Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ * Hverjir eru glæpa- menn og hverjir eru fórnarlömb? JÁ, menn eru famir að ræða um fíkniefna- málin á Alþingi. Það er góðs viti að þetta alvar- lega vandamál skuli • loks hafa náð svo langt að komast á pallana þar. En því miður verður að segjast eins og er að enn þann dag í dag eru menn á kolvitlausu róli. Eg verð að taka undir með Steingrími Sigfús- syni að loforð fram- sóknarmanna um millj- arð í fíkniefni fór beint í mig sem atkvæðaveið- ar. Og það hefur sann- að sig síðan að vera satt. Það er eng- in heildstæð stefna sjáanleg í þessum málum hjá ríkisstjóm Is- lands því miður. Og ef það er satt að "rtekist hafi að eyða rúmlega átta- hundruð milljónum til þessara mála án þess að nokkuð hafi gerst af viti þá er það bara sorglegt. Því þrátt fyrir alla þessa peninga eru jafn- margir eða fleiri fastir í netinu og jafnmikið er af efnum í umferð og fyrr. Og nú ætlar dómsmálaráðherra að fara að þyngja refsingar við fíkni- efnabrotum. Hvaða brotum? Málið er eins og ég sagði áðan að það eru því miður mjög rangar áherslur í gangi. Eg hef oft bent á hvað gera þarf, meira að segja skrif- ■ að öllum alþingismönnum og ráð- herrum landsins bréf þar sem ég lagði málin á borðið en ekkert hefur heyrst, ekki ein einasta tillaga eða frumvarp sem tekur undir þau mál- efni sem ég hef rætt. í fyrsta lagi vil ég segja þetta: Það verður að skilgreina hverjir eru glæpamennirnir og hverjir eru fóm- arlömbinn. Það á alls ekki að eyða púðri í að hundelta vesalinga sem eru með eitt gramm eða tíu af einhverju í vasanum, það þjónar engum tilgangi nema þeim einum að auka eftir- spumina og auka vasatekjur glæpa- manna sem enginn reynir að finna út hverjir era. I öðra lagi á alls ekki að setja þá fíkla inn í fangelsi. Þeir eiga heima á lokaðri stofnun sem gerir þeim kleift að komast út í lífið aftur. Það era margir heimavistarskólar um allt land sem standa auðir og það væri gott mál að taka einn slíkan undir meðferðarstofn- un fyrir þetta ólánsama fólk. Þar yrðu læknar, sálfræðingar og félags- fræðingar. Fræðing- arnir sem geta leið- beint fólki sem getur ekki ráðið við líf sitt lengur. Fangelsi era ekki hæf til að sinna þeim, það veit ég af dapurri reynslu. Það þarf svo að koma þeim út í lífið aftur þegar af- plánun lýkur, kenna þeim að vinna og standa sig. Þetta krefst væntum- þykju og þrautseigju. En við höfum ekki efni á að missa endalaust sífellt Fíkniefni ✓ Ahugaleysi stjórnmála- manna á fíkniefnavanda þjóðarinnar er Asthildi Cecil Þórðardöttur mikið áhyggjuefni. fleiri niður í svaðið. Ég veit alveg hvað ég er að tala um og þetta er eina leiðin til að bjarga þeim sem yfirleitt er hægt að bjarga. Þegar hringrásin byrjar; fíkniefni - afbrot - fangelsi - fíkniefni.... Þá er svo sannarlega komið í óefni. Einstaklingamir svo brotnir að þeir hjálpa sér ekki sjálfir, oft foreldrar búnir að gefast upp og þeir mæta engu öðra en hörku og fyrirlitningu hjá kerfinu. Ég hef gengið frá Pílatusi til Heródesar með svona mál oft og mörgum sinnum og ég þekki þessa fyrirlitninu og kerf- isbundnu neitun allt of vel. Aðeins einu sinni á þeim ferli varð ég vör við manneskjulega framkomu hjá starfsmanni hjá Fangelsismálastofn- un og það reyndist svo sannarlega þess virði. Kæra Sólveig Pétursdóttir, ég get alveg sagt þér, að þyngja refsingu eins og þú ert að hugsa um eykur að- eins á vandann. Ég trúi því að allt að því 70% sjálfsmorða hér á landi geti skrifast beint á kerfið, þ.e. dóms- málakerfið og félagsmálakerfið. Fólk búið að gefast upp og engin leið til undankomu. Það hlýtur að vera þungt að vita að aðgerðaleysi manns leiðir til þess að manneskja tekur sitt eigið líf. Og þið skuluð taka það til ykkar sem eigið það. Ég spurði áður hvaða afbrot. Ég sé nefnilega ekki að verið sé að taka á þeim sem standa á bak við ósóm- ann. Hvar era þeir? Sennilega uppi í þjóðfélagsstiganum þar sem ekki má blaka við þeim. Einhver fjármagnar ballið. Ekki götubömin okkar. Það er næsta ljóst. Áhugaleysi stjórnmálamanna á fíkniefnavanda