Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1896, Side 33

Skírnir - 01.01.1896, Side 33
Búa-þáttr. 33 Búa-þáttr. — í síðasta Skírni (fyrir 1895) var miuzt iitið eitt á á- rás Engleudiuga á Búa í Transvaal, enda þðtt öll þau tíðindi gerðust á árinu 1896; en með því að það var eðlilega stntt og ófullkomið, en við- burðirnir í sjálfu sér merkilegir og þýðingarmiklir og urðn á árinu 1896, þá skal bér nokkuð gjör af þeim tiðindum segja, og það því fremr, sem rök þeirra viðburða standa svo djúpt, að með allri vissu má fullyrða, að þar muni von bráðara meiri tíðinda að vænta af inum sömu rökum. Þess er þá fyrst að geta, að á 17. öld námu Hollendingar land í Suðr-Afríku og stofnuðu þar nýlendu. Plestir afkomendr þessara hollenzku landnámsmanna gerðust bœndr, er bjuggu búum sínum, og kölluðu þeir sig „Boer“ eða (síðar) „Boe.rs“, og er það sama orð sem „búar“ (af „búi“ = bóndi). Mest verzlun í nýleudu þeirra drógst í hendr Engla, enda keyptu Engiar nýlenduna af Hollendinguin á öndverðri þessari öld. Fœrð- ist þá brátt enskt snið á margt, og undu Búar því ekki vel, því að þeir eru menn fastheldnir við þjóðerni og fornar venjur og hœgfara að flestu svo sem hollenzkum mönnum er títt. Þeir töluðu þá enn hollenzku, en Englar gerðu ensku eina að lögleiddu máli í stjórn og skólum. Englar höfðu verzlunina alla í höndum sér Og svo það lítið af iðnaði, sem nm var að gera. Hins vegar vóru Búar allir bœudr, stunduðu kvikfjárrœkt og jarðyrkju; þeir höfðu þá blámenn fyrir þræla og létu þá vinna flesta stritvinnu, enda eru blámenn betr til strits fallnir en hvitir menn i þvi loftslagi. Nú þótt Búar yndu illa yfirráðum Engla og háttsemi þeirra allri, þá urðu þeir þó svo búið að hafa um sinn. En er Englar námu úr lögum þrælahald (1833), þá stóðust Búar ekki mátið lengr; þótti þeim fót- um kipt undan búnaði sínum, er þeir mættu eigi halda þræla leugr. Að vísu bœtti stjórnin eigendum þrælanna verð þeirra að nokkru; en Búum þótti þó hitt meira um vert, að sér hiyti að verða vinnuaflið svo miklu dýrara framvegis, enda tvísýna á að fá blámenn til að vinna stritverk, ef eigi væru þeir til neyddir. Búar tóku nú því það ráð, að þeir fluttu sig burt úr landi því er Englar töldu til eignarráða yfir. Er svo tnlið, að fullar 10 þúsundir Búa flyttu með alt sitt skuldalið norðr yfir landamoeri og settust þ>r að í landi, er áðr var ónumið; það var fyrir norðan Óraníu-fljót. Stofnuðu þeir þar nýtt ríki og nefndu Óraníu, og náði það norðr að Vaal-ttjóti’ Þóttust nú góðir að hafa sitt í friði fyrir Euglendingum ; en það lánaðist ekki lengi. Englar komu brátt þangað og settu fram þá furðanlegu kröfu, að Óranía heyrði Englandi til, og studdu það við þá kynlegu röksemd, Sklrnir 1896. 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.