Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 24

Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Tyrtingsháttur - gamalt eða nýtt ljóðform? Hátiðarsalur Egilsstaðaskdla var þétt setinn á samkomu 1. desember sl. Ámi Óðinsson og ddttir hans Jdn- ína Brá syngja í Egilsstaðaskdla. Lubbi Klettaskáld og Porbjörn frá Klöpp vitja Egilsstaðaskóla Þorbjöm frá KIöpp og Lubbi Klettaskáld flytja ljdð ort undir tyrtingshætti. Egilsstöðum - 1. desember var fagnað með samkomuhaldi í Eg- ilsstaðaskdla og voru skemmti- atriði ekki af verri endanum. Rit- höfundarnir Iðunn Steinsddttir og Rúnar Helgi Vignisson lásu úr verkum sinum, Kolbrún Arna Sig- urðarddttir flutti hátíðarávarp, sungnir voru söngvar og leikið brot úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Þá stigu á stokk skáldin Lubbi Klettaskáld og Þor- björn frá Klöpp og skilgreindu, með hjálp skýringarmyndar, ljdð- formið tyrtingshátt. Firnagóðar undirtektir Þeir félagar höfðu ort bálk einn mikinn undir þessum tor- kennilega hætti og fluttu hann saman, við firnagdðar undirtektir viðstaddra, sem vísast hafa flestir einhvern tíma fetað refilstigu annarra og hefðbundnari brag- forma. Samræmd próf í 4. og 7. bekk. Morgunblaðið/GPV Nemendur 7. bekkjar í Grindavík ásamt Þorgrími Þráinssyni. Fremstir í flokki Grindavík - Þau stóðu sig vel krakkamir í samræmdu prófun- um í Grindavík. í 4. bekk fengu þau 5,6 í íslensku og 6,1 í stærð- fræði, sem er yfir meðaltali á Suð- umesjum en undir landsmeðal- tali. Nemendur í 7. bekk stóðu sig enn betur en félagar þeirra í 4. bekk og hafa bætt sig verulega síðan þau tóku prófin í 4. bekk. Þau vom með 6,7 í íslensku, sem er svipað og meðaltalið á lands- vísu, sem var 6,8, og 7,2 í stærð- fræði, sem er vel yfir meðaltalinu í Reykjavík en landsmeðaltalið var 6,7. Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur er Gunnlaugur Dan Ólafsson og var hann ánægður með niðurstöðuna. „Þetta er einkar ánægjulegt og jákvæðast að þeir nemendur sem eru nú í 7. bekk em að bæta sig verulega frá því þau vom í 4. bekk. Það eru náttúrlega margar skýringar á þessu, bætt aðstaða, stöðugleiki í kennarahópnum og sameiginlegt átak allra sem starfa í skólan- um.“ Fram kemur í fréttabréfi skól- ans að farsælast sé að foreldrar og skóli vinni sameiginlega að því að bæta námsstöðu barnanna. Þegar fréttamaður leit við í skólastofum 7. bekkja var þar góður gestur í heimsókn og stilltu þau sér upp til myndatöku með gestinum, Þorgrími Þráinssyni, sem var að lesa upp úr nýrri bók sinni. 10-11-verslun tekin til starfa á Selfossi Selfossi. - Ný 10-11-verslun var opnuð á laugardag í nýju verslunarhúsnæði á Austurvegi 42 á Selfossi. Að sögn Fríðar Péturs- dóttur verslunarstjóra var mikið að gera fyrsta daginn og fólk sýndi hinni nýju verslun mikinn áhuga. Með tilkomu nýju verslunarinnar eykst enn samkeppni í matvöra- verslun á Selfossi. Fékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Geymdu hana til vorsins og settu hana niður úti í garði. Næsta haust getur þú svo reynt að selja jólasveininum uppskeruna. Hann ku víst vera einn helsti kartöflukaupandi landsins! Pínirvinir íslenskir kartöflubændur Blönduós heiðraður fyrir að bæta aðgengi hreyfihamlaðra Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Pétur A. Péturson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, Guðmundur