Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FERSKT • FRAMANDI * FRUMLEGT La Espano/a Olívuolía FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT Framandi grænmeti og kryddjurtir Suðurlandsbraut 6 • s. 568 3333 ÚRVERINU Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson Agnar Steinarsson, sjávarlíffræðingnr Hafrannsóknastofnunar að Stað í Grindavík, pakkar sandhverfuseiðum. Sandhverfueldi þrefaldast Grindavík - í tilraunaeldisstöð Haf- rannsöknastofnunar að Stað í Grindavík hafa verið gerðar til- raunir með sandhverfuseiði. Agnar Steinarsson, sjávarlíffræðingur hjá tilraunaeldisstöðinni, segir að framleiðslan hafi þrefaldast frá því í fyrra og muni aukast eitthvað á næstu árum. „Framleiðslan í ár er um 30.000 seiði og er það þreföldun frá fyrra ári. Við erum að pakka sandhverfuseiðunum til flutnings í eldisstöðvar. 28.000 seiði fara til Sæbýlis í Vogum en 1.000 seiði fara til Silfurstjömunnar í Öxarfírði í tilraunaeldi þar. Restin af seið- unum verður áfram hjá okkur til að ala upp framtiðarklakstofn. Stefnt er að því að auka framleiðsluna og selja þeim sem áhuga hafa. Til- gangurinn með þessu öllu er nátt- úrlega að koma nýrri eldistegund inn í íslenskt fiskeldi," sagði Agnar. Seiðin eru sett um 300 stykki sam- an í plastpoka með sjó að tveimur þriðju sem er siðan yfirmettaður af hreinu súrefni. Þegar senda á lengra er seiðafjöldinn minni. Þau seiði sem verið var að pakka í þetta skiptið þegar blaðamann bar að garði vom um 18 g hvert. Þau verða siðan alin í tæp tvö ár þar til þau hafa náð sláturstærð. WiseFish selt til Hollands HOLLENSKA fískmarkaðsfyrir- tækið United Fish Auctions hefur tekið í notkun íslenskan hugbúnað við mat á ferskleika fisks. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og TölvuMyndir ehf. þróuðu búnaðinn sem markaðssettur er undir heitinu WiseFish. Hollenska fyrirtaekið starfrækir þrjá stóra fiskmarkaði í borgunum Stellendam, Colijnsplaat og Sceven- ingen. Hugbúnaðurinn var settur upp á öllum þessum mörkuðum í október sl. og hefur reynslan af hon- um verið góð, að því er fram kemur í fréttabréfi Rf. Að sögn Ólafs Magn- ússonar, kerfisfræðings hjá Tölvu- myndum, eru markaðimir þrír tengdir saman á einu tölvuneti og því séu allar upplýsingar tiltækar alls staðar og sjálf uppboðin sameigin- leg. Hollendingunum hafi verið gert enn auðveldara um vik með því að láta þá fá handtölvur sem matsmenn fari með um markaðina og sendi þannig niðurstöður ferskleikamats þráðlaust til upplýsingakerfis fyrir- tækisins. í Rf tíðindum segir að WiseFish hugbúnaðurinn ségæðastaðlað skyn- mat með aðstoð tölvu, sem geti verið öflugt stjómtæki í gæða- og fram- leiðslustýringu í fiskvinnslu. Þessi tækninýjung geti því skipt miklu máli á fiskmörkuðum þar sem hrá- efni gengur kaupum og sölum óséð. Þá sé mikilvægt að til séu áreiðan- Iegar og staðlaðar upplýsingar um ferskleika vömnnar. WiseFish á rætur að rekja til verkefnis um tölvuvætt skynmat í fiskvinnslu sem Evrópusambandið styrkti. Sjálft forritið. varð til hjá TölvuMyndum en Rf þróaði gæða- stuðulsaðferðir og notkun þeirra. iiaisii Stólpi fyrir Windows Kynning á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1, 14. desember, kl 16.00 -18,00 Kynnt verður ný útgáfa af Stólpa fyrir Windows og nær bókhaldskerfið nú til flestra þátta atvinnurekstrar. Meðal nýjunga má nefna nýtt birgðakerfi, tilboðs- og sölukerfi og tengingu við innheimtukerfi banka. Launakerfi með áður óþekktum sveigjanleika er tilbúið. Vefverslun með beintengingu við birgðakerfið er vel á veg