Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 59

Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 59 i ALDARMINNING + Kristinn Guð- steinsson garð- yrkjumaður fæddist í Reykjavík 21. apríl 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- steinn Eyjólfsson, klæðskerameistari, f. 1.1. 1890, d. 11.7. 1972, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 28.5. 1893, d. 13.11. 1942. Kristinn var fjórði í röð af átta börnum þeirra. Eftiriifandi kona hans er Elísa- bet Magnúsdóttir, f. 21.8. 1911. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson hreppstjóri, d. 1943, og kona hans Jónsína Jónsdóttir, d. 1976. Sveinsstöðum A-Hún. Þau Kristinn og Elísabet bjuggu á Hrísateigi 6 frá 1960 þar til þau fluttu í Hjúkrunarheimiiið Skjól. Þegar ég og systur mínar vorum litlar áttum við vin. Það var Kristinn. Hann var maðurinn hennar Betu frænku. Hann var rólegur, afalegur maðui- sem hafði gaman af því að kynna veröld plantnanna íyrii- litlu vinkonum sínum. Hrísateiguiinn, þar sem Beta og Kristinn bjuggu, er í mínum huga sem ævintýrastaður. Þangað fóru for- eldrar mínir með mig og systur mínar í heimsókn um helgar og jólin voru aldrei ekta nema farið væri í jólaboð á Hrísateiginn. Hrísateigurinn var heill ævintýraheimur fyrir börn. Lítill sveitabær inni í miðri borg, um- kringdur töfraskógi og þar var ótrú- lega mikið af fallegum blómum. Það var ósjaldan sem ævintýrið um Hans og Grétu lifnaði við þegar ég og Ásta frænka vorum þar báðar í heimsókn. Við hlupum um á litlum stígum sem voru um garðinn og með fram litlu stígunum voru hvítir miðar. Á þessum miðum hafði Kristinn skrifað með natni nöfnin á þeirri plöntu sem vænt- anleg var upp úr moldinni eða þeirri sem stóð þar í fullum skrúða. Ég vissi alltaf að á þessum miðum væru nöfnin á plöntunum en ég misskildi það víst í byxjun vegna þess að ég stóð alltaf í þeirri trú að Kristinn nefndi allar plöntumar sínar. Kannski var það ekkert svo skrýtið, mér fannst alveg eðlilegt að Kristinn myndi nefna plönturnar sínar alveg eins og fólk nefnir gæludýrin sín. Honum þótti svo vænt um þær og ég vissi vel að plöntumar vom hans líf og yndi. Hann hafði meira að segja sérhús fyr- ir þær. Þar inni voru breiðumar af allskonar blómum. í minningunni em lúlsíumar fallegastar. Á sumrin skoppaði ég á eftir Kristni og pabba út í gróðurhús til þess að skoða blóm- Kristinn lauk námi frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1945, stund- aði síðan listnám við listakademíuna í Kaupmannahöfn næstu fimm árin. Kristinn starfaði hjá garðyrkjudeild Reykjavikurborgar, við Grasagarðinn í Laugardal og við ýmis garðyrkjustörf í borginni. Kristinn hafði það sem áhuga- mál að flytja inn er- lendar skrúðgarða- plöntur og kanna hvað af þeim þrifíst hér á landi. Margar þeirra gleðja nú augu landsmanna. Eftir hann hafa komið greinar í Garð- yrkjuritið og erlend fagtímarit. Hann var sæmdur gullmerki Garðyrkjufélags íslands 1998. Útför Kristins fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. in og ef maður kom þegar lúísíurnar vora í blóma, breiddu þær úr sér í öll- um regnbogans litum. Slíka fegurð hafði litla bamshjartað sjaldan séð, og ef ég var mjög heppin átti Ki-istinn það stundum til að gauka að mér einu og einu blómi. Mér gekk því miður ekki eins vel og honum að halda þeim á lífí. Enda var hann með einstaka hæfifeika sem sneru að blómarækt. Inni í húsinu var líka alltaf gaman. Þar átti Kristinn sitt sæti. í huga mér er mynd af honum í stólnum sínum með gömlu ritvélina á bak við sig, stafla af blómabókum á borðinu, kakt- usar í glugganum og nokkrir súkkul- aði- eða