Morgunblaðið - 14.12.2000, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 14.12.2000, Qupperneq 81
morgunblaðið_________________ DAGBÓK BRIPS llmsjón Guðmundur I'áll Arnarson FYRIR 50 árum skrifaði Marshall Miles um þetta spil í The Bridge World: Noj-ður * A5 ¥ A1093 * KG743 * A2 Suður * KG109764 v K75 * - + K74 Suður verður sagnhafi í sex spöðum án afskipta AV í sögnum og fær út tromptvist. Hvernig er best að spila? Þrjár leiðir a.m.k. koma til greina: (1) Hleypa heim (engin drottning), spila laufi þrisvar og trompa lauf með ás. Fara heim með því að stinga tígul og spila spaðakóng. Slemman vinnst þá ef trompið er 2-2, og enníremur er möguleiki á kastþröng ef sami mótherji á tígulás og lengdina í hjarta. (2) Hleypa heim á gosa, taka spaðaás og trompa tígul. Trompið kemur þá örugglega og síðan má reyna við aukaslag á hjarta með því að spila kóng og ás og þriðja hjart- anu. Laufásinn er enn í borði sem innkoma. Hvorug þessara leiða skilar tólf slögum, en það gerir sú þriðja og hana valdi sagnhafi Miles: Noj-ður + 45 ¥ A1093 ♦ RG743 + A2 Vestur Austur ♦2 AD83 * 64 ¥ DG82 * ÁD1096 ♦ 852 * G9853 + D106 Suður + KG109764 ¥ K75 ♦ - + K74 (3) Hann fór upp með spaðaás og trompaði tígul (bugmyndin var að ná tíg- ulásnum þriðja). Sagnhafi fór næst inn í borð á laufás °g stakk aftur tígul. Spil- aði svo laufkóng, trompaði lauf, og enn tígul til baka, en enginn ás lét sjá sig. Þá varð að grípa til annarra róða. Sagnhafi tók kóng og ás í hjarta og trompaði tíg- ul í fjórða sinn. Nú á suður þrjú spil eftir: KG í trompi °g eitt hjarta. Hann spilai' sér út á hjarta og fær fría svíningu í lokin. Hvaða leið er best? Fyrstu tvær eru ekki uefndar á nafn í grein Mil- es> en mín tilfinning er sú að leið (2) sé varla síðri þeirri sem Miles mælir með. E.S. Það er til dæmis ekkert sem útilokar það að útspil vesturs sé frá D2! ÁRA afmæli. Nk. mánudag 18. des- ember verður sextugur Páll Jóhannsson, framkvæmda- stjóri. Hann og eiginkona hans, Jóhanna Engilberts- dóttir, taka á móti vinum og ættingjum í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, milli kl. 18-20 laugardaginn 16. desember. Hugskot ljósmyndastúdíó BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. september 1999 í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Guð- rún Rut Gunnlaugsdóttir og Kári Þórisson. Heimili þeirra er að Löngufit 36, Garðabæ. Arnaö heílla Morgunblaðið/Sverrir Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 3.500 kr. fyrir Rauða kross íslands. Þær heita Valgerður Sif Sigurðardóttir, Áslaug Marfa Benediktsdóttir og Gyða Björg Elfasdóttir. stendur yfir, en féll úr leik í 2. umferð. í stöðunni hafði hann hvítt gegn Rustam Kas- imdzhanov (2.690) 34. Be6! Glæsilegt h'nurof. Aðrir leikir eins og td. 34. Bd5 hefðu ekki gengið upp sökum 34.... He8 35. Hc£2 Hdl! 34.... Hd8 35. Hcf2! Hg3+ 35. ... Hxe6 36. HI8+ og hvítur mátar. 36. Kh2 Hxg6 37. Hf8+ Hxf8 38. Hxf8+ Kh7 39. Bg8+ Kh8 40. Bb3+ Kh7 41. Bc2 h5 42. Hd8 og svartur gafst upp. Skákin í heild sinni tefldist svona: 1. d4 d5 2. c4 c6 3. RÍ3 RfB 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Rh4 e6 7. Rxf5 exf5 8. e3 Bb4 9. Bxc4 0-010. Bd2 Rbd7 11. h3 f4 12. 0-0 fxe3 13. fxe3 c5 14. Bel Hc8 15. Bb3 De7 16. Df3 Hce8 17. Bf2 Bxc3 18. bxc3 Re4 19. Bel Rdf6 20. Ha2 Rg5 21. Df4 h6 22. h4 Rge4 23. g4 c4 24. Bxc4 Hc8 25. Bb3 Rxc3 26. Hh2 Hfe8 27. g5 Rfd5 28. Df3 Dxe3+ 29. Dxe3 Hxe3 30. Bxc3 Rxc3 31. Bxf7+ Kh8 32. Hc2 Hd8 33. g6 Hxd4. LJOÐABROT ÚR PASSÍUSÁLMUM Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til, herrans pínu eg minnast vil... Innra mig loksins angrið sker, æ, hvað er lítil rækt í mér; Jesús er kvalinn í minn stað, of sjaldan hef eg minnzt á það... Hvað stillir betur hjartans böl en heilög drottins pína og kvöl? Hvað heftir framai- hneyksli og synd en herrans Jesú blóðug mynd? Hvað fær þú glöggvar, sál mín, séð sanna guðs ástar hjartageð, sem faðir gæzkunnar fékk til mín, framar en hér í Jesú pín? Ó, Jesú, gef þinn anda mér, allt svo verði til dýrðar þér uppteiknað, sungið, sagt og téð, síðan þess aðrir njóti með. Hallgrímur Pétursson. SKAK Umsjón Helgi Áss Grótarsson Síðastliðið sumar var hald- ið í fyrsta skipti Evrópu- meistaramót einstaklinga. Enginn þátttakandi var frá íslandi en margir öflugir stórmeistarar tóku þátt. Óll- um að óvörum varð rússneski stórmeistarinn Pavel Tregu- bov (2.610) sigurvegari. Hann tefldi einnig á heims- meistaramóti FIDE, sem nú STJÖRMJSPA cftir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbam dagsins: Þér lætur vel að vera mið- punktur allrar athygli, en þarft þess í milli að geta lok- að að þér. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú ert hvers manns huglúfi, en verður að varast það að láta aðra ráða öllu um skoð- anir þínar og gjörðir. Þitt takmark er að verða sjálf- stæður. Naut (20. apríl - 20. maí) F* Það er óðs manns æði að leggja út í vandasamar samn- ingaviðræður án þess að kynna sér málin fyrst ofan í kjölinn. Gefðu þér tíma til slíks. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) 'A’A Stundum er nauðsynlegt að standa hjá og ieyfa hlutunum að æxlast eins og verkast vill. Gríptu svo inn í þegar tæki- færi til leiðréttinga býðst. Krabbi (21.júní-22. júlí) Það getur reynst örðugt að vera svo háður hlutunum í kring um sig, að maður geti ekki hugsað sér að sjá af neinu. Hugsaðu á jákvæðum nótum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er engin ástæða tii að vera með sút, þvert á móti skaltu bera höfuðið hátt og ganga djarflega til verka. Sýndu öðrum tillitssemi. Meyja +* (23. ágúst - 22. sept.) ©SL Ailur er varinn góður og þess vegna skaltu hafa andvara á þér, þótt allt virðist á speg- ilsléttum sjó. Þannig átt þú að komast hjá skakkafóllum. Vog m (23. sept. - 22. okt.) 4* 4* Þeir eru nærri sem vflja ólmir fá að nýta sér starfskrafta þína. En gættu þess að þú hefur aðrar skuldbindingar sem ganga fyrir öllu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) cje Þú þarft að hafa augu á hveij- um fingri til þess að geta fylgst með framvindu máls svo vel sé. En gættu þess að færast ekki of mikið í fang. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) AO Allt ber að sama brunni og þegar málalyktir blasa við getur þú óhræddur tekið til þinna ráða. Láttu athuga- semdir kunningjanna sem vind um eyru þjóta. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) 4K Þótt þú vitir vel sjálfur, hvað þú vilt, sakar ekkert að hlusta á vinina og heyra hvaða skoð- anir þeir hafa. Þú meltir þær bara í rólegheitunum. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) WM Þótt árangurinn liggi ekki í augum uppi skaltu óhikað eyða þeim tíma til rannsókna, sem nauðsynlegur er svo þú getir tekið afstöðu. Fiskar mt (19. feb. - 20. mars) Þú þarft á öllu þínu að halda svo þú dragist ekki aftur úr vinnufélögum þínum. Leggðu þig fram og sjáðu til þess að skoðanir þínar séu öllum Ijós- Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni rísindalegra staðreynda. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 81 Glæsilegur hátíðarfatnaður tískuverslun Rauðarárstfg 1, sími 561 5077 Gjafavara frá Mexico jólagjöf unga fólksins Opið til kl. 22.00 öll kvöld 10 rósir kr. 990 Fákafeni 11, sími 568 9120 í lífsins leið III Einstök bók! Þór Jakobsson: En það bar til tíðinda í morgun að þrír hvítabimir sáust fyrir stafni. Stlaurent stóð þá reyndar fastur í fsnum og bærði ekki á sér. Menn þustu út eða upp á stjórnpall þegar fréttist, nema gamalreyndir heim- skautafarar sem muna varla hvemig mjólkurkýr litur út. Ekki veitti af sjónaukum í fyrstu þvi að bjössarnir voru feimnir... Snjolaug Stefánsdóttir: Við vorum ung að árum þetta haustið hinir nýju starfsmenn, aðeins 21-23 ára. Vorum raunarfjórir síðhærðir hippar í mussum og komum þama saman til að reka skóladagheimili fyrir unglinga í vanda. Og auðvitað var upplit á mörg- um þama í sveitinni þegar við mættum á staðinn - borgarbömin með hárið niður á bak... Jón Kristjánsson: Sum augnablik í lífi manns lifa lengurenönnur... Sveitir Skagafjarðar voru að baki. Hinir gulu litir í sölnuðu grasi haustsins voru áber- andi ogTindastóll blasti við í V fjarska. Ég hafði það mjög sterkt á tilfinningunni að þáttaskil væru í minu lifi, ég væri á leið til móts við nýja en ókunna framtíð og næsti þátturværi að hefjast... 5TOÐ OG STYRKUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.