Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR14. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR INGIBERG GEIRSSON,
Hátúni 7,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. desember
kl. 14.00.
Elín Þorleifsdóttir,
Ólafur Eyjólfsson, Bergþóra Jóhannsdóttir,
Geir Eyjólfsson, Sigríður Ingólfsdóttir,
Margrét Eyjólfsdóttir, Sveinn Pálsson,
Daníel Eyjólfsson, Hugrún Eyjólfsdóttir,
Gunnar Eyjólfsson, Helga Hildur Snorradóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Bróðir okkar,
ÁRNIINGÓLFUR ARTHURSSON
frá Sólbergi, Reyðarfirði,
Huldulandi 1, Reykjavík,
sem lést föstudaginn 1. desember, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, fimmtu-
daginn 14. desember, kl. 13.30.
Blóm og kransar afbeðnir, en bent er á líknar-
félög.
Fyrir hönd vina og ættingja,
Ásdís Arthursdóttir,
Guðni Arthursson.
+
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BENEDIKT BJARNASON,
Hraunbæ 194,
sem lést á Landspítala Landakoti fimmtu-
daginn 7. desember, verður jarðsunginn frá Ár-
bæjarkirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Soffía H. Sigurgeirsdóttir
og börn.
+
Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir,
frændi og vinur,
ENGILBJARTUR GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 10. desember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 15. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
líknarfélög.
Fyrir hönd aðstandenda,
DÓRA
JÓHANNESDÓTTIR
+ Dóra Jóhannes-
dóttir fæddist á
Stað á Eyrarbakka 2.
september 1925. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu 25. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 5. desember.
Mig langar til að
minnast einstakrar
konu, Dóru Jóhannes-
dóttur, sem lést á
heimili sínu þann 25.
nóvember sl.
Sunnudaginn 26. nóvember var
ég að koma erlendis frá og hljóp
upp tröppurnar að heimili mínu til
að hitta fjölskylduna á ný. Þar biðu
mín brosandi andlit en brosin náðu
ekki til mín, eitthvað hafði komið
fyrir. Móðir mín færði mér þá
harmafregn að Dóra, hennar besta
vinkona til margra ára, væri látin.
Dóra okkar, var svar mitt, það get-
ur ekki verið, ekki Dóra okkar. Hún
var jú alla tíð Dóra okkar og áttum
við systkinin mikið í henni og hún í
okkur. Frá því ég man eftir mér
hefur hún verið stór hluti af lífi
mínu, ein af hópnum. Birna móðir
mín og Dóra voru miklar og góðar
vinkonur og ekki leið sá dagur að
þær hittust ekki eða töluðu saman í
síma. Hún var alltaf með þeim efstu
á gestalistanum þegar eitthvað var
um að vera í fjölskyldunni.
Dóra var sterkur persónuleiki og
hafði mikil áhrif á samferðafólk sitt.
Hún var viljug og óþreytandi að
sinna þeim sem minna máttu sín og
eignaðist marga trausta og góða
vini á lífsleiðinni. Á afmælum og
jafnvel af minnsta tilefni kom hún
færandi hendi inn á heimili mitt og
eigum við mai'ga fallega hluti sem
hún hefur gefið mér og mínum
gegnum árin.
Blóma- og garðrækt var eitt af
áhugamálum Dóru og eru heimili
hennar og Inga og húsgarður fag-
urlega skreytt og hafa glatt margan
gestinn. Eftir Dóru liggur margt
fallegt handverk enda var hún
hannyrðakona mikil og saumaði út
og prjónaði jöfnum höndum. Yngri
dóttir mín var skírð í
glæsilegum kjól sem
Dóra prjónaði og lán-
aði mér fyrir athöfn-
ina, mér til mikillar
ánægju.
Mamma hefur misst
mikið og þarf nú að sjá
á eftir traustri vinkonu
og miklum félaga til
margra ára. Einnig
fjölskylda Dóru og
vottum ég og Kristján
ykkur, Ingi minn,
Sigga, Munda, Hannes
og Þóra, okkar dýpstu
samúð á þessum erfiðu
tímum. Megi guð styrkja ykkur og
börnin ykkar í gegnum þessa miklu
raun. Minningin um einstaka konu
mun lifa með okkur um ókomna tíð.
Hanna Þórunn Skúladóttir.
