Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 56
-56 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓN
SANDHOLT
+ J<5n Sandholt
fæddist í Rönne á
Borgundarhólmi,
Danmörku, hinn 13.5.
1926. Hann lést 6.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Bertha Gunn-
hild Sandholt, f.
Lövsted, f. 5.12.1889,
d. 1957, og Hjörtur
W.J. Sandholt, vél-
t fræðingur frá fsa-
firði, f. 17.8. 1892, d.
1969. Jdn var yngstur
fjögurra systkina,
sem nú eru öll látin.
Systkini hans voru: Gretha, f. 27.1.
1919; Sigríður, f. 9.2.1921, og Ósk-
ar, f. 22.4.1922.
Hinn 19.3. 1949 kvæntist Jón
Önnu Lísu Einarsdóttur, f. 11.11
1928. Foreldrar hennar voru Ein-
ar Guðmundsson, stórkaupmaður,
f. 5.9. 1895, d. 1957, og Jóhanna
K.S.A. Hallgrímsdóttir, f. 17.7.
1897, d. 1979.
Böm Jdns og Önnu Lisu eru: 1)
Jóhanna Bertha, f. 10.5. 1950, gift
Halli F. Kristjánssyni, f. 13.10.
>t 1947. Þeirra böm em: Kristján
Vignir, f. 19.2. 1971, hans böm:
Síeinn Vignir og Friðrik Orri; Jón
Hallsteinn, f. 3.9. 1976; Elvar Atli,
f. 3.11. 1980. 2) Hjöríur, f. 1.5.
1952, kvæntur Árdísi Jónasdóttur,
f. 24.8. 1953. Þeirra börn era:
Anna Lísa, f. 25.11. 1973, hennar
böm: Anika Karen og Torkil Aar-
flot; Frfða Björk, f. 25.1. 1978; Jón
Steinar, f. 17.9. 1985; Hjördís
Lind, f. 24.8. 1992. 3) Kolbrún, f.
4.7. 1954, gift Sigurði A. Axels-
syni, f. 23.5. 1948.
Þeirra börn eru:
Anna Kristín, f. 2.9.
1976, hennar böm:
Ellen og Andrea
Lind; Linda Ósk, f.
7.11. 1978, hennar
böm: Kristófer Öm
og Matthildur Krist-
ín Alexía; Katrín, f.
12.7. 1984; Einar, f.
26.4. 1988. 4) Jón
Amar, f. 29.10.1964,
sambýliskona Linda
María Friðriksdóttir,
f. 5.6. 1960. Þeirra
böm em: Eggert, f.
26.8.1983; Karítas, f. 4.2.1995.
Jón ólst upp í Danmörku til árs-
ins 1933 en þá fluttist fjölskyldan
til íslands. Jón ólst upp í Hafnar-
firði og Reykjavík. Jón nam renni-
smíði í vélsmiðjunni Hamri og lauk
síðan vélstjóraprófi frá Vélstjóra-
skóla íslands árið 1949. Næstu
fjögur ár stundaði hann siglingar,
mest á skipum Eimskipafélags ís-
lands. Árið 1953 réðst hann til
starfa hjá Fosskraft við byggingu
írafossstöðvar og gerðist síðan
starfsmaður við virkjunina, fyrst
sem vélsfjóri og frá árinu 1985
sem stöövarstjóri Sogsstöðvanna
allra. Hann lét af störfum sem
stöðvarstjóri árið 1994.
Árið 1996 fluttu þau hjónin til
Hveragerðis og bjuggu þar í þijú
ár, en þá fluttu þau að Fífumóa la í
Njarðvík, þar sem Jón lést hinn 6.
desember.
Útför Jóns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku afi!
Mig langaði að kveðja þig með
nokkrum orðum.
Þú fórst svo skyndilega frá okkur
svo það er svo margt sem ég fæ
aldrei að segja við þig.
Ég vildi óska að ég hefði haft
betra tækifæri til að sýna þér
hversu vænt mér þótti um þig og
hversu stolt ég var að eiga afa eins
ogþig.
Ég á margar góðar minningar um
þig, afi minn, sem ég geymi í hjarta
mínu.
Þær eru dýrmætar því það varst
þú sem gafst mér þær.
Skemmtilegt finnst mér að hugsa
til baka þegar þú og amma bjugguð
á írafossi. Þangað var alltaf gaman
að koma og þar leið mér alltaf vel.
