Skírnir - 01.01.1874, Qupperneq 73
HINKIK FIMMTI.
73
kaupa hesta og vagna til innreiSarinnar. Samþykki þingsins
töldu konungsmenn sjer víst; svo vel hafbi þeim veibzt atkvæ&i.
-•En svo var þó hamingju Frakka fyrir aS þakka, ab ekki
varb Búrhonnaldraugur þessi höfbingi Jpeirra í j?etta sinn.
Chesnelong hafbi gjört heyrum kunn erindislok sin, og báru
blöSin þau þegar út um alla Norburálfu. En er sagan kemur
til eyrna Hinriks greifa, bregbur honum mjög í brún og kveðst
aldrei hafa mælt vib Chesnelong eða neinn mann annan þeim
orbum, er hann hermdi. Ritabi hann Chesnelong þegar brjef
J>ess efnis, að sjer hefði aldrei til hugar komiS, ab láta fánann
enn hvíta fyrir konungstignina eba láta setja sjer neina kosti
eSa ganga aS neinum skilyrSum. „Voru þessum Bayard vorrar
aldar, Mac Mahon , settir nokkrir kostir nóttina miklu, 24. maí,
er honum var faliS á hendur aS bjarga landinu? Treystu menn
ekki drengskap hans? Jeg á heimtingu á jafnmildu trausti og
hann. Jeg er sjálfur ekki neitt; undirstaSa sú, er jeg reisi
stjórn mína á, er allt. Jafnskjótt og Frakkland lætur sjer fetta
skiljast, er lokiS Jrautum þess. Jeg er hafnsögumaSur sá, er
einn er fær um aS beina fleyinu til iægis, því aS J>aS er hlut-
verk þaS, er mjer er ætlaS af forsjóninni, og enginn annar en
jeg á svo mikiS undir sjer, aS hann sje fær um þaS.“ þetta
er lítiS sýnishorn af brjefinu. J>ess þarf ekki aS geta, aS þaS
kom eins og skrugga úr heiSríkju yfir hjörSina 1 Versölum.
J>ví aS þaS sáu þeir vinir Hinriks „konungs" og hver heilvita
maSur, aS meS slíknm ummælum og þetta hafSi hann kveSiS
sjálfan sig niSur og allan konungdóm sinn. Sumir segja, aS
Chesnelong muni hafa rjett hermt orS konungsefnis, en Hinrik
hafi sjeS sig um hönd, og bæSi iSrazt ótryggSar sinnar viS
fánann hvíta o. s. frv., og í annan staS þótt næsta ískyggi-
legt aS láta hnoSa sjer upp 1 konungshásæti aS fornspurSri
þjóSinni og nauSugri allri alþýSu í landinu; aS svo var, mátti
sjá á síSustu kosningum a& minnsta kosti. En aSrir segja, aS
Chesnelong hafi fariS meS fals og ósannindi um vilja Hinriks,
og hafi þaS veriS samantekin ráS lögerfðamanna, þeirra er mest
gengust fyrir samningum viS konungsefnib, og ætlazt til aS