Skírnir - 01.12.1913, Side 7
Um vísindalif á íslandi.
295
Nú vil eg biðja menn að hafa það hugfast, að eg
kalla það ekki vísindaiðkun, þó menn læri svo rnikið í
einhverri grein, að menn geti haft not af henni í daglega
lífinu. Maður getur kunnað tíu mál og þó ekki verið mál-
fræðingur. Maður getur haft gagn og gaman af þeim,
lesið bækur á þeim, talað þau við útlendinga, notað þau
á ferðum, skrifast á um verzlunarmálefni o. s. frv. En
vísindaleg þekking og rannsókn á málunum og bókment-
um þeirra þarf ekki að vera þessu samfara. Og þó maður
læri svo mikið í lögfræði, læknisfræði, guðfræði, nátt-
úrufræði eða hverju sem er, að maður geti kent það frá
sér og notað það til að vinna fyrir sér, þá er maður ekki
visindamaður fyrir það. Þá er fyrst að tala um
vísindastarfsemi, þegar maður notar það
sem maður veit til að auka þekkingu mann-
kynsins, annaðhvort á þann hátt, að maður
noti það sem aðrir hafa safnað og athugað
til að leiða eitthvað nýtt í ljós, eða komi
fram með athuganir frá eigin brjósti til
að skýra eitthvað betur en áður hefir ver-
ið gert, eða þá safni athugunum sínum og
annara um eitthvert efni, ogbúiþannigí
haginn fyrir sjálfan sig og aðra síðar meir,
og má til þessa telja það að safna ritum annara fræði-
manna og gefa þau út.
En eru nú nokkur líkindi til að vísindi
geti þrifist á íslandi? Og sé svo, hvaða
vísindagbeinir eru það þá?
Alt sem mikils kostnaðar þarf við er ekki líklegt að
geti þrifist til muna. Til að geta stundað eðlisfræði, efna-
fræði, fjöllistafræði, listasögu o. fi. þarf stór visindasöfn,
sem ekki er hægt að halda uppi nema með feykilegum
kostnaði. Háskólinn okkar getur ekki um langan aldur
lagt út í neitt slíkt, nema hvað hann getur veitt lærisvein-
um læknadeildarinnar undirbúningskenslu í frumatriðum
þeim, sem þeir þurfa á að halda í efnafræði. Að því er
snertir almenna sögu, málfræði og fornfræði, þá er ekki