Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 72

Skírnir - 01.12.1911, Page 72
376 Lögmannsdæmi Eggerts Ólafssonar. ytra; fallegri vitnisburð er varla hægt að hugsa sér. Egg- ert fekk lögmannsdæmið, og Eantzau tilkynti honum það með bréfi 9. maí (sjá sömu stiftamtsbréfabók bls. 183) og segir í því meðal annars: „Og da höyst bemeldte Hans Mayt. tillige ej alleene har fornndt Dem Bestalling Gratis, men endog allernaadigst tilladt at De maa være befriet forat tage Examen juridicum, imod at De efter eeget allerunder- danigste Tilbud ved een Tractat viiser sin Duelighed i Lovkyndighedenf Saa har jeg saadan Hans Kongl. Mayt. allernaadigste Yillie her med viilet ham til allerunderdanigste Efterretning bekiendtgöre. hvorefter jeg i sin Tiid vil vente mig tilsendt det Specimen, som De for at lægge Deres Lovkyndighed for Publici Öyne forfatter for videre paa hehörig Stæd at insinuere.11 Eins og áður er getið og sést á framangreindu, hafði Eggert lofað að setnja lögfræðislega ritgerð til að sýna lagaþekkingu sína, og það var honum veitt; var það mikil ívilnun, en frest hafði Rantzau engan sett honum. Með bréfi 26. ágúst 1767 skýrði Eggert stiftamtmanni frá, að hann gæti eigi »i een Hast« samið þessa ritgerð. Rantzau var ekki harður á. þeirri kröfu og svaraði svo í bréfi 23. apríi 1768 (sjá tilvitnaða bók bls. 235). „Og siden dertil (að semja ritgerðina) icke er forelagt ham nogen vis Tiid, saa kand det icke ankomme paa, om samme saa hastig hliver færdig, dog önskede jeg, at hand saa snart muelig lagde Haand derpaa, og at det icke forlænge maatte holdes tilhage, paa det Hans Mayt. aller- naadigste Yillie og Befaling i saa Maade, med förste maatte blive giort Fyldest.« Bréf þetta hefir tæplega náð Eggert lifandi, því 30. maí s. á. druknaði hann á Breiðafirði eins og alkunnugt er. Vér vitum ekki, hvaða efni Eggert hefir hugsað sér að rita um, eða hvort hann var búinn að efna nokkuð til ritgerðarinnar. I æfisögu Eggerts fyrnefndri bls. 25—26 er þess getið, að hann hafi samið »samansafn ýmissra laga Islenzkra og Norskra,« var það safn 8 Tomi í Regal Octava, og »Liteð Olossarium Juridicum«, en bæði þau handrit eru glötuð, hafa farið í sjóinn. Þó Eggert hafi eigi stund- að lögvísi er lítill vafi á því, að hann hafi verið fær um að semja lögfræðisritgerð, er tekin hefði verið gild, á

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.