Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Tyrtingsháttur - gamalt eða nýtt ljóðform? Hátiðarsalur Egilsstaðaskdla var þétt setinn á samkomu 1. desember sl. Ámi Óðinsson og ddttir hans Jdn- ína Brá syngja í Egilsstaðaskdla. Lubbi Klettaskáld og Porbjörn frá Klöpp vitja Egilsstaðaskóla Þorbjöm frá KIöpp og Lubbi Klettaskáld flytja ljdð ort undir tyrtingshætti. Egilsstöðum - 1. desember var fagnað með samkomuhaldi í Eg- ilsstaðaskdla og voru skemmti- atriði ekki af verri endanum. Rit- höfundarnir Iðunn Steinsddttir og Rúnar Helgi Vignisson lásu úr verkum sinum, Kolbrún Arna Sig- urðarddttir flutti hátíðarávarp, sungnir voru söngvar og leikið brot úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Þá stigu á stokk skáldin Lubbi Klettaskáld og Þor- björn frá Klöpp og skilgreindu, með hjálp skýringarmyndar, ljdð- formið tyrtingshátt. Firnagóðar undirtektir Þeir félagar höfðu ort bálk einn mikinn undir þessum tor- kennilega hætti og fluttu hann saman, við firnagdðar undirtektir viðstaddra, sem vísast hafa flestir einhvern tíma fetað refilstigu annarra og hefðbundnari brag- forma. Samræmd próf í 4. og 7. bekk. Morgunblaðið/GPV Nemendur 7. bekkjar í Grindavík ásamt Þorgrími Þráinssyni. Fremstir í flokki Grindavík - Þau stóðu sig vel krakkamir í samræmdu prófun- um í Grindavík. í 4. bekk fengu þau 5,6 í íslensku og 6,1 í stærð- fræði, sem er yfir meðaltali á Suð- umesjum en undir landsmeðal- tali. Nemendur í 7. bekk stóðu sig enn betur en félagar þeirra í 4. bekk og hafa bætt sig verulega síðan þau tóku prófin í 4. bekk. Þau vom með 6,7 í íslensku, sem er svipað og meðaltalið á lands- vísu, sem var 6,8, og 7,2 í stærð- fræði, sem er vel yfir meðaltalinu í Reykjavík en landsmeðaltalið var 6,7. Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur er Gunnlaugur Dan Ólafsson og var hann ánægður með niðurstöðuna. „Þetta er einkar ánægjulegt og jákvæðast að þeir nemendur sem eru nú í 7. bekk em að bæta sig verulega frá því þau vom í 4. bekk. Það eru náttúrlega margar skýringar á þessu, bætt aðstaða, stöðugleiki í kennarahópnum og sameiginlegt átak allra sem starfa í skólan- um.“ Fram kemur í fréttabréfi skól- ans að farsælast sé að foreldrar og skóli vinni sameiginlega að því að bæta námsstöðu barnanna. Þegar fréttamaður leit við í skólastofum 7. bekkja var þar góður gestur í heimsókn og stilltu þau sér upp til myndatöku með gestinum, Þorgrími Þráinssyni, sem var að lesa upp úr nýrri bók sinni. 10-11-verslun tekin til starfa á Selfossi Selfossi. - Ný 10-11-verslun var opnuð á laugardag í nýju verslunarhúsnæði á Austurvegi 42 á Selfossi. Að sögn Fríðar Péturs- dóttur verslunarstjóra var mikið að gera fyrsta daginn og fólk sýndi hinni nýju verslun mikinn áhuga. Með tilkomu nýju verslunarinnar eykst enn samkeppni í matvöra- verslun á Selfossi. Fékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Geymdu hana til vorsins og settu hana niður úti í garði. Næsta haust getur þú svo reynt að selja jólasveininum uppskeruna. Hann ku víst vera einn helsti kartöflukaupandi landsins! Pínirvinir íslenskir kartöflubændur Blönduós heiðraður fyrir að bæta aðgengi hreyfihamlaðra Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Pétur A. Péturson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, Guðmundur Haraldsson, forstöðumaður