Haraldsson, forstöðumaður íþróttahússins, Helgi Amarson, skólastjóri Grunnskólans á Blönduósi, og stjórnarmenn í Sjálfsbjörgu í A-Húnavatnssýslu, Knútur Bemdsen, Guðfinna Einars- dóttir og Krislján Guðmundsson læknir og formaður sljómar. Blönduósi - Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, veitti á sunnu- daginn, alþjóðadegi fatlaðra, við- urkenningar fyrir aðgengilegt húsnæði og hlutu átta aðilar við- urkenningu. Um var að ræða við- urkenningar bæði fyrir nýtt og eldra húsnæði. Fyrir eldra hús- næði þar sem gerðar hafa verið verulegar lagfæringar með tilliti til aðgengis hreyfihamlaðra voru veittar fjóra viðurkenningar og komu þijár þeirra í hlut stofnana á Blönduósi. Sljóm Sjálfsbjargar í A-Húna- vatnssýslu afhenti fulltrúum stofn- ananna þriggja á Blönduósi við- urkenningarnar í kaffisamsæti á Blönduósi síðdegis á miðvikudag. Þær stofnanir á Blönduósi sem við- urkenningu hlutu voru Heilbrigð- isstofnunin á Blönduósi, Grunn- skólinn og fþróttahúsið. Auk stofnananna á Blönduósi hlaut Þjóðmenningarhúsið viðurkenn- ingu fyrir bætt aðgengi að eldra húsnæði. Fulltrúar stofnananna á Biöndu- ósi sem viðurkenningu hlutu þökk- uðu fyrir sig og lýstu yfir ánægju með að þær endurbætur, sem gerð- ar hafa verið, vektu athygli fleiri en heimamanna og þetta væri öll- um heima í héraði mikil hvatning. Mikil gróska hefur verið í Sjálfs- björgu í A-Húnavatnssýslu síðast- liðið ár og lætur nærri að 11% íbúa sýsiunnar séu félagsmenn. Póstafgreiðslan á Skagaströnd færist í Búnaðarbankann Skagaströnd - Pósthúsinu hér í bæ verður lokað um mánaðamótin janúar-febrúar á næsta ári því 1. febrúar verður póstafgreiðslan færð í útibú Búnaðarbankans á staðnum. Við þessa breytingu missa vinnuna tvær konur, sem unnið hafa á pósthúsinu mjög lengi. Er þeim boðið að velja milli starfslokasamn- ings og koma til starfa hjá íslands- pósti í Reykjavík. Að sögn Askels Jónssonar hjá ís- landspósti era þessar breytingar gerðar í hagræðingarskyni. Sagði hann að þegar Landssíminn var gerður að sjálfstæðu fyrirtæki og skilinn frá póstinum hafi mikið af verkefnum, sem áður var sinnt af af- greiðslunni á Skagaströnd, farið með símanum þannig að í raun hafi af- greiðslan verið yfirmönnuð um nokkurn tíma. „Við eram fyrst og fremst dreifingarfyrirtæki og viljum einbeita okkur að því að veita sem besta þjónustu á því sviði“ sagði Ás- kell sem jafnframt viðurkennir að slíkar hagræðingaraðgerðir geti ver- ið erfiðar fyrir starfsfólkið meðan á þeim stendur. Frumkvæðið kom frá bankanum Svanborg Frostadóttir, útibús- stjóri Búnaðarbankans á Blönduósi, sagði að framkvæðið að þessari sam- vinnu hefði komið frá þeim í bank- anum enda sé þróunin í þessa átt víða á landinu. Ekki standi til að fjölga starfsfólki í útibúinu á Skaga- strönd, þrátt fyrir þessa auknu starf- semi þar. Hún segir að það sem fyrir ’ bankanum vaki sé að nýta betur þann mannskap sem starfar í úti- búinu en leitast verði við að veita jafn góða þjónustu og áður var á pósthúsinu. Afgreiðslutími póstaf- greiðslunnar verður þó sniðinn að opnunartíma bankans sem er opinn frá klukkan 10 á morgnana til klukk- an 16 á daginn. Verður þetta nokkur skerðing á opnunartíma frá því sem nú er, því í dag er pósthúsið opið frá klukkan 9 á morgnana til klukkan * 16.30 á daginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.