komin. Kerfisþróun ehf. byggir á fimmtán ára reynslu við gerð viðskiptahugbúnaðar og þjónar um 1500 viðskiptavinum á öllum sviðum atvinnulífsins. Um 70 fyrirtæki hafa nú þegar tekið Stólpa fyrir Windows í notkun og mörg bætast við um áramótin. Hægt er að skoða kerfin á heimasíðu Kerfisþróunar:http://www.kerfisthroun.is Komdu, sjáðu og láttu sannfærast um hvernig upplýsingakerfi á að líta út. Helstu bókhaldskerfin frá Kerfisþróun: Fjárhagsbókhald, Skuldunautabókhald, Lánardrottnabókhald, Sölukerfi, Innheimtukerfi banka, Birgðakerfi, Vefverslun, Framleiðslukerfi, Verkbókhald, Launakerfi, Stimpilklukkukerfi, Tilboðskerfi, Bifreiðakerfi, Pantanakerfi, Tollkerfi, Útflutningskerfi og EDI samskipti. KERFISÞRÓUN EHF. Fákafen 11 • Sími 568 8055 • Fax 568 9031 Enn seinkar Ingunni AK ENN ein seinkun verður á afhend- ingu Ingunnar AK, nóta- og togveiði- skips Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi, sem verið hefur í smíðum í Asmar-skipasmíðastöðinni í Chile. Að sögn Haralds Sturlaugssonar, framkvæmdastjóra HB, komu í ljós óhreinindi í háþrýstilögnum í próf- unum en verið sé að þrífa þær undir leiðsögn framleiðenda. Mikilvægt sé að spilkerfi séu hrein strax í upphafi því þá endist þau mun lengur. Hann segir að viðgerðin taki væntanlega nokkra daga en að öðru leyti sé skip- ið tilbúið. Áhöfn, sem komin var til Chile og átti að sigla skipinu til ís- lands, hefur vegna þessa verið kölluð heim á meðan viðgerð stendur yfir. Haraldur á von á því að skipið verði afhent strax upp úr áramótum og verði komið til íslands í byrjun febrúar. ---------------- Tólf sagt upp hjá HB TÓLF starfsmönnum hefur verið sagt upp í sérvörudeild Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi frá og með 1. janúar. Sérvörudeildin var áður Islenskt-franskt eldhús ehf. Að sögn Haralds Sturlaugssonar, fram- kvæmdastjóra HB, liggur fyrir ákvörðun um að sameina sérvinnsl- una hefðbundinni vinnslu fiskafurða. Færri stöðugildi munu því verða í vinnslu sérafurða en áður en nú starfa um 13 manns við sérvörufram- leiðslu fyrirtækisins. „Við munum draga h'tillega úr þessari starfsemi fyrirtækisins. Við gerðum töluverðar breytingar á vinnslunni um síðustu áramót og lögðum meiri áherslu á ferskfiskút- flutning með flugi. Þetta er hluti af þeim hagræðingaraðgerðum sem við höfúm staðið í að undanfórnu," segir Haraldur. Fram- leiða þorsk- seiði SEIÐAELDISSTÖÐIN Framgord Ltd. á Hjaltlands- eyjum leitar nú samstarfsaðila til að þróa framleiðslu á þorsk- seiðum. Frank Johnson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir á fréttavefnum IntraFish að mikill áhugi sé á verkefninu meðal breskra og franskra stórmarkaða og á von á því að samningar um samstarf liggi fyrir í næsta mánuði. Framgord hefur einkum sér- hæft sig í sölu á laxi síðustu 15 árin en fyrirtækið átti níu lax- eldisfyrirtæki sem voru sam- einuð og seld árið 1998. John- son telur að þorskeldi geti á næstu árum skipt sköpum í efnahagslífi Hjaltlandseyja. Hann segir að eldistími þorsks sé aðeins tvö ár en eldistími lax þrjú ár. Eins hrygni hver þorskhrygna um tveimur millj- ónum eggja en laxhrygnan að- eins um 30 þúsund eggjum. Hann segir fyrirtækið hafa stefnt að því að auka fram- leiðslu á laxaseiðum úr 1,5 milljónum seiða í 4 milljónir, en vegna mikils verðþrýstings á laxi hafi verið ákveðið að kanna aðra möguleika. Hann segir að þegar sé búið að yfirstíga ýms- ar tæknilegar hindranir í þorskeldinu. Nú sé einkum horft til tækni sem beitt er í eldi á beitarfiski í Hollandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.