Skírnir - 01.12.1911, Qupperneq 64
368
Ur austri og vestri.
hafði verið orðlaus og táralaus. En eg var karlmaður, en
hún var kona.
Það er annars undarlegt: Eg hefi fundið það ljósast
og sárast í svefni hve þungt það er að vera einmana —
eins og sá er einmana, sem fellur með vitund í hið mikia
tóm samúðarleysis og örvæntingar.
Einmana — það var það sem Sæunn var. Foreldrar
hennar bjuggu í fjarlægu héraði; þar var hún alin upp;
þar voru æskustöðvar hennar og æskuvinir. Dul sem hún
var í skapi og sein til kynningar, hafði hún engra vina
aflað sér í þessari sveit nema mín. Hér átti hún enga
trúnaðarvini; enga að, sem hún gæti flúið til með sorgir
sínar og vandkvæði hjónabandsins. Eg, sem var — eða
réttara sagt hefði átt að vera — hennar eini vinur —
hvað hafði eg verið henni? Eg hafði heimtað sjálfrátt og
ósjálfrátt alt, sem hún hafði að gefa og eg vildi að hún
hefði að gefa: innilega ást, andlega frjóvgun, likamlegan
munað, heilsu, jafnvel líf. Og hvað hafði eg lagt á móti?
Fals; ástarhót, sem úti voru látin sem kaupeyrir og enga
rót áttu í sannri velvild og hluttekningu. — Nú veit eg
það að sökin var báðumegin. Nú veit eg að báðumegin
vantaði þá alúðarást, sem alt gefur hugsunarlaust um
endurgjald og ein tekur til fulls yfir djúpið, sem skilur
sál frá sál. Nú veit eg að ástarhótin voru kaupeyrir
beggja vegna; sjálfselskan báðumegin sterkasti þáttur
ástalífsins. En á þeirri stundu, er hluttekning mín vakn-
aði til fulls af svefninum og færði út sjóndeildarhringinn,
og fyrst á þá hliðina, sem að Sæunni vissi; þegar augu
mín lukust upp og eg sá hana sundur kramda, einmana
í sárustu hugarkvöl — þá lagði eg allan ofurþunga sak-
arinnar á mínar eigin herðar og allan innileika sálar minn-
ar í viðleitnina til yfirbótar. En það var eins og eg fálm-
aði í myrkri, áttaviltur á skipbroti í reginsjó, þar sem
hvergi sér til lands. Hversu sem eg lagði mig fram til
að tala um fyrir Sæunni og hugga hana, þegar gráthvið-
urnar yfirtyrmdu hana, þá varð það að eins til þess að
gráturinu espaðist æ því meir. Þessi árangur æ ofan í