Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 38

Skírnir - 01.01.1908, Page 38
38 Sjálfstæðisbarátta Noregs árið 1905. öllu rétt að mæla: »Vér höfum reynt allar leiðir til samkomulags; en nú er ekki framar nema einn kostur fyrir hendi, vér v e r ð u m að fá rétt vorn virtan i þessu máli. Vér treystum á sigur réttlætisins«. Nú, en ekki heldur fyr en nú, leggur konungsefni það til, að afdráttarlausu jat'nstæði verði komið á, og jafn- vel Boström sjálfur er látinn fara frá völdum. En nú er stjórn Norðmanna tekin að eiga við nefndarálitið af kappi, og hún svarar tilboði konungsefnis dags. 5. april i álitsskjali dags. 17. april meðal annars á þessa leið: »Væri farið að fresta þessu máli nú, þá væri það sama sem að hverfa frá samhljóða kröfu norskrar þjóðar um það, að fá n ú komið í framkvæmd rétti, er Noregur á sem fullveldis- ríki, rétti, sem veittur er með stjórnarskrá landsins. . . . En þegar konsúlamálið hefir verið til lykta leitt, má ráða til þess, að af nýju verði byrjað á samningum um sam- bandsmálið að öðru leyti. En þá verður það að vera á frjálsum grundvelli og með þeinr liætti, að verði nýjar samningatilraunir enn árangurslausar, þá sé hvoru rikinu um sig frjálst að kveða á um alt fvrirkomulag þjóðfé- lagsins á ókomnum tímum«. Nú er hreinn hljómur kominn í lúðurinn. Og auð- heyrt er við hvað lagið er ort: »Sjalfr leið sjalfan þik!« I sameinuðu ríkisráði í Stokkhólmi 25. apríl mun norska ríkisráðsdeildin hafasagt, að augnamið Norðmanna væri ekki sambandsslit, en að kostur yrði að vera á sam- bandsslitum, ef svo bæri undir, og að sá kostur væri í fullkomnu samræmi við sambandslögin. Þa lýsti konungs- efni yflr því, að enn yrði að fresta öllurn nýjum samn- ingaumræðum. Nefndarálitið um alnorska konsúla var lagt fyrir stór- þingið 10. maí, og þar var tekið fram í forsendunum, að nokkurum sinnum áður hefði þessi aðferð verið höfð; og sérstaklega er kveðið svo að orði: »Enn fremur skal bent á grundvallarlagabreyting sænska ríkisþingsins 1885; með henni var gerð veruleg breyting á meðferð utanríkismála með sænskri ráðsályktun eingöngu (án þess að spyrja

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.