Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 17

Skírnir - 01.12.1911, Side 17
Um lífshætti álsins. 321 dönsku sundin. Hafi hrygningarsvæði álsins þá verið hin sömu og nú, þá hafa lengstu fjarlægðirnar úr ósöltu vatni verið æði miku styttri þá, en nú á dögum. En jarðfræð- ingar hyggja einnig, að sú haíi verið tiðin og ekki svo fjarlæg, að þar hafi verið þurt land, sem nú er Norður- sjór og að Bretlandseyjar ■ hafi allar verið áfastar við meginland Evrópu, en strendurnar hafi verið þar sem nú er brúnin á grynningunum fyrir vestan Bretlandseyjar og Erakkland. Smámsaman hefir svo sjórinn átt að brjóta niður þetta forna land, ef til vill samfara því að landið hefir sigið. Uti í hafinu einhversstaðar fyrir utan hina umgetnu línu eru gotsvæðin nú á tímum, en þá hefðu þau verið miklu nær ströndinni, ef gert er ráð fyrir því, að állinn •eða forfeður hans hafi einnig þá gotið á þessum svæðum og verið orðinn líkur nútímans ál í lífsháttum. Seiðin hefðu þá átt tiltölulega stutta leið upp að ströndinni og upp í ármynni. En það er ekki óalgengt, að seiði, sem gotin eru úti á rúmsjó, eða úti í djúpi, leiti upp að landi eða jafnvel upp í fjörur og árósa eftir fæðu, hér t. d. seiði flyðru, skarkola og ufsa. Eftir því sem landið eyddist, færðist ströndin að nokkru leyti lengra og lengra burt frá gotstöðvunum og leiðin varð æ lengri og lengri fyrir seiðin. Þetta mætti vera skýring, er gerði hinar löngu ferðir skiljanlegar, án þess að það skýri þó í nokkru sjálfa náttúruhvötina, o: hvernig á því stendur að állinn skuli yfirleitt leita úr sjónum í ósalt vatn. 8. Niðurlagsorð. Af því sem sagt var hér að framan um lífshætti áls- ins, má skilja, hversvegna það hefir gengið svo afarseint, að fá þekkingu á öllu því, er lýtur að fjölgun álsins, miklu seinna en á fjölgun flestra annara fiska, er alment eru veiddir. Eru það einkum fjögur atriði, er hafa gert mönnum erfitt fyrir: 1) það, að hrogn og svil álsins þroskast svo lítið í fersku vatni, eða meðan menn geta yfirleitt náð í fullorðna fiskinn, að það var fyrst eftir að 21

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.