Bilið milli lífs og dauða er ótrú-
lega stutt, 25. nóvember sl. á
laugardagskvöldi vorum við ræki-
lega minnt á það þegar hringt var
og okkur sagt að Dóra frænka hefði
orðið bráðkvödd á heimili sínu, hún
sem var svo hress og atorkusöm,
byrjuð á jólaundirbúningnum og
allt virtist leika í lyndi. Já, enginn
veit hver er næstur sem betur fer.
Dóra hefur reynst fjölskyldu okk-
ar svo einstaklega vel og ekki síst
mágkonu sinni henni Höddu, þegar
Óli bróðir Dóru andaðist af slysför-
um fyrir sjö árum stóð hún eins og
klettur við hlið hennar og hugsaði
um hana alla tíð síðan, þau eru ófá
matarboðin, saumafundir og bíltúr-
arnir sem þær áttu saman. Sökn-
uður Höddu verður stór og fyrir
okkur var vinskapur þeirra okkur
mikilvægur þar sem við búum úti í
Eyjum og vita að svo vel var hugs-
að um Höddu var mjög mikilvægt.
Ekki síður þótti okkur vænt um í
sumar að heyra dætur Dóru segja
að þessi vinskapur væri ekki síður
mikilvægur mömmu hennar þegar
við vorum að tala um þakklæti til
Dóru vegna umhyggju hennar.
Ef Dóra frétti af því að við vær-
um stödd í höfuðborginni mátti hún
ekki heyra á annað minnst en við
kæmum við í mat og fengum við
KATRIN
MÁLFRÍÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
Páll Þór Engilbjartsson, Ólafía Guðrún Halldórsdóttir,
Hreiðar Sigurjónsson, Fríða Ragnarsdóttir
og fjölskyldur.
+
Hjartans þakkir fyrir samúð og vináttu vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GYÐU HELGADÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Þóra Helgadóttir, Njáll Skarphéðinsson,
Björn Helgason, Þóra Margrét Guðleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
I
Við þökkum samúð og veittan stuðning við
andlát og jarðarför
HÓLMFRÍÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Melabraut 19,
Seltjarnarnesi.
Óskar Jónsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Katrín Málfríður Eiríksdóttir
fæddist 3. febrúar 1922. Hún
andaðist á heimili sínu 25. nóvem-
ber síðastliðinn. Hún var dóttir
hjónanna Eiríks Sigfússonar,
bónda í Dagverðargerði, og Önnu
Gunnarsdóttur, húsfreyju. Hún
átti einn bróður, Eirík Björgvin,
fyrrverandi skjalavörð Alþingis,
sem búsettur er í Reylqavík. Hún
Fríða í Dagverðargerði er látin.
Það þykir mér skrítið því einhverra
hluta vegna finnst mér sem Fríða
eigi alltaf að vera til, út í Dagverð-
argerði, en það er nú einu sinni svo
að dauðinn er það eina sem víst er.
Datt mér í hug að rita nokkur orð
um hana þótt ég viti að hún kunni
mér litlar þakkir fyrir.
Fríða eins og hún var alltaf köll-
uð var órjúfanlegur hluti af lífi fjöl-
skyldunnar heima á Lagarfelli 3 í
Fellabæ. Víst var að þangað kom
hún að minnsta kosti einu sinni á
hálfum mánuði og ef lengra leið var
farið að velta fyrir sér hvað væri
með hana Fríðu.
Hún bjó úti í Dagverðargerði í
Hróarstungu, um 15 km frá Egils-
bjó alla tíð í Dagverðargerði hjá
foreldrum sínum og síðar með
bróður sínum Eiríki þar til hann
fluttist til Reykjavíkur, þá bjó hún
þar ein. Hún eignaðist einn son,
Gunnar, sem búsettur er í Dan-
mörku.
títför Katrínar fór fram frá
Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu
5. desember.
stöðum, og þessa leið gekk hún í
öllum veðrum, á öllum árstímum.
Stundum var hún heppin ef öku-
menn tóku hana upp í og styttu
sporin í og úr kaupstað. Þáðu þeir
fyrir vikið blessanir í bak og fyrir
með mörgum lýsingarorðum.