lakkrísmolar á bakka á borð- inu. Honum tókst alltaf að fá Betu til þess að færa okkur eitthvert gotterí. En Kristinn var ekki einungis garð- áhugamaður. Það var margt annað sem vakti áhuga hans. Inni í hlöðu geymdi hann marga af sínum dýr- gripum. Það var alltaf mjög spenn- andi að komast þar inn. Hurðinni þangað inn var alltaf lokað með heng- ilás og ég man eftir því að standa við hurðina og horfa upp á lásinn, hugs- andi um hvað gæti leynst þar á bak við. í dag nær lásin mér í mittishæð. Inn í hlöðuna mátti maður nefnilega ekki fara fyrr en maður var orðin nógu stór svo að engin hætta væri á að maður skemmdi eitthvað eða slas- aði sig. Þar var nefnilega svo margt sem freistaði lítilla fingra. Kristinn geymdi nefnilega svo margt sniðugt þar. í mínum huga var hlaðan alltaf full af fjársjóðum. En svo kom að þvi að ég fékk að fara þar inn. Ég hef ver- ið svona um fimm ára. Maður læddist hálffeiminn ... og bjóst svona hálft í hvoru við því að annaðhvort kæmi skrímsli stökkvandi fram eða ég myndi týnast í völundargöngum. Þeg- ar inn var komið þá komst ég að því að þetta var hreinasta himnarDd, þar vora málaratrönur eins og alvöra listamenn nota, þvottavél sem bjó til hænur (seinna komst ég að því að þetta var útungunarvél), saumavél og nokkur fiskabúr og oft kom það fyrir að Kristinn leyfði mér að gefa fisk- unum. Það vai- mjög spennandi. Ég vil senda Betu mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og óska þess að góður Guð styrki hana í sorg sinni. Með hlýju í hjarta kveð ég þig, Krist- inn, og þakka þér kærlega fyrir allar bemskuminningamar sem þú hefur gefið mér. I minningunni stendurðu við hliðið og kveður með gai'ðskófluna í annarri hendi og mold á hnjánum. Ég veit að nú ferðu að sjá um him- neska blómagarða, vonandi era þeir eins fallegh' og lúísíumar era í minn- ingunni. Þú varst í raun alltaf afi minn þótt þú værh’ aldrei skyldur mér. Þín vinkona, Elísabet Grétarsdóttir. Látinn er vinur okkar og félagi, Kristinn Guðsteinsson. Viljum við minnast hans með nokkram orðum. Kristinn var meðal þeirra fyrstu sem útskrifúðust úr Garðyrkjuskóla ríkisins. Alla tíð átti garðyrkjan hug hans. Fróðleiksfús og með óþreytandi áhuga reyndi hann við nýjar tegundir. Hann fékk fræ erlendis frá og einnig flutti hann inn tré, garðplöntur og lauka. En hann lét ekki þar við sitja, heldur gerði hann líka tilraunir með að búa til nýjar tegundir. Víðs vegar um bæinn má sjá merki hans. Hann flutti m.a. inn geislasóp- inn, einn vinsælasta blómrunnann í görðum, og margar tegundir af rós- um og má þar nefna „rósirnar við Hringbrautina" sem hann flutti inn á árunum ’65-’70, Við sem höfum áhuga á garðyrkju og ræktun yfirleitt megum ekki gleyma þessum áhugasömu og frá- bæra framkvöðlum eins og honum, sem lögðu allt upp í hendumar á okk- ur. Það væri heldur fátæklegra teg- undavalið í kring um okkur án þeirra. Kristinn skrifaði ótal greinar í „Blóm vikunnar" og Garðyrkjuritið og var alltaf vel eftir þeim tekið. Hann var frábær fyrirlesari en afar lítillátur og fannst betra að segja frá, kenna og útskýra í minni hópum. Kristinn missti heilsuna fyrir nokkrum áram, en áhugi hans var samur. Hann var að bauka við að sá í gluggakistunni hjá sér og í haust fékk hann sér nokkra lauka til að gleðjast yfii’ í vor. Kristinn var virkur félagi í Garð- yrkjufélaginu í áratugi og sat hann m.a. í stjóm þess. Hann var sæmdur Gullmerkinu, æðsta heiðursmerki félagsins fyrir frábær frumkvöðuls- störf. Kristins verður frekar minnst í Gai’ðyrkjuritinu 2001. Við yiljum fyrir hönd Garðyrkju- félags íslands senda Elísabetu, konu hans, innilegustu