Ég gleymi aldrei kveðjustundun-
um, þegar við keyrðum af stað og þú
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
HALLDÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR,
Brúarlandi,
Mýrum,
sem lést á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi,
fimmtudaginn 7. desember, verður jarðsungin
frá Borgarneskirkju mánudaginn 18. desember
klukkan 14:00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hinnar látnu, er góðfúslega bent á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi eða Hjartavernd.
Helga Brynjúlfsdóttir, Borge Jónsson,
Ólöf Brynjúlfsdóttir, Páll Sigurbergsson,
Ragnheiður H. Brynjúlfsdóttir, Haukur Arinbjarnarson,
Halldór Brynjúlfsson, Ásta Sigurðardóttir,
Brynjólfur Brynjúlfsson, Fanney Einarsdóttir,
Guðbrandur Brynjúlfsson, Snjólaug Guðmundsdóttir,
Guðmundur Þ. Brynjúlfsson, Ásdis Baldvinsdóttir
! og fjölskyldur.
t
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGFÚS JÓNSSON
múrarameistari,
Vesturbrún 10,
Reykjavik,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu-
daginn 11. desember.
Guðbjörg Jóelsdóttir,
Margrét Fergusson, Kenneth Fergusson,
Sigrún Sigfúsdóttir, Gunnar Ólafur Bjarnason,
Jón Sigfússon, Birna Jónsdóttir,
Valdimar Sigfússon, Valgerður Hannesdóttir,
Kristinn Sigfússon, Anna Traustadóttir
1 og barnaböm.
og amma stóðuð í dyragættinni og
vinkuðuð til okkar þar til bíllinn var
kominn úr augsýn. Mér leiddist
aldrei á író.
Það var alltaf jafnspennandi að
koma þangað og alltaf höfðum við
eitthvað að dunda okkur með. Við
gátum endalaust leikið okkur í
tröppunum með dót eða notað þær
sem rennibraut, ruggað okkur í
ruggustólnum sem var alltaf jafn-
spennandi, leikið okkur við hundana
eða bara skoðað allar skemmtilegu
bækurnar sem þú áttir. Svo fengum
við alltaf gos og eitthvað gott að
borða. Já, þú og amma pössuðuð
alltaf uppá að við hefðum það sem
best er við vorum hjá ykkur.
Ég minnist líka hve gaman var að
fara út í garð aðeins lengra frá hús-
inu ykkar sem við kölluðum Paradís.
Þar höfðuð þið komið upp ynd-
islegum garði með háum trjám og
fallegum blómum.
Þar uxu líka heimsins stærstu
rabbabarar og þeir voru líka heims-
ins bestu.
Það er margt sem mér kemur upp
í huga er ég hugsa til þín. En ég get
því miður ekki haft allt með. En
minningarnar um þig mun ég alltaf
geyma og gleðjast yfir þeim.
Ég sakna þín, elsku afi minn, og
mig langar svo að fá að kveðja þig.
Ég hugga mig með því að þú hafir
það gott þar sem þú ert núna og að
einhverntíma hittumst við aftur.
Takk, afi minn, fyrir samveruna.
Elsku amma. Ég og fjölskylda
mín vottum þér okkar innilegustu
samúð, og biðjum Guð að varðveita
þig og styrkja.
Elsku pabbi, Hanna Bertha, Kolly
og Jón Arnar. Við vottum ykkur
samúð okkar. Hugur okkar er hjá
ykkur öllum heima á Islandi núna.
Hinlangaþrauterliðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að sldlja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
eihérmá lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr innri harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
Far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem)
Anna Lísa Sandholt Aarflot
og fjölskylda, Volda, Noregi.
Elsku afi minn.
Ég sakna þín. Ég hugsa oft um
þig. Ég man þegar þið amma komuð
til Ellu ömmu um daginn. Það var
svo gaman. Ég man þegar ég átti
fjögurra ára afmæli, þá gáfuð þið
mér dúkku sem ég kalla Bláhettu.
Við ætlum að vera góð við ömmu
Lísu. Ég veit að Guð passar þig
núna.
Bless, afi minn.
Hjördís Lind.
Elsku afi minn.
Ég ætla að kveðja þig með örfáum
orðum. Það er erfitt að lýsa því í
þessum fáu orðum hvernig mér líður
núna. Hugurinn hefur varla stoppað
undanfarna daga og fyllist öllum
minningunum um þig, og þær eru
margar og góðar. A þessari stundu
hugga ég mig við það að hafa þær.