Óhætt er að segja að Fríða hafi
ekki bundið sína bagga sömu hnút-
um og samferðamenn hennar. Ung
fékk hún berkla og taldi sig óvinnu-
færa upp frá því. Þótti mér sem
barn skrítið að Fríða skyldi geta
gengið alla þessa leið í kaupstað þó
að hún gæti ekki unnið. En um álit
annarra skeytti hún lítið og fór sínu
fram. Þeir sem voru með óþarfa af-
skiptasemi í hennar garð eða gerðu
að hennar mati á hlut hennar fengu
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, véirituð eða töivusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eðaánetfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega iínulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
alltaf höfðinglegar móttökur hjá
þeim hjónum. Aldursmunur er oft
afstætt hugtak, því fundum við fyrir
eitt sumarið þegar við fórum með
Höddu, Dóru og Inga í sumarbú-
stað á Kirkjubæjarklaustri. Margt
var brallað og fengum við þá að
kynnast nýjum hliðum á þeim hjón-
um, meðal annars sönghæfileikum
Dóru.
Einnig var alltaf yndislegt að fá
að taka á móti þeim þegar skroppið
var til Eyja, voru þau hjón mjög
dugleg að koma þegar eitthvað mik-
ið stóð til í fjölskyldu okkar eins og
ferming Hjördísar og fertugsafmæli
Jóa og í húsinu okkar er margt fal-
legra muna sem okkur hafa verið
færðir og munu minna okkur á
Dóru.
Það mun efalaust líða einhver
timi áður en maður meðtekur frá-
fall Dóru, minningarnar hrannast
upp og við vitum að söknuður Inga,
barnanna hennar og fjölskyldna
þeirra er mikill og ekki síst hjá
Dóru litlu sem bjó ásamt móður
sinni hjá þeim Dóru og Inga. Hadda
var mjög hrærð þegar litla Dóra
sagði við hana: getur þú ekki verið
amma mín fyrst Dóra amma er dá-
in. Við munum reyna að launa Dóru
umhyggju hennar og veita okkar
aðstoð þar sem hægt er, en á svona
andartökum er mannveran svo smá
og manni finnst svo lítið sem hægt
er að gera.
Megi minning um góða konu
hjálpa okkur gegnum sorgina.
Böm og frændur falla
fram í þakkargjörð
fyrir ástúð alla
árin þín á jörð
fyrir andans auðinn,
áf, sem vísar leið
þegar dapur dauðinn
dagsins endar skeið.
Hvfl, þín braut er búin.
Burt með hryggð og tár!
Launað traust og trúin,
talið sérhvert ár.
Fögrum vinarfundi
friðarsunna skín;
hlý að hinsta blundi
helgast minning þín.
(Magnús Markússon.)
Elsku Ingi, Munda, Sigga, Hann-
es, Þóra og fjölskyldur, við sendum
ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Jóhannes, Svanhildur,
Hjördís og Ólafur Björgvin.
það óþvegið í bundnu máli jafnt
sem óbundnu.
Þótt Fríða hafi lítið verið fyrir
vinnu og daglegt amstur hafði hún
áhugamál sem hún sinnti af mikilli
ástríðu en það voru póstkortin.
Ekki er ólíklegt að hún hafi átt
stærsta safn sinnar tegundar hér á
landi. Svo voru það kettirinir, en
þeir voru henni vinir og hún hugs-
aði um þá af kostgæfni.
Fríða hugsaði vel og vandlega
um í hvað peningarnir fóru og var
upp og ofan hvort hún verslaði í
Kaupfélaginu eða Verslunarfélag-
inu. Allt fór það eftir því hvorum
megin vöruverðið var lægra og
bölvaði hún þeim jafnframt sitt á
hvað. Verst var þegar sígaretturn-
ar hækkuðu, en það var nautn sem
Fríða gat ekki neitað sér um. Þegar
vanalegar hækkanir ÁTVR voru yf-
irstaðnar var það tilefni langs fyr-
irlestrar um þá svíðinga, sem þessu
stjórnuðu.
Aðalsmerki Fríðu var þó mál-
gleðin en hún gat talað um allt,
hafði skoðun á öllu og þegar hún
var komin á flug komst enginn ann-
ar að og menn þurftu að hafa tím-
ann fyrir sér ef ætlunin var að
hlusta. Bjó hún yfir miklum orða-
forða og gat lýst hinum einföldustu
atvikum með miklu málskrúði.
Að Fríðu genginni stendur það
eftir að hafa kynnst sérstæðum
persónuleika og er óhætt að segja
að hún hafi verið ein af þeim sem
gæddu tilveruna öðruvísi blæ.
Kynni af henni komu stelpuskotti í
skilning um það, snemma á lífsleið-
inni, að ekki eru allir eins og af
samskiptum hennar og fjölskyldu
minnar sá ég að bera skyldi virð-
ingu fyrir fólki eins og það er.
Anna Birna Þráinsdóttir.