Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 19

Skírnir - 01.12.1911, Page 19
T u n g a n. Erindi flutt á skemtisamkomu ungmennafélagsins „Ofeigs“ i Húsavík, á sumardag fyrsta 1910, af Benedikt Jónssyni. Eg hefi lofað að flytja hér lítið erindi um eitt af stefnuskráratriðum ungmennafélaganna, það atriði, erskuld- bindur þau til að varðveita og efla íslenzka tungu. Eins og þið vitið er margvíslega á þetta málefni litið, og breytilegum skoðunum haldið fram um það, svo geta má nærri, að ungmennunum sé ekki vel ljóst, hverjum tökum þau eigi að taka á þessu atriði stefnuskrár sinnar. Þetta hefir hvatt mig til, að tala til ykkar um mál- efnið. Auðvitað ætla eg mér ekki þá dul, að kenna ykkur — þessa stuttu stund — fullnægjandi reglur um meðferð tungunnar, né heldur að mæla með nokkurri sérstakri réttritun eða orðfæri, en reynt hefi eg að afla mér rök- studdrar skoðunar um þau grundvallarlögmál, sem tungu- mál mannanna yfir höfuð verður að hlýða, að eðlilegum hætti, og það er frá því sjónarmiði, sem eg vildi tala um málið. Hinar venjulegu umræður og deilur um tunguna eru á þessa leið: Einn telur ekkert íslenzku, nema það eitt, er finst í fornbókmentum vorum frá 10.—13. öld, en ann- ar telur öll orð íslenzk, er notuð voru í ræðu og riti á þeim tíma, er hann kom í heiminn og lærði tunguna af sínu foreldri. Einn vill því færa tunguna sem næst upp- runa sínum eða frummynd, laga alt form hennar og fram- setningu eftir mörg hundruð ára gömlum fyrirmyndum, frá þeim tíma, sem kallaður er gullöld tungunnar, og tel- 21*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.