling’ur
í óskilum
LÍTILL, svartur kettling-
ur, fress, mjög gæfur og
blíður, er í óskilum. Hann
kom inn í búð á horninu á
Njarðargötu og Freyju-
götu miðvikudaginn 6. des-
ember sl. en er nú í góðu yf-
irlætí á Seilugranda 20.
Upplýsingar í síma 561-
1281.
Tapað/fundið
Huffy-Iyól tapaðist
NÝTT, svart og gult Huffy
charger-hjól hvarf frá Há-
holtí 14 í Hafnarfirði laug-
ardaginn 9. desember sl.
Fundarlaun. Upplýsingar í
síma 565-0461.
Krossgáta
LÁRÉTT:
1 grasgeiri, 4 kvendýr, 7
formar, 8 meiðum, 9
rödd, 11 beitu, 13 tryllt-
ar, 14 sköp, 15 sjávardýr,
17 boli, 20 ótta, 22 lágfót-
an, 23 fangbrögð, 24
kvarta undan, 25 ákveð.
LÓÐRÉTT:
1 áflog, 2 reikningurinn,
3 sjá eftir, 4 næðing, 5 lík-
amshlutinn, 6 sár, 10 lít-
ilfjörleg, 12 afbrot, 13
skelfing, 15 snauð, 16
svefnhöfgi, 18 ávinnur
sér, 19 dregið, 20 elska,
21 getraun.
LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU;
Lárétt: 1 bandólmur, 8 farið, 9 kuldi, 10 lok, 11 riðla, 13
afnám, 15 stefs, 18 illar, 21 puð, 22 lognu, 23 netti, 24
hannyrðir.
Lóðrétt: 2 afréð, 3 daðla, 4 lokka, 5 uglan, 6 æfar, 7
fimm, 12 lof, 14 fól, 15 soll, 16 eigra, 17 spum, 18 iðnar,
19 látni, 20 reif.
Víkverji skrifar...
FYRR á þessu ári vakti Hreggvið-
ur Jónsson framkvæmdastjóri
athygli á því mikla magni af svoköll-
uðum ruslpósti sem berst óumbeðinn
inn um lúgur landsmanna. Hreggvið-
ur safnaði ruslpósti í heilt ár og sat
þá uppi með 17,55 kíló af blöðum og
bæklingum. Hreggviður reiknaði út
að þetta jafngilti því að rúmlega
1.110 tonn af ruslpósti væru árlega
borin í hús á höfuðborgarsvæðinu.
Þessa dagana berst geysilega mik-
ið af þessum pósti inn á heimili Vík-
verja. Þar er vakin athygli á ýmsum
vörum sem taldar eru henta til jóla-
gjafa. Sjálfsagt getur það verið hent-
ugt fyrir marga að geta skoðað þessi
blöð og stytt þannig þann tíma sem
fer í jólagjafakaup. Það vekur hins
vegar athygli Víkverja að margir af
þessum bæklingum hafa ekki að
geyma neinar upplýsingar um verð
þehrar vöru sem verið er að reyna að
selja. Þetta er að sjálfsögðu óþolandi.
Kaupmenn sem ekki treysta sér til
að gefa upp verð vöru sinnar eiga
ekki að senda fólki auglýsingablöð.
XXX
ÍKVERJI varð fyrir skömmu
þeirrar skemmtunar aðnjót-
andi að horfa á brúðuleikrit með
dóttur sinni. Þetta var bráðskemmti-
legt leikrit sem fjallaði m.a. um fæð-
ingu Jesú. Sögumaðurinn lét börnin
taka þátt í frásögninni sem þau nýttu
sér óspart. Hann spurði þau m.a.
hvað foreldrar Jesú hefðu heitið.
Smá hik kom á bömin, en svo kom
svarið úr mörgum áttum: „Grýla og
Leppalúði"!
Það er kannski ekki hægt að ætl-
ast til að 2-3 ára börn þekki vel til
jólaguðspjallsins, en Víkverja varð
hugsað til þess hvað frásagnir af
jólasveinum og Grýlu eru yfirþyrm-
andi þessar vikumar og því er ekki
nema von að bömin haldi að jólin
snúist um að fagna komu þeirra.
Þegar Magnús Stephensen, dóm-
stjóri í Viðey (f. 1762), barðist fyrir
umbótum á íslandi sá hann ástæðu
til að hnýta í hindurvitni og alls kyns
lygasögur eins og sögur af jólasvein-
um. Taidi hann þessar sögur beina
athyglina frá því sem máli skipti,
sem sé kristindómnum. Árangurinn
af þessari baráttu Magnúsar hefur
að öllum líkindum orðið takmarkað-
ur. A.m.k. lifa lygasögur af jólasvein-
um góðu lífi, en sagan af fæðingu
Jesú virðist eiga í vök að verjast.
Þetta er skiljanlegt enda er ólíkt
meiri spenna og fjör í kringum jóla-
sveinana en fæðingu Frelsarans.
xxx
NÝVERIÐ rakst Víkverji á
kjarasamning framhaldsskóla-
kennara. Þetta er langur og ítarleg-
ur kjarasamningur, samtals um 40
blaðsíður. Víkverji verður að segja
að þetta er nokkuð flókinn samning-
ur og ekki auðskilinn. Víkverji greip
t.d. niður í kafla sem heitir „Vinna
við kennslu og tengda þætti“, en
þetta er kafli númer 2.I.6.2.2. Þar
segir:
„Til vinnu við kennslu og aðra
tengda þætti, sbr. 2 tl. í gr. 2.1.6.2,
telst eftirfarandi:
Kennslustundir með stunda-
hléum, eigin undirbúningur og úr-
vinnsla kennara og störf tengd
kennslu, svo sem viðtalstími, umsjón
með nemendum (sbr. þó gr.
1.3.3.3.3), námsmat og samstarf
kennara.
Þá daga, utan jóla- og páskaleyfis,
sem kennsla er felld niður, er 70%
vinnutímans skv. þessum lið til ráð-
stöfunar fyrir skólann, skv. nánari
ákvörðun skólameistara í samráði
við kennararfund.
Viðverutími skv. þessari grein skal
vera a.m.k. 4 klst. á viku til viðbótar
kennslustundum og stundarhléum,
miðað við kennara í fullu starfi, en
meiri hjá kennurum sem njóta
hækkaðs kennslustuðuls. Kennsia
sem leiðir til yfirvinnu eykur ekki
viðveruskyldu."
Víkverji er búinn að lesa þessa
grein nokkrum sinnum yfir en er
samt ekki viss um við hvað er átt.