Skírnir - 01.01.1874, Side 3
FRAKKAR Oö ÞjÓÐVERJAR. AtJSTRÆNA MÁLIÐ. 3
Yilhjálms keisara. ÁformiS er hvorki meira nje minna, en aS
háa svo um hnútana, a<5 Frakkar standi aleinir uppi og eigi
sjer hvergi von neins stuðnings. Stjórnin, sem ná er á Frakk-
landi og við tók af Thiers, er grunuS um helzti mikla hollustu
viS páfa, svo aS ekki sje uggvænt um, a8 hán mundi styrkja
hann til aS ná aptur ríki á ítaliu. þenna grun rær Bismarck
undir og færir sjer hann óspart í nyt til aS spilla vinsældum
Frakka, Af samskonar rótum ætla margir sprottnar aSfarir
hans vi8 hinn kaþólska klerkalýB á þýzkalandi. Hann ætlast til
a8 svo sje litiS á, sem hann haldi uppi skildi fyrir tráarfrelsi
og menntun, og gangi á hólm vi8 nauSungarvald og myrkraanda
kaþólskunnar; en aSalból þess anda sje Frakkland. Frökkum
tekst og ekki a8 gæta sin betur en svo, a8 þeir gefa honum
undir fótinn. Klerkar prjedika ótæpt, a8 ófarirnar fyrir þjó8-
verjura hafi veri8 hefnd fyrir tráarleysi lýSsins og ótryggS vi8
páfann; Fröklium sjeengrar uppreisnar von nema þeirbæti rá8 sitt.
Verst ljetu þeir í sumar er lei8, eptir a8 Thiers var hrundiB
frá völdum og veri3 var a8 reyna til a8 koma í konungssæti á
Frakklandi greifanum af Chamhord, guSsyni páfa og huggun og
von heilagrar kirkju. þá tókst þeim a8 æra svo lý8inn, a8
varla var ö8ru sinnt en pílagrímsgöngum og tilbeiBslu helgra dóma,
og engu betur látiS en á verstu hjátráartímum á mi8öldunum.
þessum látum liunti ekki fyr, en átsje8 var um ríkistöku greifans
af Chambord, og ná lítur át fyrir a8 stjórn Frakka sje aptur
farin a8 sjá, hve áríBandi þeim er a8 gefa ekki þjó8verjum færi
á sjer of snemma, me3an þeir eru ekki fullbánir til vi8töku.
þa3 er líka sannast a8 segja, a8 í stjórnarvi8skiptum vi8 höf8-
ingjana í Berlín gæta Frakkar mestu varhyggðar, og misklíSarefni
vi8 setuherinn tókst þeim æ betur a8 forSast, því lengra sem
lei8 frá ófriSnum.
Á austræna málinu hefir lítiS bori8 ári8 sem lei8. Yjer
gátum þess i fyrra, a8 Englendingum þætti nóg um a8farir
Rássa í Mi8-Asíu. Rássar voru þá komnir í ófriS vi8 konung-
inn yfir Khiva, og óttuSust Englendingar, a8 þeir mundu taka
landiB og þokast sí8an nær og nær eignum þeirra á Indlandi.
1