Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Síða 7

Skírnir - 01.12.1911, Síða 7
Um lifshætti álsins. 311 hrygndi ekki í ósöltu vatni, en hlyti annaðhvort að gera það á grunni, nærri löndum, eða úti í djúpi, líkt og frænd- ur hans, og þá skoðun höfðu tveir merkir náttúrufræð- ingar á Norðurlöndum N i 1 s s o n í Svíþjóð og K r ö y e r í Danmörku látið í ljósi þegar um miðja 19. öld. En menn þektu þá ekki yngri aldursstig en glerálinn, er leitar frá sjónum upp í vötnin. t 4. Alalirfur (Leptocephali). Leptocephali. Þegar snemma á 19. öld lærðu dýra- fræðingar að þekkja einkennilega srnáfiska, er vart hafði orðið við á djúpum sjó í Atlanzhafi og Miðjarðarhafi, eink- um í Messínasundi. Þeir voru nefndir Leptocephali o: smáhöfðar. Fiskar þessir eru allir smáir, 6—15 cm. langir, þunnir eins og hnífsblað og hæstir um miðjuna (líkir í vexti og vogmær) og alveg glærir; höfuðið lítið, með litlum, tiltölulega stórtentum munni, uggafaldur lág- ur í kringum sporðinn, meltingarfærin mjög lítil, eins og strengur eða görn meðfram kviðarröndinni, — æxlunar- færi engin. Menn fór smámsaman að gruna, að þetta mundu vera einhver íiskaseiði, og kom þýzkur náttúru- fræðingur, J. V. Carus, fram með þá kenningu 1861. Hinn frægi enski fiskafræðingur, Dr. Grtinther, setti fram þá skoðun að þeir væru seiði einhverra fiska, er hrygndu á grunni eða við botn, en þau bærust svo af straumum burt frá löndum eða upp í sjó, gætu ekki þrifist og liðu að síðustu undir lok. Bandaríkja-náttúru- fræðingurinn T h . G i 11 lét loks í ljósi þá skoðun, árið 1864, að þessir svo nefndu Leptocephalar væru lirfur ýmissa álkynjaðra fiska, og að ein tegund þeirra, er nefnd- ist Leptocephalus Morrisii, væri hafáll á lirfustigi. Hafálslirfan. Gill réð þannig gátu, er menn höfðu verið lengi að reyna að ráða, en það leið á löngu, áður full sönnun fengist fyrir þessari kenningu og Gtinther hélt því jafnvel fram 1880, að L. Morrisii væri vansköpuð (ekki eðlileg) hafálslirfa. En 1886 gerðist merkilegur at- burður: frakkneskur vísindamaður, D e 1 a g e að nafni,

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.