Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 30
Úr hlíðinni yfir mónum.
(Úr dagbók sérvitrings).
Þei! — Hljóðna þú fugl! sem syngur, og þú foss!
sem dunar í hlíðinni.
Því i sálu minni heyri eg óm líkan niði fjarlægra
vatna. Hún kemur, sú sem eg elska.
Endurminningarnar vakna; byltast og brjótast um;.
koma eins og tónlaus söngur og orðlausar sögur.
Tala þú dís! — Drag þú fram í birtuna bylgjuhreyf-
ingar sálar minnar. Skapaðu viðburði, er tákni þær skýrt
og rétt — en séu þó aðrir viðburðir en þeir, sem í reynd-
inni áttu stað.
Því hinir ytri viðburðir lífs míus snerta mig aðallega
einan, einstakan mann. Um þá skaltu vera hljóð sem
hin dimma gröf. Þeir eru hégómi, sem leið og hvarf.
En hið innra líf er ævarandi endursvar almannlegr-
ar sálar. Söngur hennar um sigur, fögnuð og gleði —
og ósigur, sorg og kvöl.
* *
*
Hljóðna þú fugl! ómið þið strengir í djúpinu! — eins
og þegar tekur í fossa undan suðrænum vindi.
Omið þið um von gleðinnar og gleði vonarinnar;
æskuþrár og æskuvonir.---------
Tíminn líður — til baka. Eg stend í hlíðinni yfir
mónum í fyrsta sinn.
Heima um bæinn er kyrt og hljótt. — Túnið er
grænt og fagurt til að sjá. En það er lítið — og í raun-
inni þýft og ljótt. Kringum það liggja gráleitar hálf-
deigjumýrar, dimmgrænir hrísmóar, börð og melar.