Elsku afi, ég sakna þín mikið, en þó
að augun fyllist tárum þá reyni ég
að vera glöð yfir að eiga allar góðu
minningamar og þær gleymast
aldrei og eiga eftir að hughreysta
mig í sorginni.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum,
hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta,
ég er svo nærri, að hvert tár ykkar
snertir mig og kvelur,
þótt látinn þið mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug, lyftist sál mín
upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt
semlífiðgefur,ogég,
þóttlátinn sé, tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. ók.)
Elsku amma, pabbi, Hanna
Bertha, Kolbrún og Jón Arnar, megi
guð styrkja ykkur í sorginni.
Elsku afi, sofðu rótt
Sé sorg í mínu hjarta
og augun fella tár,
Guð gefi mér daga bjarta
og lækni öll mín sár.
(Fríða Björk.)
Fríða Björk Sandholt.
Það er erfitt þegar maður er fimm
ára að skilja að afi sé dáinn.
Þú varst alltaf svo góður og
fannst svo sniðugt að ég kallaði þig
alltaf „afi með enga hár“ þegar ég
var lítil.
Ég mun aUtaf minnast þín elsku
afi minn og kveð þig með þessari
bæn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Karítas Eik.
í dag kveðjum við vin okkar Jón
Sandholt. Kynni okkar hófust fyrir
hart nær 30 árum þegar Dísa,
yngsta heimasætan í Skeiðarvogin-
um fór í helgarheimsókn til Adda
bróður upp á Irafoss þar sem hann
bjó, en Jón og Addi voru vinnufélag-
ar við rafstöðvamar í Soginu. Þessa
helgi kynnist Dísa lífsförunaut sín-
um Hirti Sandholt, syni Jóns. Sterk
vinátta myndaðist strax milli fjöl-
skyldu okkar og Jóns og fjölskyldu á
Irafossi.
Jón var vel gefinn og var gaman
að ræða við hann um menn og mál-
efni. Hann hafði ákveðnar skoðanir
og kom oft með hnyttnar og
skemmtilegar athugasemdir. Jón
var mikill dýravinur og áhugamaður
um ræktun bæði hunda og fugla.
Hann var m.a. einn af stofnendum
Poodleklúbbs Hundaræktarfélags
Islands og lagði mikið af mörkum
við eflingu félagsins. Það var líka
gaman að koma í litla húsið hans þar
sem hann ræktaði yndislega skraut-
fugla. Natnin og áhuginn leyndu sér
ekki. Þar gat að líta fugla í öllum
regnbogans litum. Síðar breytti Jón
þessu litla húsi í sumarhús sem
hann nefndi Paradís. Þar dvöldu
bömin hans og barnabörn oft í
kyrrð og ró rétt við bæjardyr þeirra
hjóna. Þetta var sannkölluð paradís
falin í skógarlundi sem Jón hafði
ræktað upp að miklu leyti sjálfur og
hlúð að í mörg ár. Ég og fjölskylda
mín urðum þeirrar ánægju aðnjót-
andi að fá að dvelja þar af og til og
tóku Jón og Lísa okkur alltaf opnum
örmum. Við eigum yndislegar minn-
ingar frá þessum tíma. Oft var rennt
fyrir silung. Ekki man ég eftir að
Jón hafi veitt, en hann fylgdist með
árangri veiðimannanna af áhuga.
Jón sýndi fjölskyldu okkar alltaf
mikla tryggð og vináttu, og emm við
þakklát fyrir að hafa átt hann að
vini. Jón og Lísa komu í heimsókn í
Skeiðarvoginn um miðjan nóvember
s.l. og þótt Jón hafi átt við vanheilsu
að stríða um árabil áttum við ekki
von á að þetta yrði okkar siðasti
fundur með honum.
Við kveðjum Jón með virðingu og
þökk og sendum Lísu, Hönnu Bertu,
Hirti, Kollý, Jóni Amari og fjöl-
skyldum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu Jóns Sand-
holt.
Fyrir hönd fjölskyldunnar Skeið-
arvogi 149,
Hallfrfður Jónasdóttir.
Okkar kynni hófust fyrir um 30
árum.
