Skírnir - 01.12.1913, Síða 1
Um Yísindalíf á íslandi.
Eftir Sigfús Blöndal1).
Alt frá því í fornöld hefir það orð farið af okkar
þjóð, að hún væri hneigð fyrir bóknám og vísindi. Hvaða
skoðun mentaðir Norðmenn höfðu á forfeðrum vorum á
gullöld landsins, er kunnugra en frá þurfi að segja, og
líkt mætti tilfæra um mentaða Dani, eins og sjá má af
Danasögu Saxa fróða. Þessi orðstír rís upp aftur á 17 öldinni,
þegar þeir Arngrímur lærði og Þormóður Torfason og aðr-
ir, sem í þeirra fótspor ganga, verða Islandi og bókment-
um þess til sóma erlendis. Fram á 19. öld sést oft getið í
útlendum ritum um fróðleiksfýsn þjóðarinnar, og um ýmsa
fræðimenn vora með viðurnefninu »hinn lærði Islend-
ingur«.
Hvort þjóðin í heild sinni hefir nokkurn tíma átt skil-
ið þetta lof, sem starfsemi einstakra manna hefir aflað
henni, gæti í sjálfu sér verið vafasamt. En þó held eg
megi fullyrða, að nokkur rök eru til þess að ætla, að Is-
lendingar haíi öðrum þjóðum fremur verið fúsir til að
leggja stund á bókleg fræði, og einkum, að þesskonar
fræði hafi komist lengra niður í mannfélagið
en hjá nokkurri annari þjóð.
Sumir helstu rithöfundar okkar hafa verið fátækir al-
þýðumenn, eða embættismenn með sultarhjörum, unandi
við hag alþýðunnar og lifandi sama lífi og hún. Menn
eins og Guðmundur Bergþórsson, Sigurður Breiðfjörð og
Bólu-Hjálmar, Daði fróði og Gísli Konráðsson og Einar á
Mælifelli, prestarnir Hallgrímur Pétursson og Jón Þorláks-
‘) Erindi flntt i Félagi íslenzkra stndenta í Kanpmannahöfn.
19