samúðarkveðjur. Stjómin. KRISTINN GUÐSTEINSSON HALLDÓRA AÐALBJÖRG EGGERTSDÓTTIR + Halldóra Aðal- björg Eggerts- dóttir fæddist á Skúfum í Norðurár- dal 7. desember 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hrmgbraut 25. nóv- einber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 6. desember. Þegar fjölþjóðasam- tökin Delta Kappa Gamma, Félag kvenna í fræðslustörfum, hasl- aði sér völl hér á landi fyrir ald- arfjórðungi gerðist Halldóra Egg- ertsdóttir stofnfélagi í fyrstu deildinni, Alfadeild. Hún var þá fulltrúi í heimilisfræðum hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur þar sem hún vann til starfsloka en hafði verið kennari, skólastjóri og náms- stjóri fram að því, var ágætlega menntuð og fær í starfi sínu. Hall- dóra var mikil félags- kona, og það var ekki að nafninu til. Sem félagi í Félagi kvenna í fræðslustörfum sýndi hún sömu samvisku- semi, sama dugnað og áhuga og sama vilja til verka og í öðrum störf- um sínum. Hún var sérlega verkfús og fylgin sér við hvaðeina sem hún tók að sér, áhugasöm um allt sem að félaginu laut, ekki síst að lög og reglur væra í lagi og vann mikið að íslenskri gerð þeirra svo og að ýms- um verkefnum sem henni vora falin. Það var dugnaður, kjarkur og kraftur sem einkenndi Halldóru Eggertsdóttur. Hún var hress í framgöngu, ákveðin í skoðunum og fylgdi því eftir sem henni fannst rétt eða skylt. Hún var virkur félagi, neitaði aldrei þegar hún vai’ beðin einhvers fyrir félag sitt, sótti alla fundi þegar hún var í bænum, en á námsstjóraárunum þurfti hún að ferðast um landið á vetuma og sjálfri sér lík sem jafnan var vont veður og ill færð eitthvað sem þurfti að sigrast á en ekki gefast upp fyrir. Á fundi Alfadeildar í maí sl., síð- asta fundi starfsársins, var Hall- dóra með okkur, vel undirbúin til að ræða skýrslu og reikninga, hún vann alltaf heimavinnuna sína. Þeg- ar hópurinn hittist aftur í október sl. var hún ekki með, var þá orðin fársjúk. Hún lést 25. nóvember og fór útför hennar fram frá Hall- grímskirkju 6. þ.m. Alfadeild Delta Kappa Gamma þakkai’ henni störf- in, áhugann og dugnaðinn og sendir aðstandendum einlægar samúðar- kveðjur. Alfadeildin. EINAR ÁSMUNDUR HÖJGAARD H Á þessu ári, nánar tiltekið 21. maí sL, voru hundrað ár liðin frá fæðingiy fóstra míns, Einars Ásmundar Höj- gaard, en hann lést 1. ágúst 1966. Er mér ljúft að minnast hans með nokkram orðum. I minningu minni er hann það besta sem til var, enda opnaði hann faðm sinn og hjarta fyrir lítilli stúlku, sem kom inn í líf hans með móður sinni, ekki árs- gömul. Ekki ætla ég að fara að rekja lífs- hlaup Einars enda kom hann ekki inn í líf mitt fyrr en tekið var að líða á ævi hans, hann átti þá að baki gott hjónaband og stóran mannvænlegan bamahóp með sinni fyrri konu sem lést um aldur fram. Með móður minni eignaðist hann tvo drengi, sem vart vora af barnsaldri þegar hann varð bráðkvaddur. Við missi hans misstu þeir góðan félaga og föður, vai’ það þungt mótlæti ungum sonum og harmur móður minni. Á þeim tíma sem liðinn er síðan fóstri minn var allur hafa orðið mikl- ar þjóðfélagsbreytingar og opnari umræður um hag fólksins í landinu. Það er ekki lengur einkamál fólks hvemig það kemst af. Það er liðin tíð að berjast í þögn fyrir að hafa ofan í fjöl- skyldu sína og á. Áður var þrældómur, út- sjónarsemi og nægju- semi dyggð sem varð að duga þeim sem minna höfðu. Það var ekki hrópað: Þetta verð ég að fá - eða: Þessu á ég rétt á. Ekki var talað um greiðslu- erfiðleika heimilanna ,, vegna offjárfestinga. Það var aðeins fjárfest í fæði og klæðum á fjöl- skylduna og varla hægt að láta enda