Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 65

Skírnir - 01.12.1911, Side 65
Úr austri og vestri. 369 æ tók svo á taugar mínar að eg fór að missa vald yíir mér, bæði andlega og líkamlega. Eg fór að verða mjög vanstiltur í geði; og því meira, sem eg reyndi að dylja það, því meira tók ástand sálarinnar á líkamann. Eg varð stundum lémagna af örvæntingu; stundum skalf eg •og nötraði af geðshræringum eins og köldusjúkur maður. Eg sá að við vorum bæði á beinni leið til glötunar og tók nú til nýrra ráða. Eg fór að sneiða mig hjá Sæ- unni sem allra mest; og þegar gráthviðurnar setti að henni, skifti eg mér alls ekkert af henni. Eftir þetta fór grátur hennar að þverra. Hún gerðist nú enn þurlegri og fálátari og eg fann ekki betur en hún tæki að leggja á mig fullkomið hatur. Þetta hélt eg mundi bjarga henni frá því, sem verra var. Og að likindum hefði farið svo, að líf okkar hefði þokast inn á kalt en tilfinningalítið, atburðasnautt hvers- dagssvið — ef þetta hefði ekki verið árið, sem Sæunn gekk með Dísu litlu. En þess vegna varð það saklaust barnið, sem galt sekt okkar hjónanna, og galt hana með sínu eigin lífi. Þegar það fæddist, var það ekkert nema skinn og bein. Það tók aldrei á heilu sér. Og eftir fyrsta missirið fluttum við það í kirkjugarðinn. — — — — — — Eg hefi nú svarað spurningu þinni og með því er saga mín í^rauninni á enda. En eg skil það vel, að þér, sem verið hefir samtíða okkur Sæunni í fleiri ár og ekki séð annað en það, sem gott er talið á milli okkar, komi þetta undarlega fyrir sjónir. Eg læt því fylgja örlítinn oftirmála. Andlát barnsins tók Sæunn sér furðulítið nærri. Hún var orðin mjög þreytt að striða við það í veikindunum og búin að missa trúna á að það gæti náð heilsu, og tók svo dauðanuin eins og ráðstöfun guðs, sem ekki verður komist hjá og sem í rauninni er góð. Að sökin væri hjá okkur, kom henni víst aldrei til hugar. 24

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.