Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 31

Skírnir - 01.12.1911, Page 31
Ur hliðinni yfir mónum. 335 Hjónin eru klædd og tekin til starfa; þögul og til- finningarlaus fyrir þeirri morgundýrð, sem er að vakna; slitin af löngu erfiði fyrir fæði og klæðum margra barna; spilt af ósamræmi og baráttu óþroskaðra, nærsýnna sálnar er ýmist dragast saman eða spyrnast á. Reykur af nýkveiktum eldi stígur frá bænum, hnykl- ast, stígur hátt upp í blámann og hverfur. Fram í dalnum hóar smali; hundur geltir; ær renna á kvíaból. —----------------------------------------— Veðrið hlýnar. Sólin stigur i ljósrauðum tindrandi heiðisbláma. Loftið kveður við af hlakkandi fuglasöng og hvellum dunum hrynjandi vatna. Eg finn nýja krafta brjótast um í sjálfum mér. Vöðv- ar mínir dragast saman. Eg beygi mig niður, tek stein við fætur mér og kasta honum af megni niður í dalinn. Og svo annan og hinn þriðja. Svo tek eg á rás niður hlíðina. Eg hleyp af öllum kröftum; lyfti mér hátt í hverju spori. I sálu minni hljómar fögnuður yfir því að lifa; viltur og hugsunarlaus. Húrra! — Húrra! Húrra! Eg stöðva hlaupið eftir nokkra stund. Hugsunin vaknar og starfar. Þessi dalur skal verða fyrirmyndar sveit; ræktaður milli fjalls og fjöru. Ræktað land — og mentað fólk. Sá tími skal koma, er vinnan verður ekki lengur þrælkun, sem slítur og lamar. Frjálst og fúst framlag skal hún verða til almennings heilla; æfing líkamlegra og andlegra krafta, krydduð meðvitund um séreigið gildi. Sá tími skal koma er öll smásálarleg eigingirni hverfur. Misskilningur, tortrygni, gremja og hatur skulu hverfa eins og héla fyrir sól. Samúð, vinátta, dreng- skapur og framtakssöm kærleikslund skulu vaxa í lífi mannsins eins og blóm í ræktaðri jörð. — — * * * Dagarnir líða; margir dagar og mörg ár. Eg stend í hliðinni yfir mónum í annað sinn.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.