Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 76

Skírnir - 01.12.1911, Page 76
880 Ætt Döllu biskupsfrúar. systur Hrefna og Þuríður móðir Þorsteins Kuggasonartt1), en þó að aldursmunur þeirra systra hafi hlotið að vera allmikill, virðist ekki ástæða vera til að rengja þessa frásögn Landnámu. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að oft er mikill aldursmunur systkina, og þegar þess er gætt, að seinnl maður Þuríðar var Steinþór, bróðir Kjartans, er átti Hrefnu, systur hennar, þá virðist það benda tii þess, að frásögn Landnámu sé rótt, enda virðist Þorsteinn Kugga- son, sonur Þuríðar, eigi vera miklu eldri en þau Kálfur og Hrefna móðursystkin hans, og þyrfti því aldursmunur þeina systkina eigi að vera mikið yfir 20 ár. Enda er óvíst, að þau hafi verið sammæðra, því að alt er mjóg óvíst um konu Ásgeirs »æðikoIls« Önundarsonar, Jórunn dóttir Ingimundar gamla var e k k i kona hans, þótt svo sé sumstaðar talið2), og því heldur eigi móðir þeirra Kálfs, Hrefnu og Þuríðar, enda er það augljóst, að dóttir landnámsmanns, sem kom áldraður út um 890, gat eigi hafa verið móðir gjafvaxta meyjar um 1000. En það tel eg vafalaust, að þau Kálfur, Hrefna og Þuríður hafi verið systkin og börn Ásgeirs »æ ð i k o 11 s«. En kona Asgeirs »at Ásgeirsá« var Jóruun, dóttir Ingimundar gamla, og mun hún hafa verið fædd um 890—900, og hefir Auð- un sonur þeirra Ásgeirs verið fæddur um 920—930, Ásgeir sonur hans um 960 og Auðun sonur hans um 990, því að hann er nokkrum vetrum eldri en Grettir,3) sem var fæddur um 9964). Kemur þetta vel heim við timann, enda er það sönnu nær, að dóttir landnámsmanns hafi verið langamma uppvaxandi kynslóðar um og eftir 1000 en móðir5). Þorvaldur faðir Döllu konu ísleifs biskups er talinn afabróðir Auðunar á Auðunarstöðum6) og sonur Jórunnar Ingimundardóttur7), >) Safn I, 377. а) Yatnsd. 49, sbr. viðauka úr Mb. bls. 191. Fms. II, 23. Flat. I, 309 og Bisk.ættir. *) Grt.8 47. *) Safn I, 376. б) Til samanburðar þessu má benda á nokkrar ættir frá landnáms- mönnum og öðrum, er lifðu um 900, raktar niður til þeirra, er uppi voru 100 árum síðar, i ritgerð Magnúsar Stephensens i T. B. V, 152—153. 9) Hb. 58, Stb. 181. Laxd.5 140, Fms. II, 23, Flat. I, 309, og Bisk- upaættir. 7) Hb. 58, Stb. 181, Fms. II, 23, Flat. I, 309 og svo segir t. d. B. M. Ó. hiklaust i T. B. II, 26.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.