Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1896, Side 40

Skírnir - 01.01.1896, Side 40
40 Bíin-þftttr. segja sumir, að Dr. Jameson fengi hraðfrétt frá Útlendingum, að þyí er hann hugði, um, að alt yrði tilbúið á gamlársdag, og var hann beðinn að hraða sér. Bn þetta hraðskeyti átti Kriiger að hafa sent undir nafni Út- lendinga til að ginna Dr. Jameson. Hversu sem það hefir nú verið, þá lagði Jameson af stað. Skömmu eftir að hann kom inn yfir landamœri, hitti hann herforingja af Búa liði; sá varaði hann við að balda lengra og skoraði á hann að snúa aftr, en Dr. Jameson tðk því fjarri, kvaðst halda skyldu til Johannesburg til liðveizlu við landa sína þar og ætla að neyða Búa-stjórn til að veita þeim þegnrétt fullan. Erindreki Englastjórn- ar á Góðvonarhöfða, sem er góðr maðr og réttsýnn og hafði verið dulinn allra launráða þeirra Chamberlains, Rhodes og Dr. Jamesons, fékk vitneskju um árásar-fyrirætlun Jamesons, og þegar ritsíminn reyndist skorinn, svo að eigi urðn með honum skeyti send, þá sendi hann hraðboða með járnbraut til Mafeking og þaðan ríðandi á eftir Dr. Jameson með strengi- leg boð um að snúa aftr og rjúfa eigi frið á Búum. Þessi sendill náði Dr. J. á miðri leið. Dr. Jamesou las bréfið, reif það sundr og neitaði að hlýða; hélt svo áfram sinna ferða. En af Búum er það að segja, að þeir draga saman her sinn milli Johannesburg og Dr. Jamesons. Degar liann kom í nánd við Búaher, sendi Kriiger tengdason sinn á fund hans sem erindsreka af sinni hendi; skor- aði hann á Dr. Jameson að snúa þegar aftr með liði sínu, og hét honum griðum og friði og uppgjöf allra saka fyrir hann og lið hans, ef hann vildi leggja niðr vopn sín og hverf'a aftr. Dr. Jameson tók ekki einu sinni kurteislega við sendiherranum, heldr tók hann fastan, fletti hann vopnum og verjum, og sendi hann svo aftr með þau orð til Krugers, að þeir gætu talazt við í Pretóría (höfuðborginni). Dá greiddu Búar atlögu; það var á gamlársdag; stóð orusta fram á nýársdagsmorgun, og var bar- izt bæði nýársdag og tvo daga ina næstu. Þá var ekki uppi standandi nema mílli fjögur og hálft fimta hundrað manna með Dr. Jameson, og urðu þeir að biðja sér griða. Tóku Búar þá til fanga og fengu allmikið her- fang í hestum, múlum, byssum og og öðrum skotfoerum og vopnum. Út- londingum féliust hendr, er þeir sáu ófarir Dr Jamesons, og varð ekkert af uppreisn þeirra, enda vóru þúsundir af Búum undir vopnum og eigi árennilegir. Vitaskuld hefðu Búar haft fylsta rétt til að dœma Dr. Jameson og menn hans tii dauða, gera fijóta fullnœgju á dóminum og hengja þá á háa gálga sem almenna glœpamenu. Hitt er annað mál, að það hefði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.