Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 53
Listin að lengja lifið.
357
Hann tók frískan, fullorðinn hund og svæfði hann
með klóróformi. Síðan skar hann inn að vélindinu á
honum neðantil á hálsinum og skar sundur vélindið.
Því næst saumaði hann fyrir neðri bútinn svo að hann
greri saman, en úr efri bútnum leiddi hann gúttaperka-
slöngu inn um dálítið op, er hann gerði á maga hundsins.
Þegar nú hundurinn rendi einhverju niður, fór það ekki
framar niður vélindið á vanalegan hátt, heldur lagði leið
sína um gúttaperkaslönguna niður í magann. Og þannig
gat hundurinn nærst eins og ekkert hefði í skorist eftir
nokkra daga. Paulow gat nú athugað hvernig magakirtl-
arnir tóku til starfa, ekki einungis jafnskjótt og matur
kom niður í magann, heldur líka á undan meðan liundur-
inn var að tyggja. Og ef hann tók burtu gúttaperka-
pipuna, svo að allur matur sem hundurinn gleypti, fór út
um vélindisopið á hálsinum, þá sá hann að magakirtlarn-
ir störfuðu engu að síður á svipaðan hátt og áður. Eins
fór ef hundinum var sýndur einhver matur er sælgæti
var að og hundinn langaði í, þá tóku magakirtlarnir til
starfa jafnskjótt munnvatnskirtlunum (og »vatn kom í
munninn-í).
Þessar tilraunir sýndu eins og eg áður gat um að
matarlystin sé bundin við kirtlastarf munns og maga.
Vér verðum saddir þegar munnvatn og magasafl þverr;
þá segir náttúran — eða okkar undirmeðvitund — okkur
að hætta að borða, því maginn geti ekki torgað meiru
éða unnið á meiru með meltingarsafa sínum.
Það er því af þessu skiljanlegt, að ef vér höfum
tuggið vel matinn, þá hafa bragðtaugarnar skynjað ítar-
lega hvaða efni hann hafi að geyma og hafa um leið
getað símað til munnvatns- og magakirtlanna um að leggja
til nægilegan safa til að uppleysa alla fæðuna. En ef
vér höfum tuggið illa, þá hafa bragðtaugarnir ekki fengið
að bragða nema lítinn hluta af matnum og ekki getað
gefið skipanir um nema að því skapi lítinn hluta af melt-
ingarsafa, sem reynist ónægur til að uppleysa og melta
matinn.