ná saman. Þetta vora kjör almúgafólks fram yfir miðja liðna öld, þetta var tími fóstra míns, mannsins sem ég man fyrst kominn á miðjan aldur sívinnandi, þrátt fyrir veikindi sín. Þetta fólk tók þátt í að leggja granninn að þessu velferðarþjóðfélagi sem nú er en fékk því miður ekki að njóta þeirra fórna sem það færði í lifanda lífi. Þetta voru hetjur sem ekki mega gleymast, okkur er skylt að minnast þeirra með virðingu. Hafðu þökk fyrir allt og allt, þú varst það besta sem barnið gat hitt á fyrstu ' áram ævi sinnar. Elskulegastur allra, hvíldu í friði. Þín fósturdóttir, Fanný Bjarnadóttir. BRIDS llmsjðn Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Nú er lokið Sól-Víking hraðsveita- keppni félagsins og vann sveit Tryggva Gunnarssonar góðan sigur. Staða efstu sveita varð þessi: Tryggvi Gunnarsson 1073 Gylfi Pálsson 1059 Sparisjóður Norðlendinga 1028 Sveinn Stefánsson 1024 Úrslit í sunnudagsbrids þann 10. desember urðu: Bjðm Þorláksson - Reynir Heigason 143 Una Sveinsdóttir - Pétur Guðjónsson 129 Frímann Stefánss. - Örlygur Órlygss. 120 Miðlungur var 108. Spilakvöld Bridsfélags Akureyrar eru á sunnudögum þar sem spilaðir era eins kvölds tvímenningar og á þriðjudögum þar sem era lengri mót. Næsta þriðjudag verður spilaður KEA-hangikjötsjólatvímenningur. Spilað er í félagsheimili Þórs og hefst spilamennska kl. 19:30 og era allir velkomnir. Aðstoðað er við myndun para. Félag eldri borgara í Kópavogi Sl. föstudag mættu 23 pör og að venju var spilaður Mitchell tvímenn- ingur. Röð efstu para í N/S varð þessi: Sæmundur Bjömss. - Albert Þorsteinss271 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 243 GarðarSigurðss.-Vilhj.Sigurðsson2 39 Hæsta skorin í A/V: Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Ámason 278 Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 245 Ingiríður J ónsd. - Heiður Gestsd. 239 Á þriðjudaginn var mættu einnig 23 pör og þá urðu eftirtalin pör efst í N/S: r Albert Þorsteinss. - Sæmundur Bjömss. 251 Jón Stefánss. - Eysteinn Einarss. 242 Einar Einarss. - Hörður Davíðss. 240 Hæstaskor í A/V: Magnús Oddsson - Guðjón Kristjánss. 249 Þórarinn Árnason - Ólafur Ingvarss. 244 Magnús Ingólfss. - Siguróli Jóhannss. 242 Meðalskor var 216 báða dagana. Síðasta spilakvöldið fyrir jól verð- ur þriðjudaginn 19. desember. Þá verða jafnframt veitt verðlaun fyrir spilamennsku síðustu annar. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 11. desember vora síðustu umferðirnar í aðaltvímenn- . ingi félagsins spilaðar. Hæstu skori það kvöld náðu eft- irtalin pör: Högni Friðþjófss. - Gunnl. Óskarss. +21 Friðþj. Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. +21 Haraldim Hermannss. - Jón Ingi Jónss. +15 Ásgeir Ásbjömss. - Dröfn Guðmundsd. +15 Heildarúrslit keppninnar era því þannig: Friðþj. Einarsson - Guðbr. Sigurbergss. +77 Högni Friðþjófsson - Gunnl. Oskarsson +64 Ásgeir Ásbjömss. - Dröfn Guðmundsd. +58 AndrésÞórarinss.-HalldórÞórólfss. +29 Síðasta spilakvöld fyrir jól verður mánudaginn 18. desember og þá verður jólasveinakeppni með léttum verðlaunum í anda jólanna. + Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andiát og útför ást- kærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, SESSELJU VALDEMARSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar C á dvalarheimilinu Hlíð. Valdemar Gunnarsson, Brit Mari Gunnarsson, Kristín Irene Valdemarsdóttir, Jón Marinó Sævarsson, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Jón Halldór Arnfinnsson, Berglind Mari Valdemarsdóttir og barnabarnabörn, Benedikt Valdemarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.