íþróttahússins, Helgi Amarson, skólastjóri Grunnskólans á Blönduósi, og stjórnarmenn í Sjálfsbjörgu í A-Húnavatnssýslu, Knútur Bemdsen, Guðfinna Einars- dóttir og Krislján Guðmundsson læknir og formaður sljómar. Blönduósi - Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, veitti á sunnu- daginn, alþjóðadegi fatlaðra, við- urkenningar fyrir aðgengilegt húsnæði og hlutu átta aðilar við- urkenningu. Um var að ræða við- urkenningar bæði fyrir nýtt og eldra húsnæði. Fyrir eldra hús- næði þar sem gerðar hafa verið verulegar lagfæringar með tilliti til aðgengis hreyfihamlaðra voru veittar fjóra viðurkenningar og komu þijár þeirra í hlut stofnana á Blönduósi. Sljóm Sjálfsbjargar í A-Húna- vatnssýslu afhenti fulltrúum stofn- ananna þriggja á Blönduósi við- urkenningarnar í kaffisamsæti á Blönduósi síðdegis á miðvikudag. Þær stofnanir á Blönduósi sem við- urkenningu hlutu voru Heilbrigð- isstofnunin á Blönduósi, Grunn- skólinn og fþróttahúsið. Auk stofnananna á Blönduósi hlaut Þjóðmenningarhúsið viðurkenn- ingu fyrir bætt aðgengi að eldra húsnæði. Fulltrúar stofnananna á Biöndu- ósi sem viðurkenningu hlutu þökk- uðu fyrir sig og lýstu yfir ánægju með að þær endurbætur, sem gerð- ar hafa verið, vektu athygli fleiri en heimamanna og þetta væri öll- um heima í héraði mikil hvatning. Mikil gróska hefur verið í Sjálfs- björgu í A-Húnavatnssýslu síðast- liðið ár og lætur nærri að 11% íbúa sýsiunnar séu félagsmenn. Póstafgreiðslan á Skagaströnd færist í Búnaðarbankann Skagaströnd - Pósthúsinu hér í bæ verður lokað um mánaðamótin janúar-febrúar á næsta ári því 1. febrúar verður póstafgreiðslan færð í útibú Búnaðarbankans á staðnum. Við þessa breytingu missa vinnuna tvær konur, sem unnið hafa á pósthúsinu mjög lengi. Er þeim boðið að velja milli starfslokasamn- ings og koma til starfa hjá íslands- pósti í Reykjavík. Að sögn Askels Jónssonar hjá ís- landspósti era þessar breytingar gerðar í hagræðingarskyni. Sagði hann að þegar Landssíminn var gerður að sjálfstæðu fyrirtæki og skilinn frá póstinum hafi mikið af verkefnum, sem áður var sinnt af af- greiðslunni á Skagaströnd, farið með símanum þannig að í raun hafi af- greiðslan verið yfirmönnuð um nokkurn tíma. „Við eram fyrst og fremst dreifingarfyrirtæki og viljum einbeita okkur að því að veita sem besta þjónustu á því sviði“ sagði Ás- kell sem jafnframt viðurkennir að slíkar hagræðingaraðgerðir geti ver- ið erfiðar fyrir starfsfólkið meðan á þeim stendur. Frumkvæðið kom frá bankanum Svanborg Frostadóttir, útibús- stjóri Búnaðarbankans á Blönduósi, sagði að framkvæðið að þessari sam- vinnu hefði komið frá þeim í bank- anum enda sé þróunin í þessa átt víða á landinu. Ekki standi til að fjölga starfsfólki í útibúinu á Skaga- strönd, þrátt fyrir þessa auknu starf- semi þar. Hún segir að það sem fyrir ’ bankanum vaki sé að nýta betur þann mannskap sem starfar í úti- búinu en leitast verði við að veita jafn góða þjónustu og áður var á pósthúsinu. Afgreiðslutími póstaf- greiðslunnar verður þó sniðinn að opnunartíma bankans sem er opinn frá klukkan 10 á morgnana til klukk- an 16 á daginn. Verður þetta nokkur skerðing á opnunartíma frá því sem nú er, því í dag er pósthúsið opið frá klukkan 9 á morgnana til klukkan * 16.30 á daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.