Skírnir - 01.12.1913, Side 3
Um vísindalíf á íslandi.
291
vígslur, varð þeim íslenzkan kærari og tamari, þegar um
þau efni var að rita, sem snerti hug og hjörtu allrar al-
þýðu. Þeir rituðu stundum á latínu það sem þeir ætluðu
öðrum þjóðurn til fróðleiks, sögur heilagra manna, land-
fræðisrit o. fl., en 'hitt alt á íslenzku.
Bókmentir vorar koma fyrst fram hjá æðri og efnaðri
stéttunum, og af því leiðir aftur að þær hafa höfðingja-
brag á sér. Það er við hirðir konunganna og jarlanna í
nágrannalöndunum, að mörg fornskáld okkar vinna sér
frægð og frama. Snorri og Sturla voru menn af sömu
tegund og hinir göfgu frönsku riddarar, sem rituðu um
afrek sinna tíma, þó þeir riti öðruvísi. Það voru höfðingja-
setrin í Odda, Haukadal, Reykholti, biskupssetrin og klaustr-
in, sem eru aðalból okkar fornu bókmenta. En um leið
og velmegun landsins hingnar, fer þeim stöðum að fækka;
þegar komið er fram undir siðabót, fara þau höfðingjasetr-
in og klaustrin að verða teljandi, sem nokkurt andlegt líf
er í að íinna að mörkum. Það er eins og alt jafnist efna-
lega og líka í andans ríki. Einstöku menn flnnast
stórauðugir og biskupsstólarnir standa í miklum blóma
hvað það snertir, en það er ekki að sjá að það hafi veru-
leg áhrif á bókmentirnar. En þó höfðingjaættirnar smám-
saman yrðu fátækar, hélst þó víða í þeim bókiðn og ást
á skáldskap og ýmsum fræðum. Og nú hvarf smámsam-
an hinn mikli mismunur á húsbændum og hjúum, á
ríkum bændum og fátækum, sem hafði verið á sögu-
öldinni. Samlífið við alþýðuna varð innilegra, og af þvi
leiddi aftur að alþýðan lærði meira af ýmsu, sem áður
hafði verið næstum einkaeign efnaðri stéttanna. Við þetta
bættist að klaustralýður og klerkastétt aðgreindist aldrei
á Islandi eins mikið frá alþýðu og í öðrum kaþólskum
löndum, og olli því nokkuð það, að einlífi presta varð al-
drei alment, hvernig sem vandlætingasamir biskupar
’) Sjá hinn ágæta samanburð & Sturlu og Joinville og ólikri aðferð
þeirra hjá W. P. Ker, Epic and Romance. 2. útg., bls. 269.
19*