Mér er enn minnisstætt þegar ég
kom á heimili þeirra hjóna í fyrsta
sinn. Þá var Jón búinn að undirbúa
smáhrekk við mig og ég man enn
hvað hann reyndi mikið að veiða mig
í gildru hrekksins en þó án árang-
urs. Málið var að faðir hans átti for-
láta hrekkjarskeið sem var þannig
að botnin vantaði í hana. Skeiðinni
var komið fyrir í sykurkari sem stóð
á borðinu og átt sem sagt að koma
gestinum í vandræði því ekki tók
skeiðin neinn sykur. Þannig vildi til
að tengdamóðir mín notaði ekki syk-
ur í kaffið og gekk því hrekkurinn
ekki upp hjá föður Jóns á sínum
tíma. Jón vildi gera betur og end-
urtók þennan hrekk við mig. En þá
vildi þannig til, að ég notaði ekki
heldur sykur og þar með stóðu þeir
jafnir í þessu, feðgarnir...!
Jón hafði skemmtilegan húmor
sem ég kunni að meta oftast. Stund-
um gat hann verið sauðþrár og stíf-
ur á meiningunni en ég veit að undir
niðri sló viðkvæmt og gott hjarta
sem lét sér annt um börnin, barna-
börnin og nú síðustu árin barna-
barnabörnin en þau eru orðin átta.
Hann fylgdist náið með öllum í
hópnum sínum og hringdi oft í okk-
ur til að fá fréttir af krökkunum.
Það var alltaf gott að koma á
heimili Jóns og Önnu Lísu. Oft kom-
um við og dvöldum helgarlangt hjá
þeim á Irafossi, sérstaklega meðan
eldri dætur okkar voru litlar. Þá var
ýmislegt dundað og Jón bauð þá
gjarnan til kvikmyndasýninga þar
sem hann sýndi gamlar fjölskyldu-
myndir með sýningarvélinni sinni en
hann var mikill áhugamaður um
myndatökur.
Frá þessum helgum á ég góðar
minningar.
Undanfama mánuði var Jón að
dunda við að skrifa æviminningar
sínar. Þær skrifaði hann á tölvu sem
hann var búinn að koma sér upp og
sendi síðan hvern kaflann eftir ann-
an á tölvupósti til Hjartar. Ég hafði
mjög gaman af því að lesa þessar
æviminningar og í þeim kemur ein-
mitt glettni Jóns og húmor vel í ljós.
Það var orðið þannig, að ég var farin
að bíða eftir næsta kafla þegar ég
hafði lokið við að lesa þann sem
hann hafði sent. Kaflarnir urðu sex
talsins. Því miður verða þeir ekki
fleiri.
Jón naut jólanna og fyrr á árum
buðu þau hjónin börnum og fjöl-
skyldum gjarnan til jólaboðs á jóla-
dag. Þá var það oftar en ekki að Jón
hafði útbúið jólapakka sem hann út-
deildi meðal barnanna, þó svo að
ekki hafi hinar eiginlegu jólagjafir
vantað á aðfangadagskvöld.
Mér finnst það einkennandi fyrir
Jón að hann var byrjaður að pakka
upp jólaskrautinu og var reyndar
búinn að hengja jólastjörnu með
ijósi í gluggann hjá sér.
Jón og Lísa voru fyrir löngu búin
að kaupa jólagjafir handa bömunum
og Jón var áhugasamur um að
pakka inn og senda þær sem þurftu
um langan veg að fara. Ein dóttir
okkar Hjartar býr í Noregi þar sem
hún á tvö börn. Jón vUdi tryggja að
gjafimar næðu til þeirra í tæka tíð.
Því miður vannst honum ekki tími til
þess að gera þetta sjálfur áður en
hann lést.
Síðustu árin hafa Jón og Lísa oft
verið hjá okkur á aðfangadagskvöld.
Hefur það verið okkur hin mesta
ánægja að hafa þau hjá okkur og
vomm við jafnvel að vonast til að
svo yrði um þessi jól. En oft fara
hlutimir öðmvísi en við viijum hafa
þá-.
Eg þakka Jóni allt það sem hann
hefur gert fyrir mig og mína fjöl-
skyldu í gegnum árin. Það er margs
að minnast.
Ég tel það heiður að hafa fengið
að kynnast Jóni Sandholt.
Ég bið algóðan Guð að styrkja
tengdamóður mína, böm, tengda-
böm, bamabörn og barnabamaböm
í sorg sinni.
Jón kveð ég með söknuði og virð-
ingu.
Hvíl þú í friði.
Þín tengdadóttir,
Árdís Jónasdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Senda má grein-
ar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á
netfang þess-(minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höfundar/sendanda
fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heima-
síðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við
meðallínubil og hæfilega línulengd - eða
2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.