þjóðarinnar er mér mikið áhyggjuefni. Það er öragglega töluvert stór hópur fólks sem á í sárri nauð vegna þessa vanda og það fólk gengst ekki upp í einhverjum málamyndakosningaloforðum. Það finnur vandamálið á eigin skrokki og sinna nánustu og það sér ekkert breytast svo það þýðir ekki að slá ryki í augu. Meðan framkoma dóms- yfirvalda, þar með talin lögregla og fangelsisyfirvöld, breytist ekki til nýs skilnings á sálarh'fi fíkniefna- neytenda gerist ekki neitt jákvætt. Og vandamálin halda áfram að vera vandamál. Svo einfalt er það. Ég hef komist að því af sjálfsdáðum að endalaus þolinmæði, kærleikur og traust er eina meðalið sem dugar þegar í óefni er komið. Og ég veit að margir aðstandendur era svo brotnir og illa famir að þeir geta ekki meir, þá verður kerfið að koma inn og breyta um gír til þess að fækka ólánsmönnunum, afbrotunum og sjálfsvígunum. Og það er einungis hægt með því að skilja mannlega sál og afleggja þungt, ósveigjanlegt andstyggilegt kerfi sem bókaormar og vélmenni hafa búið til. Ef þessi orð komast inn í sál ein- hvers af þeim sem stjórna þessu landi þá er vel, annars verð ég sjálf að fara að vinna að því að koma mér á hið háa Alþingi til að þessi mál heyr- ist. HOfundur er raraþingmaður Ftjálslynda flokksins á Vestljiirðum. Ásthildur Cecil Þórðardóttir ■'s EINSTAKT MEISTARAVERK Djúphugul og heillandi skáldsaga Eitt mesta stórvirki heimsbókmennta 20. aldarinnar, Doktor Fástus eftir þýska nóbelskáldið Thomas Mann, er nú loksins komið út á íslensku í vandaðri þýðingu Þorsteins Thorarensen, Áhrifamikil örlagasaga tónskálds sem selur Kölska sál sína til að öðlast frægð og frama. Höfundur tekst á við ótal spurningar er varða manninn og eðli hans, trúarbrögð, siðfræði og tónlist. Táknræn lýsing á upplausn og spillingu þjóðfélagsins á ógnaröld nasismans. Njörvasundi 15 A, 104 Rvk. Sími 568 8433, Fax 5688142 Vefverslun: www.fjolvi.is FJÖLVI Villtur eldislax ÍSLENDINGAR virðast láta sér það í léttu rúmi liggja hvort stórhuga áform um að spilla náttúra landsins sem þeir eru sífellt að guma af, standa fyrir dyrum. Við teljum það sjálfgefið að vatnið okkar sé hreint, að fiskurinn í sjónum verði alltaf ferskur og ómengaður. Að loftið sem við öndum að okk- ur blási sjálfkrafa eit- urefnum á haf út. Við höldum að útlendingar trúi því alltaf eins og nýju neti að Island sé hreint land og fagurt land. Það var góð hugmynd að stofna umhverfisráðuneyti á sínum tíma. Lax Þessi áform einkennast af græðgi, segir Valgeir Skagfjörð, og ef mig misminnir ekki þá er græðgi ein af dauða- syndunum sjö. Nú fer gamli góði bændaflokkurinn með þennan málaflokk og ætti eðli málsins samkvæmt að standa vörð um landsins gögn og nauðsynjar. Hverjir nema bændur hafa verið í beinum tengslum við móður jörð í gegnum tíðina? Þeir hafa ræktað landið, nytjað það og stritað við það í sveita síns andlitis. Þeir hafa alið skepnur sínar á jörðum sínum og við hin höfum notið góðs af. En misjafn er sauður í mörgu fé eins og bændur vita manna best og svo er einnig um stjórnmálaflokka. En það era ekki stjórnmálaflokkar sem móta hug- myndir, og taka ákvarðanir. Það eru einstaklingarnir sem það gera. Það era þeir sem setja mark sitt á sög- una með orðum sínum og athöfnum. Ráðherra umhverfismála á Is- landi er vonandi manneskja af holdi og blóði og af því allar manneskjur hafa þann dásamlega eiginleika að geta hugsað, þá geri ég því skóna að eins sé um ráðherra umhverfismála. Ég gef mér það að ráðherra um- hverfismála sem hefur fengið þá náðargjöf að geta hugsað sjálfstæða hugsun, geri sér grein fyrir því að í starfinu felst að hlúa sem best að umhverfinu. Þessi ágæti ráðherra hefur nú snúið upp á veruleikann og búið til sín eigin rök um að það sé í lagi að rétta gráðugum peninga- mönnum upp í hendurnar vottorð um að þeir megi hefja hér eldi á norskum laxi í stórum stíl, af því í fljótu bragði virðist það geta aukið þjóðartekjur um nokkra milljarða. (Fyrir utan þá sem fara í vasa greif- anna.) Á sama tíma liggja fyrir upplýs- ingar um hrun