Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 70
JO FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KRABBAMEINSFÉLAGIÐ Skipuleg leghálskrabbameins- leit - árangur o g framtíðarsýn í FYRRl greinum hefur verið fjallað um tengsl starfsemi Krabba- 'meinsfélagsins við lýð- heilsu (Morgunblaðið gíein 1) og grundvallar- atriði krabbameinsleitar hafa verið skýrð (Morg- unblaðið grein 2). Hér verður rætt nánar um ár- angur og hugsanlega framtíðarþróun skipu- legrar leitar að krabba- meinum í leghálsi. Leghálskrabba- meinsleit Markmið þessarar leit- ai er bæði að minnka ný- gengi sjúkdómsins með því að greina iiann á forstigi áður en ífarandi vöxt- ur hefur myndast og lækka dánar- tíðnina með því að greina sjúkdóminn á hulinstigi áður en hann fer að gefa einkenni. Markhópur leitar hefur lengst af verið konur á aldrinum 25- 69 ára sem boðaðar hafa verið til leit- ar á 2ja til 3ja ára fresti. Pó að árang- ur þessarar leitar hafi ekki verið sannreyndur með slembivalsrann- sókn má merkja árangurinn með því að bera saman nýgengi, dánartíðni og ..... Kápur 5T ÍLL Neöst á Skólavöröustíg - stigaskiptingu (út- breiðslu sjúkdóms við greiningu) áður en og eftir að leit var hafin hér á landi 1964. Ný- gengið hefur minnkað um 67% og dánartíðn- in um 76% (mynd 1). Svipaðar niðurstöður hafa einnig fengist úr erlendum rannsókn- um. Regluleg mæting Eftir kröftuga lækkun á nýgengi sjúkdómsins á tíma- bilinu 1969-1980 fór það skyndilega hækkandi og dánai'- tíðnin hætti að falla. í ljós kom að tímabundin hækkun eftir 1980 byggðist að mestu á konum sem ekki höfðu sinnt því að mæta til leitar eða ekki mætt reglulega. Jafnframt kom í ljós að forstigsbreytingum hafði fjölgað marktækt. Þessi staðreynd leiddi til kerfisbreytinga í rekstri leit- arinnar, sem m.a. íölu í sér bætt upp- lýsingaflæði til kvenna og endurbætt eftirlitskerfi með þeim konum er greindust með afbrigðilega skoðun við leit. Kerfisbreytingarnar leiddu til þess að mætingarhlutfall jókst á ný og komst hæst í um 82% (mynd 2). Samhliða þessari auknu mætingu hefur nýgengið byi-jað að falla að nýju (mynd 1) og sannar það hversu mikil áhiif regluleg mæting hefur á árangur leitarstarfsins. Yngri konur Vegna hækkandi nýgengis for- stigsbreytinga eftir 1980, sem aðal- lega kom fram meðal yngri kvenna (mynd 3), voru neðri mörk skoðunar- aldurs lækkuð í 20 ára aldur árið 1988. Frá 1991 hefur mætingarhlut- fall kvenna undir 40 ára aldri fallið á ný um 6% og er nú lægst í yngsta ald- urshópnum, 20-24 ára. Þriggja ára Sjúkdómar Mikill árangur er af leghálskrabbameinsleit hér á landi, segir Krist- ján Sigurðsson, en ærin þróunarvinna er framundan. mæting hefur þar fallið úr 66% á tímabilinu 1989-1991 í 59% á tíma- bilinu 1997-1999. Ástæða þessa getur tengst því að yngri konur geri sér ekki grein fyrii' mikilvægi leitarinnar og er það afleitt með hliðsjón af því að á þessum aldri virðist þróunarferill sjúkdómsins í sumum tilfellum vera svo hraður að byrjandi krabbamein á hulinstigi geta greinst með frumu- stroki innan þriggja ára frá síðasta eðlilega frumustroki. Kynlíf Það hefur lengi verið vitað að leg- hálskrabbamein tengist á einhvern hátt kynlífi þar sem þennan sjúkdóm er frekai' að finna meðal kvenna sem hafa haft marga rekkjunauta eða eru með karlmönnum sem hafa slíka sögu, þó að það eigi ekki við í öllum tilvikum. í þessu sambandi hafa verið nefndir til margir áhættuþættir, en á síðari árum hefur komið í ljós að þeir tengjast allir sömu veirunni sem nefnd er HPV (human papilloma vi- rus). Ljóst er að ekki dugar eitt sér að smitast af þessari veiru heldur þurfa að koma til aðrir þættir, svo sem önnur kynsmit, reykingar, notk- un getnaðarvarnarpillunnar o.fl. HPV Tíðni HPV-smits er mjög há meðal yngri kvenna eða allt að 40% en lækk- ar hratt eftir 30-35 ára aldur og nær vissu jafnvægi eftir 45 ára aldur eða um 5-7%. Þessi lækkun með aldri er talin byggjast á því að ónæmiskerfi líkamans nái að útrýma veininni áður en hún nær fótfestu í líkamanum. í þeim tilvikum þar sem hún nær fót- festu tengist hún við gen fruma í leg- hálsi, leggöngum og burðarbörmum og einnig á getnaðarlimi karlmanns- ins og getur með