Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 56

Skírnir - 01.04.1905, Side 56
152 Leturgerð. og leturtegundir. halda sem sé að bókstafur haíi í fyrstu verið stafur úr beykitré, sem merki voru rist á. Hins vegar hefur her- örin verið notuð til sveita í Noregi alt að því fram á vora daga. I Kalmarstríðinu á dögum Kristjáns fjórða virðist hún hafa verið nokknð algeng, sem sjá má á þessum línum úr »Zinklarskvæði«: „Herörin flaug með hraöa um sveitir, á hverju fjalli vitar hrunnu“. Að því er grískir höfundar skýra frá, hefur herörin líka tíðkast hjá Skýþum, fornþjóð, sem bjó í héruðunum norðan við Svartahaf. Ennfremur kvað hún hafa verið notuð hjá flestum þjóðum í Mið-Asíu, ef leggja má trúnað á fornar kínverskar sagnir. Og enn þann dag í dag er hún algengasta sagnfærið hjá frumþjóð Astralíu. Einn vísi leturgerðarinnar má telja líkingar og jartegnir, sem varla hafa blómgast betur annarsstaðar en í Austur- löndum. Enska skáldið Rudyard Kipling hefur í einni af indversku sögunum sínum (Beyond the pale) snoturt dæmi þess hvað segja má með jartegnum. Hindúaekkju langar til að fá Englending á stefnumót. Til þess að gera honum að- vart um þetta, sendir hún honum böggul. I honum er brotið glerarmband, blóðrauður valmúi, svo sem hnefi af peningsf óðri og ellefu kardemómur. Það vill nú svo vel til að Englending- urinn er ekki alveg blár í jartegnamáli Hindúanna. Hann veit ofur vel, að brotið armband táknar »ekkju«, því að arm- skraut hennar er brotið, jafnskjótt og maðurinn deyr. Honum er ekki heldur ókunnugt um það, að blóðrauður valmúi þýðir »komdu« og að kardemómur tákna tímann, talinn í klukku- stundum. Hvað fóðurhneíinn eigi að þýða, kemur honum í liug, er hann minnist þess, að kvöldinu áður hrasaði hann um fóðurhrúgu svo að konan fagra sá. Bréfið á því að skýra svo: Ekkja í götunni með peningsfóðrinu. Komdu kl. 11. Vér höfum þá lýst stuttlega hugðnœmustu aðferðun- um, sem mennirnir hafa við haft á ýmsum öldum og á ýmsum stöðum við fyrstu fálmandi tilraunirnar til að fá

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.