Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Síða 44

Skírnir - 01.12.1911, Síða 44
348 Listin að lengja lífið. Reynslan er margbúin að sýna, að jafnt sjúkum sem heilbrigðum er ekkert hollara en hreint loftið, jafnvel þó kalt sé, og á heilsuhælum og sjúkrahúsum hefir það reynzt þýðingarmeira en flest læknislyf. Ekki einungis tæringu heldur margs konar aðra lungnasjúkdóma lækna menn nú á tímum með hreinu lofti, með því að láta sjúkling- ana hafast við undir berum himni svo að segja nætur sem daga. Það liggur nú í augum uppi að það sem getur lækn- að sjúkdóma, geti einnig komið í veg fyrir þá hina sömu sjúkdóma og er það því álit margra lækna að flestir lungna og blóðsjúkdómar mundu detta úr sögunni ef al- menningur kæmist upp á að færa sér i nyt hreint loftið sem flestum stendur ókeypis til boða. — Er ekki leiðin- legt að hugsa til þess, að fjöldi manna fer svo ofan í gröflna, að þeir hafa aldrei á ævi sinni tekið eitt ærlegt andartak? Eg á við, að það er svo unduralment að menn dragi aðeins andann til hálfs. Úti í góðu veðri eiga menn að hressa sig á því, að teiga lífsloftið inn í yztu afkima lungnanna. Teiga það, eins og þyrstur mað- ur tært og svalandi lindarvatn. Gluggar eiga að vera á hjörum svo hægt sé að opna þá. Allir eiga að venja sig á að sofa fyrir opnum glugga frá blautu barnsbeini. Glugginn þarf ekki að vera opinn upp á gátt, enda er erfltt að koma því fyrir þegar hvast er og kaldur súgur er óþægilegur. En þó má geta þess að' kaldur súgur er iniklu hollari en fúlt molluloft og það jafnvel fyrir lungnabólgusjúkling. Bezt að glugginn sé uppi við loft með hjarir á efri röndinni og opnist í hálfa gátt. Þá strýkst kalt loftið að utan upp með honum inn í stofuna og dreifir sér upp við loftið og sígur smámsam- au niður án þess að valda súgi. Þar sem margir koma saman, eins og í leikhúsum og kirkjum, þarf að sjá fyrir nægri loftræstingu með loft- háfum og öðrum tækjum. Þetta er gert erlendis og þarf að koma hér á landi. A sjúkrahúsum er víðast hvar í útlöndum heimtað að'

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.