tíð og tíma orsakað krabbamein í þessum líffærum. Veir- an veldur fyrst forstigsbreytingum sem álitið er að þróist úr vægum í sterkar breytingar og síðan í ki-abba- mein. Frumustrokið nær í velflestum tilfellum að greina þessar breytingar áður en þær þróast í krabbamein. í leghálsi ei'u breytingamar aðallega neðst í hálsinum og er unnt að fjar- lægja þær með minni háttar aðgerð, svonefndum keiluskurði. Talið er að í sumum tilfellum geti þessi aðgerð leitt til ónæmissvörunar sem auðveldi líkamanum að losa sig við smit úr öðr- um hlutum slímhúðar. Stofnar HPV Stofnar HPV eru fjölmargir og er áætlað að undirtegundir séu yfir 80 talsins. Milli 20 og 30 undirtegundir orsaka breytingar í neðri kynfærum kvenna. Um 15 þein'a ei-u tengdar leghálskrabbameinum og aðrar valda hvimleiðum vörtum á kynfærum karla og kvenna sem nefndar eru condylom. Það, að veirur valdi þess- um breytingum, hefur opnað nýjar leiðir til að greina rétt þær konur sem eru í raunverulegri áhættu að fá leg- hálskrabbamein og getur jafnframt bætt eftirlit með þeim. Vandamálið hefur aftur á móti verið að þær að- ferðir, sem boðnar hafa verið til að greina veiruna, hafa ekki haft nægi- lega hátt næmi og sértæki, en það vandamál virðist nú vera að leysast. Hins vegar skapar hátt sýkingarhlut- fall yngri kvenna vandamál, þar sem þessi próf geta ekki aðgreint þær konur sérstaklega sem eiga eftir að þróa forstigsbreytingar og síðar Kristján Sigurðsson krabbamein. HPV-prófun á þeim aldri myndi leiða til stóraukinnar of- gi'einingar. Framtíðin Til framtíðar litið má telja að leg- hálskrabbameinsleitin fari í eftirfar- andi farveg: Leghálsstrokið mun halda mikilvægi sínu en að auki mun komast fastara form á notkun HPV- prófa. Þessi próf munu létta eftirlit með þeim konum sem hafa endur- teknar vægar og óljósar breytingar og auðvelda eftirlit með konum eftir keiluskurð. Meðal eldri kvenna væri unnt að nýta HPV-prófið til að sann- reyna hvort kona um fertugt, sem hefur eðlileg fyrri frumustrok, sé laus við HPV-smit. Kona, sem á þeim aldri hefur bæði prófin eðlileg, þarf þá ekki að mæta til nýrrar leitar fyrr en eftir 4-5 ár, og mætti jafnvel hætta að koma til leitar efth- 60 ái'a aldur, svo fremi að ekki yrði breyting á kynlífshegðan hennai', maka henn- ar eða sambýlismanns. Bólusetning Það, að veira veldur legháls- ki’abbameini, gerir mögulegt að framleiða bóluefni gegn þessum sjúk- dómi. Vandamálið er þó hve margar undirtegundir geta valdið honum, þar eð bóluefni gegn einni undirteg- und dugar ekki á aðra. Unnið er að lausn þessa vandamáls og má búast við að innan fárra ára verði komið á markaðinn bóluefni sem nota megi til að bólusetja konur og karla fyi-ii' kyn- þroskaaldur. Slík bólusetning mun þó ekki hafa áhrif til að draga úr ný- gengi sjúkdómsins fyrr en 15-20 ár- um síðar og ekki ná fullum áhrifum fyrr en að loknum heilum manns- aldri. Niðurstaða Mikill árangur er af legháls- ki'abbameinsleit hér á landi en ærin þróunarvinna er framundan, sem hefur það að markmiði að bæta þessa leit enn frekar. Minnkandi mæting yngri kvenna er þó áhyggjuefni. I næstu grein höfundar verður gerð grein íyrir hugsanlegum áhrif- um skipulegrar leitar að krabbamein- um í bijóstum. Höfundur eryfírlæknir Leitarstöðvar. BARATTA, SORG OG SIGRAR Bók Rannveigar Löve, Myndir úr hugskoti, verð- ur ekki lýst í fáum orðum, enda 344 blaðsíður og ríkulega myndskreytt. Elsta kynslóðin þekkir af eigin reynslu þá lífsbaráttu sem Rannveig lýsir. Þá var ekki mulið undir fólk. Þessi bók er alveg nauð- synlegur fróðleikur fyrir þá sem vilja vita um bak- ‘ grunn sinn. Rannveig segir frá sorginni, m.a. hinum hræðilega hvíta dauða, en líka frá sigrum sem unnust og hvemig henni sjálffi tókst að menntast í íslensku samfélagi jafnréttis síðari tíma. , Sjá nánar: www.joIabok.is ýfbrD-cAHcí Iðnbúð 1,210 Garðabæ Slci Collection sími 565 8060 Ætlar þu að sauma jólafötin?!< Komdu og skoðaðu úrvalið af fataefnum hjá okkur. VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477 www.virka.is Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18. Lau. kl. 10-16. Textílkjallarinn mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.