Skírnir - 01.12.1911, Qupperneq 52
356
Listin að lengja lífið.
Það er mjög skiljanlegt að maginn og meltingarfærin
eigi því auðveldara með að hagnýta sér fæðuna sem hiin
er þynnri og fingerðari. Við tygginguna blandast munnvatn-
ið við matinn og verkar ekki eingöngu þynnandi heldur
uppleysandi og meltandi á ýms næringarefni, sérstaklega
stívelsi, sem fyrir áhrif þess breytist í sykur, en sykur-
inn er mjög auðmeltur. En það er eitt sem tyggingin
gerir og það er að koma öllum minstu ögnum matarins
í náið samband við bragðtaugarnar í tungunni og gómn-
um. Við hreyfingar neðri skoltsins, tungunnar, kinnvöðv-
anna og gómsins veltist maturinn fram og aftur í munn-
inum og bragðið af matnurn kemst því betur til skynjun-
ar sem betur er tuggið. Þetta er ef til vill þýðingar-
meira atriði en hin fyrtöldu, þó því hafi fyrst nýlega
verið nákvæmur gaumur gefinn af vísindamönnum. Það
er rússneski lífeðlisfræðingurinn Paulow1) og lærisveinar
hans sem fyrst og bezt hafa rannsakað þetta með dýra-
tilraunum og sýnt fram á, að hver sú fæða, sem framleið-
ir eitthvert bragð í munninum, kemur ekki einasta munn-
kirtlunum til að gefa frá sér munnvatn, heldur kemur
um leið kirtlum magans til að starfa svo, að þeir framleiða
einmitt þann meltingarsafa, sem fær er um að uppleysa
og melta sömu fæðu. Stundum er nóg að maður sjái
mat, þá kemur um leið »vatn fram í munninn« og mann
langar að borða hann, en um leið og vatn kemur í munn-
inn kemur líka vatn — kirtlavökvi — í magann, segir
Poulow, og matarlystin vaknar og örvast. Matarlystin er
með öðrum orðum bundin við starfsemi munnvatns- og
magasafakirtlanna. Séu kirtlarnir orðnir þreyttir eða séu
þeir veikir eða ónýtir, þá vaknar ekki framar matarlyst,
og borði menn þá af gömlum vana en án lystar, þá ligg-
ur maturinn ómeltur í maganum og úldnar þar, ef ekki
maginn þá losar sig við hann og selur honum upp. Til-
raunir þær sem Paulow gerði til að sýna þetta voru með
þeim hætti sem nú skal greina.
’) Paulow þessi er heimsfrægur orðinn og fekk í fyrra Nobslsverð-
launin fyrir rannsóknir sínar.