Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 27

Skírnir - 01.12.1911, Page 27
Tnngan. 331 engum þeim ofvaxin, sem grundvallarregluna getur til- einkað sér með fullum skilningi. En þann varnagla vil eg samt slá, að enginn skyldi taka orð mín svo, að eg vilji leggja það til, að tungunni sé bylt og breytt af handahófi stefnulaust eða eins og hverjum einum bezt þykir, hversu þekkingarsnauður og smekklaus sem hann kann að vera, Nei, slíkt væri ill og ósæmileg meðferð þeirrar föðurleifðar, sem oss er trúað fyrir, og vér berum ábyrgð á bæði gagnvart foreldri voru og afkomendum. Eg hefi einmitt lagt áherzlu á ætternið, og sýnt fram á þá ræktarskyldu, sem á oss hvílir við það. Eins og nýjar kynslóðir manna eru runnar af stofni hinna eldri kynslóða, og bundnar þeim blóðböndum arf- gengra eiginleika, eins eiga nýyrðin að renna af stofni forntungunnar, svo sem framast má verða, og frjósemi stofnanna ítrast leyfir. En eins og heilbrigð og eðlileg kynblöndun manna og dýra ekki er kynspilling, heldur kynbót, eins er og með rétta og eðlilega kynblöndun tungnanna, án hennar úrættast og trénast tungurnar. Og eins og hverri þjóð, sem er á þroska og vaxtarskeiði, og á ónumdar og órækt- aðar lendur, er styrkur og efling að góðum innflytjendum, er semja sig að landsháttum, og blanda blóði við þjóðina, eins er hverri tungu, sem er á þroska og vaxtarskeiði, og á miklar andlegar og verklegar lendur ónumdar og óræktaðar, styrkur og auðgun að góðum innflytjendum, er 8emja sig að háttum tungunnar, og blanda við hana blóði. Það voru einmitt slíkir innflytjendur, sem lyftu tungu vorri á það fegurðar og fullkomnunar stig, sem hún komst á í fornbókmentum vorum. En eins og hver þjóð verður að verja sig gegn tnn- flutningi siðlausra úrættinga og kryplinga, eins verður tungan að verjast saurgun úrættinga og vanskapninga, sem vanþekkingin og skilningsleysið ætíð leitast við að lauma inn í daglega málið, einkum í sjóþorpum og verzl- unarbúðum, eða i búri og eldhúsi í kaupstöðunum. Það er auðskilið, hver háski það væri, ef úrættingar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.