laxveiðistofna í þessu sama landi og eldisfiskurinn kemur frá, en ráðherrann lætur sér það í léttu rúmi liggja. Það liggja fyrir upplýsingar frá stórveldinu í vestri um hrun laxastofna þar við land og í Kanada. (Gott ef við höfum ekki flutt út fóðrið í þessar laxeldisstöðv- ar?) Það liggur fyrir að mengun frá fiskeldisstöðvum á borð við þær sem menn hyggjast setja á laggirnar fyrir austan jafnist á við 40 þúsund manna byggð. Það liggur fyrir að ekki er hægt tryggja að norskur eldislax sleppi ekki í íslenskar ár og að ekki er unnt að tryggja að við losnum við sjúkdóma sem fylgt hafa laxeldinu. Ráðherrann lætur það sem vind um eyra þjóta að þessar fram- kvæmdir fari í lögformlegt um- hverfísmat. Hafi ráðherrann á ann- að borð hæfileika til að hugsa, þá hlýtur hann/hún að sjá að eitthvað hlýtur að vera að. Era Norð- menn, Ameríkanar og Kanadamenn bara vit- leysingar? Þessi rök sem menn færa fyrir því að hefja hér stórfellt laxeldi sem ljóst er að ógnar villtum laxastofni hér við land, era harla önn- ur en þau að menn ætla sér að græða mikla peninga. Fyrir mér sem hugsandi mann- eskju, þá einkennast þessi áform af græðgi og ef mig misminnir ekki, þá er græðgi ein af dauðasynd- unum sjö. Þessi sama dauðasynd virðist vera orðin dyggð hér uppi á landinu bláa. Hér er risin upp úr bænda- og trillukarlasamfélagi stétt manna sem hefur það eitt að mark- miði í lífinu að raka til sín fé og skipta þá meðulin litlu. Fornar bú- jarðir og gömul óðalssetur ganga nú kaupum og sölum og peningamenn- irnir keppast um að bjóða í. Ekki vegna þess að þeir hyggist reisa þar sældarleg bú, nei, það er bara svo ofboðslega gaman að spígspora um þúfurnar og segja við sjálfan sig og aðra: „Þetta er landið mitt!“ Svona fer þetta í hringi. Laxastofnarnir við landið hrynja. Við kaupum okk- ur grafinn eldislax úti í búð, göngum í efnahagsbandalagið og flytjum bara inn mjólk, kjöt og grænmeti, það er hvort sem er miklu ódýrara. Bændur verða fluttir hreppaflutn- ingum til borgarinnar og gerast stöðumælaverðir, Wall-street liðið rúntar um sveitirnar á jeppunum sínum, býður erlendum viðskipta- félögum til eldislaxveiða í ánum sín- um (að sjálfsögðu fylgir veiðréttur- inn með í kaupunum) svo einn góðan veðurdag hrynur verðbréfamarkað- urinn. Islenskri erfðagreiningu mis- tekst að finna góðærisgenið sem gæti haldið okkur á floti. Gróðavon- arfyrirtækin verða gjaldþrota. Menn kasta sér út um gluggana á Kaupþingshúsinu og merjast til bana á gangstéttinni fyrir neðan. Visa-nóturnar í kössum verslunark- lasana orðnar verðlausar þegar al- þýða manna hættir að geta staðið í skilum við kreditkortafyrirtækin. Fínu bílarnir og jepparnir sem fá- tæklingarnir halda að þeir geti eign- ast fyrir milligöngu okurlánastofn- ana grotna niður í Vökuportinu. Landsbyggðin verður eins og sviðin jörð, fiskurinn í sjónum orðinn kvikasiflursmengaður, kvótakóng- arnir flúnir til Brasilíu en hlutabréf- in þeirra eru líka orðin verðlaus, svo þeir enda h'f sitt á því að búa í pappakössum og betla á götum Ríó. Skyndilega verðum við aftur stödd á byrjunarreit. Það er oft talað um fluguveiði- menn sem einhverja tilfinnigasama og væmna sérvitringa. Er það væmni að vera hugsandi maður? Er það tilfinningasemi að láta sig varða um landið sitt og gefa gaum að hin- um raunverulega hjartslætti lífsins? Er það sérvitringsháttur að líta á annað en peninga sem verðmæti? Svari því hver fyrir sig. Hvernig væri að staldra við. Not- um það sem okkur er gefið. Heil- brigða hugsun. Ekki hugsa um skammtímagróða. Hlúum að okkur sjálfum. Landinu okkar. Látum náttúrana njóta vafans. Við fengum þetta land að láni skamma stund og okkur ber siðferðileg skylda til að varðveita það. Við fáum ekki annað ef við eyðileggjum það. Kæru unn- endur náttúruperlunnar sem okkur var trúað fyrir í öndverðu, snúum bökum saman og vekjum umhverf- istáðherrann og aðra ráðamenn til lífsins áður en það er orðið of seint. Höfundur erleikari, leiksljóri og fluguveiðimaður. Valgeir Skagfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.