Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 9

Skírnir - 01.04.1905, Page 9
Nokkur orð um lifsaflið. 105 óheppilegt, þá fer það fram engu að síður á sama hátt. Svo er t. d. ef drep hleypur í görn. Vegna þess að það sem eftir lifir losar dauða partinn, kemur gat á görnina, og einmitt þetta er orsök til lífhimnubólgu, af því saur fer um gatið út í kviðarholið, og lífhimnubólga þessi er oftast ólæknandi. A hvern hátt verða þá þessar breytingar? Um insta eðli þeirra er oss ókunnugt. En nokkra þekkingu höfum vér. Vér eigum ekki erfiðara með að skilja að dauði parturinn erti þá lifandi, sem í kring eru, og valdi bólgu, heldur en að sandkorn sem fer upp í auga geri roða, og bólgu, ef það er ekki bráðlega tekið í burt. Vér getum líka séð með sjónaukum hvernig frumpart- arnir kringum það dauða æxlast og margfaldast og fylla á þann hátt í skarðið. Svipaðar breytingar verða þegar beinbrot grær eða skurður. 2. Beinbrot. Nálega þegar eftir að bein brotnar, tekur lífsart frumpartanna í beini og beinhimnu til starfa. Þessir frumpartar, sem annars virðast vera i hvíld, og úr barneign, gæti maður sagt, fara að æxlast, taka í sig kalk, breyta útliti og verða í stuttu máli eftir ekki alls kostar langan tíma að beini. Brotið grær »af sjálfu sér«, beinendarnir gróa saman, mynda nýtt bein sem með tímanum verður jafnhart og fast og gamla beinið. Þetta nýja ör er í fyrstu svörgulslegra en gamla beinið og ber þeim mun meira á því sem skekkja hefur orðið meiri. Þegar beinbrot grær, má einnig sjá, hvernig lífsaflið starfar í blindni. Sumstaðar hagar svo til, að stórar taugar liggja fast að beini. Fari svo að beinið brotni á þessum stað, þá væri heppilegast að örið í beininu væri ekki svörgulslegt, en lífsaflið tekur ekkei’t tillit til þess. Það ber stundum við, þar sem svona stendur á, að beinörið verður svo fyrirferðarmikið, að það þrýstir á taugina, og veldur fyrir það svo miklum óleik, að læknir verður að skera inn og nema nokkuð buit af beinörinu.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.